Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 18
Fólk var oft með ansi
einhæfar aðferðir
hérna áður fyrr en það
hefur breyst mikið.
Grillhátíðin Kótelettan fer
fram á Selfossi um helgina.
Einar Björnsson, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar,
segir að grillmenning hafi
vaxið og dafnað á undan-
förnum árum.
„Eins og svo oft áður þá verður
þetta algjör veisla fyrir augu, eyru
og munn,“ segir Einar Björnsson,
framkvæmdastjóri Kótelettunnar,
sem stendur yfir á Selfossi um helg-
ina, rúmum tveimur árum eftir að
hún var síðast haldin. Búast má við
ærlegu fjöri þar sem hátíðinni var
frestað í fyrra vegna faraldursins og
hefur nú legið í maríneringu í tvö ár.
„Hugmyndin var að gera fjöl-
skylduvænan viðburð með lifandi
músík og mat með sterka tengingu
við landbúnaðinn og íslenska fram-
leiðslu,“ segir Einar, sem hélt hátíð-
ina fyrst árið 2010. „Í dag hefur þetta
vaxið og dafnað í fjölbreytt festival
þar sem við viljum bjóða fólki upp
á bestu grillrétti sumarsins sem og
það besta sem íslensk tónlistar-
menning hefur upp á að bjóða. Í ár
virðist veðrið ætla að vera milt og
hæglátt sem væri auðvitað mjög
þakklátt.“
Einar, sem er sjálfur frá Selfossi,
vinnur í og með skemmtanabrans-
anum sem hann segir að hafi verið
kveikjan að hátíðinni. „Mig langaði
að halda ærlega skemmtun í heima-
bænum mínum þar sem ég gæti
heimfært allt það góða sem ég hef
verið að vinna með,“ segir hann og
bendir á að það hafi virkilega tekist
vel til á síðustu Kótelettu. „Árið 2019
fylltum við bæinn, og ég vona að
það takist aftur í ár.“
Fjör með litlum fyrirvara
Einar segir að ein helsta áskorunin
við hátíðina sé að hún sé alla jafna
haldin með mjög stuttum fyrirvara.
„Ef það er ekki ég sem er að guggna
á því, þá er það náttúran. Við héld-
um að við gætum loksins haldið
þetta með góðum fyrirvara í fyrra
en þá skall auðvitað faraldurinn á.
Það er enn fullt af hugmyndum sem
setið hafa á hakanum en við viljum
hrinda í framkvæmd á næsta ári.“
Einar segir að grillmenning á
Íslandi hafi vaxið og dafnað gríðar-
lega á undanförnum árum. „Fólk
var oft með ansi einhæfar aðferðir
hérna áður fyrr en það hefur breyst
Hátíð maríneruð til tveggja ára
Einar stefnir á
að stappfylla
Selfoss á nýjan
leik í ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ÓTTAR
Forseti Íslands mundaði grillspaðann á Styrktarlettunni 2019. MYND/AÐSEND
Grillarar etja kappi í baráttunni um
Flottustu grillveisluna. MYND/AÐSEND
Samkvæmt
Einari hefur
grillmenning
á Íslandi tekið
stakkaskiptum
og aðferðir í
dag eru mun
fjölbreyttari en
áður.
MYND/AÐSEND
mikið. Það hefur orðið mikil gróska
í grillun á kjöti, menn eru margir
hverjir að dunda sér við þetta í
marga tíma, í alls kyns hægeldun
meðal annars,“ segir hann. „Það
hefur líka verið skemmtilegt að
sjá fólk orðið grilla fjölbreyttari
hluti og nú síðast skelltum við
meira að segja gúrku á grillið. Fólk
var vitlaust í að koma að smakka
alls konar grænmeti og það hefur
mögulega víkkað sjóndeildarhring
margra um hvað eigi heima á grill-
inu.“
Fjölbreytt hátíð
Dagskrárliðir hátíðarinnar í ár eru
margir og kennir ýmissa grasa. Þar
má nefna keppnina Flottustu grill-
veisluna sem leggst nákvæmlega
til eins og nafnið gefur til kynna.
Bæjarbúar og nærliggjandi grillarar
keppast um að halda sem flottasta
grillveislu með tilheyrandi myllu-
merki á Instagram. Allt er það gert
í þeirri von að dómnefnd Kótelett-
unnar drepi á dyr og leysi þau út
með veglegum vinningum.
„Þetta er aðallega spurning um
heildarstemninguna,“ segir Einar
aðspurður um hvað einkenni flotta
grillveislu. „Maturinn og gestirnir
spila auðvitað stóra rullu og svo
skemma f lottar skreytingar ekki
fyrir. Ég veit til þess að margir eru
búnir að leggja gríðarlegan metnað
í þetta.“
Þá er Styrktarlettur SKB árleg-
ur viðburður sem haldinn er í
samstarfi við SS, Kjarnafæði og
Mömmu mat. Þar eru seldar kóte-
lettur til styrktar Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra barna.
„Allur ágóði rennur óskiptur til
Styrktarfélags krabbameinssjúkra
barna,“ segir Einar. „Það hafa alltaf
komið góðir gestir til að aðstoða
á grillinu og í ár verða það meðal
annars ráðherrarnir Bjarni Bene-
diktsson og Sigurður Ingi Jóhanns-
son, ásamt Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur, formanni Viðreisnar, og
fleiri góðum.“
Tónlistardagskráin fer svo fram
að kvöldi hvers dags þar sem Einar
segir að landslið tónlistarmanna
mæti ár hvert. „Við fórum reyndar
lengra í þeim efnum í ár en venju-
lega því nú er spilað á tveimur svið-
um,“ segir hann.
Miðasölu og dagskrána í heild
má finna á heimasíðu hátíðarinnar,
kotelettan.is. ■
Arnar Tómas
Valgeirsson
arnartomas
@frettabladid.is
18 Helgin 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR