Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.07.2021, Qupperneq 10
Sancho er önnur sum- arkaup Manchester United en áður hafði Tom Heaton gengið til liðs við félagið. Ísland sendir fjóra fulltrúa til leiks á Ólympíuleikana sem hófust á miðvikudaginn og fram fara í Japan að þessu sinni. Þeirra yngstur er sund- konan Snæfríður Sól Jór- unnardóttir sem er á sínum fyrstum leikum. hjorvaro@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIK AR Setningarhátíð Ólympíuleikanna fór fram í Tókýó í hádeginu í gær að íslenskum tíma en þar fór sundfólkið Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnar- dóttir fyrir fjögurra manna kepp- endahópi Íslands á leikunum. Auk Antons Sveins og Snæfríðar Sólar munu skotfimimaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson og kringlukast- arinn Guðni Valur Guðnason keppa fyrir Íslands hönd að þessu sinni. Snæfríður Sól sem er tvítug að aldri hóf sundferil sinn hjá Sund- deild Hamars í Hveragerði, en flutti níu ára gömul til Danmerkur, þar sem hún æfði og keppti fyrir AGF í Árósum um árabil. Hún fylgdi svo þjálfara sínum frá Árósum til Ála- borgar eftir síðasta sundár. Snæfríður Sól sem syndir með Aal- borg Svømmeklub mun keppa í 100 og 200 metra skriðsundi. Snæfríður er að keppa á sínum fyrstu Ólympíu- leikum fullorðinna en hún tók þátt á Ólympíuleikum ungmenna árið 2018 í Búenos Aíres. Snæfríður Sól náði OST-lágmarki á leikana í 200 metra skriðsundi þegar hún bætti Íslandsmetið í greininni og synti 2:00,50 á sundmóti í Vejle í Danmörku fyrr á þessu ári. „Mér finnst undirbúningurinn hafa gengið mjög vel. Ferðalagið til Japan gekk bara fínt og ég var fljót að venjast tímanum hérna í Japan. Þá hafa æfingar bara gengið mjög vel hérna,“ segir Snæfríður Sól um síðustu daga hjá sér en hún hefur dvalið í Tama City í útjaðri Tókýó síðan á sunnudag við æfingar. Býr að þátttökunni í Búenos Aíres „Við byrjuðum á fjögurra daga æfingabúðum í Tama City þar sem við fengum frábærar móttökur. Þar voru fínar aðstæður til þess að æfa. Ég hef aðlagast tímamismun vel og var fljót að venjast loftslaginu hérna í Japan. Hér er mikill raki og hitastigið vel yfir 30 gráður, sem er töluvert öðruvísi en við erum vön. Matur- inn er mjög góður og fólkið í Tama City var bæði mjög hjálplegt og vin- gjarnlegt, sem gerði dvölina alveg Ætlar að safna reynslu í bankann Keppnisdagskrá íslenska hópsins er eftirfarandi Laugardagurinn 24. júlí klukkan 04.00: Ásgeir Sigur- geirsson, loftskammbyssa 10 metrar, undankeppni. Mánudagurinn 26. júlí klukkan 10.00: Snæfríður Sól Jórunnardóttir, 200 metra skriðsund, undanrásir. Þriðjudagurinn 27. júlí klukkan 10.00: Anton Sveinn McKee, 200 metra bringu- sund, undanrásir. Miðvikudagurinn 28. júlí klukkan 10.00: Snæfríður Sól Jórunnardóttir, 100 metra skriðsund, undanrásir. Föstudagurinn 30. júlí: Guðni Valur Guðnason, kringlukast, undankeppni. Snæfríður Sól er hér ásamt þjálfara sínum, Eyleifi Jóhannessyni, í æfingabúðunum í Tama City. MYND/ÍSÍ Afar vel fór um Snæfríði Sól og Eyleif á hótelinu í Tama City. yndislega,“ segir Snæfríður Sól enn fremur. „Það er mjög spennandi að vera að taka þátt í Ólympíuleikum full- orðinna í fyrsta skipti og alveg frá- bært að vera loksins komin hingað. Það eru margar nýjar upplifanir strax fyrstu dagana og ég er mjög ánægð að hafa öðlast reynslu á Ólympíuleikum ungmenna í Búen- os Aíres árið 2018. Sú reynsla sem ég hlaut þar er alveg klárlega að nýtast mér hérna,“ segir sundkonan um fyrstu dagana í Ólympíuumhverfinu. „Þetta eru mínir fyrstu Ólympíu- leikar og því er stærsta markmiðið hjá mér að safna í reynslubankann og njóta þess í botn að vera hérna. En að sjálfsögðu ætla ég að gera mitt allra besta til að synda eins hratt og ég mögulega get. Við sjáum svo bara til hverju það skilar mér,“ segir hún um markmið sín fyrir leikana. n Snæfríður Sól er mjög spennt fyrir komandi átökum í Tókýó. ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. júlí 2021 LAUGARDAGUR hjorvaro@frettabladid.is ENSKI BOLTINN Enska knattspyrnu- félagið Manchester United stað- festi í gær kaup sín á enska lands- liðsmanninum Jadon Sancho sem kemur til félagsins frá Borussia Dort mund í Þýskaland á 73 millj- ón ir punda. Sancho semur við Man- ch ester United til fimm ára eða til ársins 2026. Þessi 21 árs gam all vængmaður fór í gegnum akademíur Wat ford og Manchester City áður en hann færði sig um set til Borussia Dort- mund fyrir fjór um árum síðan. Sancho hefur skorað 50 mörk í þeim 134 móts leikj um sem hann hefur spilað fyr ir Borussia Dort- mund. Þá hefur hann skorað þrjú mörk í 22 lands leikjum fyrir Eng- land. Þetta er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Manchester United í sumar en markvörðurinn Tom Heaton kom á frjálsri sölu frá Aston Villa. Franski landsliðsmiðvörðurinn Rap hael Vara ne sem er á mála hjá Real Madrid er svo sterklega orð- aður við Manchester United. Lærisveinar Ole Gunnars Sol- skjærs hjá Manchester United höfn- uðu í öðru sæti ensku úrvalsdeildar- innar á síðustu leiktíð og liðið laut svo í lægra haldi þegar það mætti spænska liðinu Villarreal í úrslita- leik Evrópudeildarinnar. n Sancho kynntur formlega hjá Utd. Jadon Sancho í búningi Man.Utd. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY AÐEINS 3.990 KR./MÁN. Tryggðu þér áskrift á stod2.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.