Fréttablaðið - 24.07.2021, Síða 49
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sigurborgar Bragadóttur
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Hjartadeildar Landspítalans v/Hringbraut.
Sigurþór Ellertsson
Sólveig Ragna Sigurþórsdóttir
Sigþrúður Sigurþórsdóttir Páll Þórir Ólafsson
Ellert Bragi Sigurþórsson Eva Arna Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Atla Benediktssonar
Brekatúni 2, Akureyri.
Steinþóra Vilhelmsdóttir
Álfheiður Atladóttir Sigtryggur Sigtryggsson
Kristveig Atladóttir Heimir Finnsson
Þóra Atladóttir Klara Ósk Bjartmarz
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Bryndís Ólafsdóttir
Sléttuvegi 25, Reykjavík,
lést 18 júlí. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristján Gunnlaugsson
Einar Kristjánsson Katrín Ásgrímsdóttir
Gunnlaugur F. Kristjánsson Katrín Björnsdóttir
og ömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn,
Eyþór Björgvinsson
læknir,
Kópavogstúni 9, Kópavogi,
lést á blóðlækningadeild Landspítala,
fimmtudaginn 22. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Ágústa Benný Herbertsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
Katrín Jónsdóttir
Árskógum 6, Reykjavík,
lést þann 17. júlí á Hjúkrunarheimilinu
Grund. Útför hennar fer fram frá
Seljakirkju þriðjudaginn 27. júlí klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á Seljakirkja.is.
Eyrún Magnúsdóttir
Andrés Magnússon Áslaug Gunnarsdóttir
Jón Magnússon Guðrún Bergþórsdóttir
Ásmundur Magnússon Ásdís Þrá Höskuldsdóttir
Steinunn S. Magnúsdóttir Jesper Madsen
Sæmundur Þ. Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir,
barnabarn og unnusti,
Jón Ágúst Berg Jónsson
lést á Landspítalanum
í Fossvogi eftir erfið veikindi þann
15. júlí í faðmi fjölskyldu sinnar.
Jarðað verður í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðrún Dröfn Birgisdóttir Jón Berg Reynisson
Jenný Klara Jónsdóttir Reynir Gestur Jonni Jónsson
Belinda Berg Jónsdóttir Reynir Berg Jónsson
Jenný Klara Jónsdóttir Reynir Jóhannsson
Hrefna Axelsdóttir Birgir Gunnarsson
Sandra Einarsdóttir
Ástrík eiginkona, móðir og amma,
Ragnheiður Þórarinsdóttir
sjúkraliði,
lést sunnudaginn 18. júlí
á Landspítalanum.
Útför hennar verður gerð frá Selfoss-
kirkju miðvikudaginn 28. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en bent
á líknarsjóði Oddfellowreglunnar.
Þórarinn Th. Ólafsson
Ágústa M. Þórarinsdóttir Andrew Brydon
Kristín Th. Þórarinsdóttir Egill Harðarson
Ólöf H. Þórarinsdóttir Einar Espólín Storo
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Sigurðsson
frá Möðruvöllum í Hörgárdal,
fv. lögregluvarðstjóri í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi mánudaginn 5. júlí.
Útförin verður frá Bústaðakirkju í Reykjavík
mánudaginn 26. júlí klukkan 13.
Ágústa Björnsdóttir
Sigurður Björnsson Hanne Margit Hansen
Kristján Björnsson Guðrún Helga Bjarnadóttir
Björn Ágúst Björnsson Elísa Nielsen Eiríksdóttir
María Kristín Björnsdóttir Robert Lacy Shivers
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir minn, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Finnbogi Jóhannsson
fyrrverandi skólastjóri,
lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn
15. júlí. Hann verður jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju í Reykjavík mánudaginn
26. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður á
Djúpavogi miðvikudaginn 28. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sveinn Finnbogason
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Laufey Þorleifsdóttir
Gullsmára 7, Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu
Sólvangi 14. júlí. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju, mánudaginn 26. júlí kl. 13.
Hreiðar S. Albertsson
Sigurlaug Albertsdóttir Eyþór Þórarinsson
Guðrún A. Farestveit Hákon Farestveit
Elín Albertsdóttir Ásgeir Tómasson
Þorbjörg Albertsdóttir Leópold Sveinsson
barnabörn og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Björnsson
Stóra-Lambhaga 3, Hvalfjarðarsveit,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Höfða, sunnudaginn 18. júlí. Útför hans fer
fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.
Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju.
www.akraneskirkja.is
Sólveig Sigurðardóttir
Sigurður Sigurðsson Hrefna Guðjónsdóttir
Björn Sigurðsson Áslaug Ásmundsdóttir
afabörnin.
Merkisatburðir
1567 María Skotadrottning
er neydd til að afsala
sér völdum í hendur
sonar síns, Jakobs 6.
1783 Fæddur Símon Bólívar,
frelsishetja Suður-
Ameríku (d. 1830).
1847 Mormónar undir for-
ystu Brighams Young
nema land í Utah.
1896 Nunnur koma til Ís-
lands í fyrsta sinn eftir
siðaskipti. Þær eru
fjórar og setjast hér að
til að annast hjúkrun
og vitja sjúkra. Þetta er upphaf starfs St. Jósefs-
systra í Reykjavík og Hafnarfirði.
1902 Fæddur Sigurður S. Thoroddsen, íslenskur verk-
fræðingur, stjórnmálamaður og knattspyrnumaður
(d. 1983).
1924 Alþjóðaskáksambandið stofnað í París.
1956 Vinstri stjórnin, ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks undir stjórn Hermanns
Jónassonar, tekur við völdum og situr í tvö ár. n
Sovéski geimfarinn Júrí Gagarín steig
niður fæti á Keflavíkurflugvelli sunnu-
daginn 24. júlí 1961. Vél hans hafði þá
millilent á Íslandi á leið geimfarans til
Kúbu eftir boð frá Fídel Kastró. Gag-
arín hafði nýlokið geimferð sinni með
farinu Vostok 1 og þar með orðið fyrsti
maðurinn til að fara út í geim.
Á Keflavíkurflugvelli tók hópur fólks á
móti Gagarín sem sat síðar fyrir svörum
á blaðamannafundi á flugvallarhótel-
inu. Gagarín líkt og venjulega glaðlegur
og lék á als oddi. Hann útskýrði fyrir
gestum að hann hefði komið sér upp
stæðilegu frímerkjasafni af öllum þeim
bréfum og kortum sem hann fékk eftir
förina.
Fyrsta spurningin sem Gagarín
svaraði var hvort flugferðin til Íslands
hefði verið jafnerfið og geimferðin,
sem hann svaraði neitandi. Þá sagðist
hann ekki getað svarað því af hverju
hann hefði verið valinn í geimförina þar
sem hann hefði ekki valið í geimferðina,
en ef hann hefði átt kost á að velja þá
hefði hann að sjálfsögðu valið sjálfan
sig. Hann þorði ekki að segja til um
hvort honum hefði líkað betur geim-
skipið Vostok eða ítalska leikkonan
Gina Lollobrigida þar sem ekki væri
hægt að gera samanburð á lifandi fólki
og dauðum hlutum.
Á fundinum hrósaði Gagarín komm-
únismanum og Sovétskipulaginu og
sagði að það væri því að þakka að geim-
för sín hefði verið möguleg. Hann bætti
við að ef eitthvað hefði komið fyrir sig
þá hefði geimfarið lent sjálfkrafa, en
að enginn annar hefði getað stjórnað
skipinu. Að lokum neitaði Gagarín að
hafa beðið til guðs fyrir geimferðina þar
sem „sannur kommúnisti biður ekki til
guðs“. Með því var fundinum lokið.
Hann ferðaðist til fjölda landa en
sökum vinsælda hans bannaði John F.
Kennedy Bandaríkjaforseti honum að
heimsækja Bandaríkin. Á árunum sem
eftir fylgdu sinnti hann ýmsum störfum
við þróun geimfara fyrir Sovétríkin, en
sovéskir embættismenn vildu halda
honum frá öllu flugi svo þeir ættu ekki
á hættu að missa þjóðarhetjuna. Árið
1964 sótti hann um að verða orrustu-
þotuflugmaður líkt og hann hafði
starfað við á árum áður, en honum var
synjað um það þar sem hann hefði
þyngst og hæfileikum hans hrakað.
27. mars 1968 lést Gagarín þar sem
hann var í þjálfunarflugi frá flugstöðinni
í Chkalovsky þegar þotan brotlenti.
Ösku Gagaríns var komið fyrir í veggjum
Kremlínar. Margar samsæriskenningar
spruttu upp í kjölfar brotlendingarinnar
um ótímabært andlát Gagaríns. n
Þetta gerðist: 24. júlí 1961
Júrí Gagarín millilendir í Keflavík
FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 24. júlí 2021 Tímamót 29