Fréttablaðið - 24.07.2021, Qupperneq 6
Verkin í kringum dýrin
eru þau sömu þó að
engir gestir séu,
kannski helst að starfs-
fólk hafi fengið meiri
tíma til að kynnast
þeim í gestaleysinu.
Unnur Sigþórsdóttir.
Persía mottur
Parki býður upp á sérvaldar handhnýttar mottur
og vandaðar vélofnar mottur úr hæsta gæðaflokki.
Yfir 300 mottur til á lager og sérpantanir í boði.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | 595 0570Finndu okkur á Facebook!facebook.com/Parki.interiors
Gestum í Húsdýragarðinum í
Reykjavík hefur ekki fækkað
þrátt fyrir að margir hafi elt
veðrið á Norður- og Austur-
land. Það sem af er júlí hafa
yfir 33 þúsund gestir komið í
garðinn.
birnadrofn@frettabladid.is
REYKJAVÍK „Þegar gestatölur eru
skoðaðar er ekki að sjá að gestir
okkar séu allir farnir út á land.
Greinilegt er að margir kjósa að
dvelja í höfuðborginni hvort heldur
sem íbúar hennar eða gestir,“ segir
Unnur Sigurþórsdóttir, verkefna-
stýra fræðsludeildar Húsdýragarðs-
ins, spurð um aðsóknina í garðinn
í sumar.
Mikill fjöldi fólks úr höfuðborg-
inni hefur lagt leið sína á Norður- og
Austurland þar sem mikill hiti og
sól hefur verið í sumar. Meira hefur
verið um súld, rigningu og þoku
í borginni en líkt og Unnur segir
hefur það ekki haft áhrif á fjölda
gesta í Húsdýragarðinum.
Það sem af er júlí hefur 33.551
gestur komið í Húsdýragarðinn og
segir Dagný Hrund Valgeirsdóttir,
verkefnastjóri hjá Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum, tölurnar benda
til þess að júlí verði „mjög nálægt
meðaltali síðustu ára“, en að meðal-
tali hafa rúmlega 43 þúsund gestir
komið í garðinn í júlí síðustu sex ár.
„Gestafjöldinn okkar er rétt yfir
meðaltali ef skoðuð eru seinustu
ár. Hins vegar þurftum við að loka
garðinum nokkuð í fyrra og því
eru gestatölur í fyrra aðeins minni
en venjulega,“ segir Dagný. Vegna
Covid-19 faraldursins var garðurinn
lokaður 24. mars til 27. maí 2020,
5. október til 9. desember 2020 og
25. mars til 14. apríl 2021.
Unnur segir að vel hafi tekist til
í garðinum undanfarið þrátt fyrir
að nauðsynlegt hafi verið að loka í
ströngustu samkomutakmörkun-
unum.
„Fólk sýnir hvers kyns takmörk-
unum skilning og þrátt fyrir að hér
hafi myndast langar raðir þegar
mest var að gera í vor meðan tak-
markanir voru enn við lýði gekk
allt upp.“
Spurð hvort lokanirnar og farald-
urinn hafi haft áhrif á líf dýranna í
garðinum segir Unnur svo ekki vera.
Þegar ströngustu takmarkanir hafi
verið við lýði hafi verið tryggt að
alltaf væri einhver á vakt til að sinna
dýrunum. Starfsfólki var skipt á
vaktir sem aldrei hittust þannig að
ef ein vakt færi í sóttkví gætu aðrar
tekið við.
„Verkin í kringum dýrin eru
þau sömu þó svo engir gestir séu,
kannski helst að starfsfólk hafi
fengið meiri tíma til að kynnast
þeim í gestaleysinu,“ segir Unnur.
Í maí og júní fjölgaði gestum
í Húsdýragarðinum miðað við
meðalfjölda síðustu sex ára. Í maí á
þessu ári heimsóttu garðinn yfir 24
þúsund manns sem er fjölgun um
sex þúsund gesti. Í júní er sömu sögu
að segja en á þessu ári voru gestir
þann mánuðinn rúmlega 35 þúsund
talsins, en meðaltal síðustu sex ára
er tæplega 28 þúsund gestir. n
Gestum fækkar ekkert í kuldanum
Miðað við undanfarin ár er gestafjöldi í Húsdýragarðinum rétt yfir meðallagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
thg@frettabladid.is
FISKVEIÐAR Alls hefur rúmlega 31
þúsund tonni af makríl verið landað
á yfirstandandi vertíð. Það er tæp-
lega 14 prósentum minna en á sama
tíma í fyrra, þegar ríflega 36 þúsund
tonnum var landað.
Íslenski uppsjávarflotinn sækir
nú nánast allan makríl í Síldar-
smugunni austur af landinu, en um
kvöldmatarleytið í gær voru á annan
tug íslenskra skipa þar við veiðar. n
Mun minna af
makríl landað
urduryrr@frettabladid.is
HELLISSANDUR Guðrún Lára Pálma-
dóttir, íbúi á Hellissandi, segir
kríum sem verpa við Rif og Hellis-
sand stafa mikil hætta af bílaumferð
á svæðinu.
Varfærið mat hennar er að um 25
kríur falli í valinn hvern dag, en hún
telur reglulega hræin á svæðinu, en
Vegagerðin gerir sér ferð einu sinni
eða tvisvar á dag til að fjarlægja þau.
Hún telur þó forvarnargildi í að
láta kríuhræin liggja áfram á veg-
inum þannig að bílstjórar geri sér
grein fyrir vandamálinu.
„Þetta er rosalegt ástand hérna,
hreinasti hryllingur. Ár eftir ár er
þetta sama uppi á teningnum og
okkur íbúum mörgum misbýður
aðgerðaleysið hjá bæði Snæfellsbæ
og Vegagerðinni,“ segir Guðrún.
Árið 2019 hóf Guðrún að vekja
athygli á vandamálinu undir merki
Kríuvarnarbandalagsins. Í kjölfarið
var hámarkshraði lækkaður um
varptímann og í fyrra voru sett upp
viðvörunarskilti með blikkljósum.
Hún segir þær aðgerðir hafa
gert gagn og dregið úr drápinu en
að í ár séu engar aðgerðir sjáan-
legar. Hámarkshraði hafi ekki verið
lækkaður og er nú 90 kílómetrar á
klukkustund almennt en 70 við
þéttasta varpið. „Ungarnir eiga
engan séns,“ segir Guðrún og bendir
á að það fólk sem þekki til keyri flest
varlega í gegnum svæðið. Aðrir vita
ekki að þeir séu að keyra beint inn
í kríuvarp.
„Þetta er svo mikil óvirðing við
náttúruna því kríustofninn, eins
og aðrir sjófuglar, er í gríðarlegum
vanda vegna loftslagsbreytinga af
mannavöldum,“ segir Guðrún.
„Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir
stofn sem er í hraðri hnignun og
jafnvel í útrýmingarhættu. Það er
líka algjör skömm að þessu hér rétt
við þjóðgarðsmörk Þjóðgarðsins
Snæfellsjökuls.“
Guðjón H. Björnsson, verkstjóri
Vegagerðarinnar í Ólafsvík, sagði í
samtali við RÚV í gær að mikið eftir-
lit væri með svæðinu og til skoðunar
að lækka hámarkshraða.
„Við lækkuðum hámarkshrað-
ann á síðasta ári varanlega niður í
70 kílómetra á klukkustund en það
stendur til að lækka það enn frekar,
niður í 50 kílómetra á klukkustund
á ákveðnum kafla,“ segir hann.
Guðjón segir dagamun á því hve
margir ungar eru drepnir. „Suma
daga erum við að hreinsa upp 20
unga en aðra daga enga,“ segir hann.
Svæðið sé vel merkt en ökumenn
greinilega ekki nógu varkárir. n
Á þriðja tug kríuunga í drepnir á hverjum degi við Rif
Vegagerðin fjarlægir kríuhræin.
birnadrofn@frettabladid.is
AUSTURLAND Tjaldsvæðið á Egils-
stöðum var fullt í gær líkt og það
hefur verið í næstum allt sumar.
Mikil veðurblíða hefur verið á Aust-
urlandi í sumar og enn er góð spá.
Ríkey Dröfn Ágústsdóttir, starfs-
maður tjaldsvæðisins, segir að
komið hafi fyrir að þurft hafi að vísa
fólki frá þegar tjaldsvæðið er orðið
fullt. n
Þurfa að vísa fólki
frá á tjaldsvæðinu
Ekkert lát er á góðviðrinu á Austur-
landi og flykkjast Íslendingar austur.
6 Fréttir 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ