Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2021, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 21.07.2021, Qupperneq 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar Straumurinn er í Öskju! Askja • Krókhálsi 11-13, 110 Reykjavík • 590 2100 • askja.is Einföld og örugg hleðsla frá Innogy Með heimahleðslustöð frá Innogy getur þú hlaðið bílinn með einföldum og öruggum hætti. Við erum sérfræðingar í rafbílum og svörum öllum þínum spurningum um allt sem þeim tengist. Kynntu þér málið á askja.is/hledslulausnir Innogy eBox Smart 22kW - Verð 189.000 kr. Virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af hleðslustöð og uppsetningu. „Ég þarf greinilega að knúsa þig meira,“ sagði maðurinn minn eftir að ég hélt ræðu um rannsóknar- greinar sem ég hafði lesið. Þar kom fram að konur sem fá fleiri faðmlög frá maka sínum eru við betri heilsu. Þær eru ólíklegri til að veikjast af veirupest, hafa lægri blóðþrýsting, léttari lund, meiri orku og sofa betur. Þarna stóð ég andspænis því að eftir tuttugu ára samband man ég ekki eftir að hafa beðið ástina mína um knús þegar ég þurfti mest á því að halda. Það var einfaldara að skríða inn í skel eymdarinnar. Að biðja um faðmlag var ekki hluti af minni lífsleikni. Allra heilla er vakning um mikilvægi faðmlaga smám saman að aukast. Ástralinn Juan Mann er upphafs- maður herferðarinnar „Ókeypis faðmlag“. Hugmyndina fékk hann á flugvelli í Sydney þegar hann var að flytja heim frá London. Hann horfði á samferðamenn hlaupa í opinn faðm vina og ættingja og rann þá upp fyrir honum hve hann saknaði innilegs faðmlags, en hans fólk var allt brottflutt. Juan útbjó skilti með orðunum „Free Hugs“ sem hann tók með sér á fjölfarna göngugötu, sem markaði upphaf að alþjóðlegum mánuði ókeypis faðmlaga sem er einmitt haldinn í þessum mánuði. Knús ætti að vera jafn sjálfsagt og að drekka vatn því innileg snerting nærir lífsandann. Þegar við föðm- umst framleiðir heilinn róandi efni sem senda líkamanum skilaboð um að við séum örugg. Sagt hefur verið að fjögur faðmlög á dag sé leyndar- dómurinn á bak við hamingjusamt hjónaband, en sálmeðferðarfræð- ingurinn Virginia Satir segir að við þurfum helst fleiri. Kona veit nú að hún getur verið óhrædd við að segja við maka sinn „kona þarf knús“, því stundum er knús það sem hún sannarlega þarf. n Kona þarf knús FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.