Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 64

Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 64
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Þegar ég var lítil elskaði ég jólin. Góður matur, jólaljós og pakkar. Pakkarnir spiluðu auðvitað stórt hlutverk og frá einum meðlimi fjölskyldunnar fékk ég alltaf einn auka pakka. Hún átti tvö vídeó- tæki. Leigði spólur sem hún svo tvöfaldaði og gaf okkur systkin- unum í jólagjöf. Oft voru tvær myndir á sömu spólunni og í miklu uppáhaldi var sú sem á var bæði Aladdín og Mjallhvít og dvergarnir sjö. Ég horfði á Mjallhvíti syngja í skóg- inum umvafða dýrum sem skildu hana og hún skildi þau. Á fingrum hennar sátu fuglar sem tóku undir söng hennar og mig dreymdi um að vera eins og hún. Í kjölfar mikils áhorfs á Mjall- hvíti fór ég að elska fuglasöng. Söngur svartþrasta og hnegg hrossagauka veitti mér einhverja vellíðunartilfinningu og jafnvel garg í máfi minnti mig á Mjall- hvíti. Ein jólin, mörgum árum síðar, fékk ég vekjaraklukku í jóla- gjöf. Vekjaraklukkan svæfði mig með öldunið og vakti mig með sólarupprás og fuglasöng. Fyrstu dagarnir með klukkunni voru frábærir, ég hef aldrei sofnað og vaknað betur. Eftir nokkra morgna til viðbótar með klukkunni góðu sá ég ekki lengur Mjallhvíti í hillingum þegar ég heyrði fuglasöng heldur minnti hann mig á það leiðinlegasta sem ég geri, að vakna á morgnana. Þegar ég heyri svartþröstinn syngja langar mig helst að skjóta í hann poppbaun úr túttubyssu. Ég er því í valþröng, vil ég minnast Mjallhvítar og fuglanna eða sofna við ölduniðinn? Ég er samt líka meðvituð um að þetta sé lúxusvalþröng og er fegin að þurfa til dæmis ekki að taka ákvarðanir varðandi takmarkanir innanlands eða á landamærunum. n Fuglasöngur SUMARFRÍ 26 kr. 4 VIKUR AFSLÁTTUR Skráðu þig á orkan.is FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Birnu Drafnar Jónasdóttur n Bakþankar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.