Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 20
Fram að
þessu hafa
allir dagar
farið í
þetta, virkir
og helgir
dagar. Það
er bara
þannig. Ég
hef lítið
getað
hugsað um
annað.
Mikið hefur mætt á Þórólfi
Guðnasyni sóttvarnalækni
þó mjög sé farið að hægjast á
gangi Covid-19 faraldursins
hér á landi. Hann segir áhrifin
hafa verið mikil á fjölskyld-
una, sem hafi staðið sem
klettur að baki honum.
Þórólfur segir okkur komin á þann stað sem stefnt var að, búið sé að bólusetja þorra þjóðarinnar og nú sé tekinn við nýr kaf li.
„Baráttan við þennan faraldur hefur
verið kaflaskipt og það er alltaf eitt-
hvað nýtt sem kemur upp á. Við
erum komin á þann stað að við
þurfum að sjá hverju þetta skilar
okkur,“ segir hann.
Mikill gangur hefur verið í bólu-
setningarherferð stjórnvalda. Nú
er búið að fullbólusetja rúmlega
238 þúsund manns og bólusetning
hafin hjá tæplega 26 þúsundum til
viðbótar. Bólusetning er þó ekki
ávísun á að sleppa við veiruna og
Þórólfur segir það liggja ljóst fyrir
að bólusetning veiti ekki hundrað
prósenta vörn.
„Það eru alltaf að koma meiri upp-
lýsingar um það að bólusetningin
er ekki alveg hundrað prósent, hún
skilar ekki fullum árangri í að koma
í veg fyrir smit. Full bólusetning er
um það bil 80 prósenta virk til að
koma í veg fyrir smit en hins vegar
um 95 prósenta virk í að koma í veg
fyrir alvarlegar sýkingar. Bólusettir
geta enn fengið í sig veiruna og þeir
geta smitað aðra, við erum að sjá það
svolítið núna.“
Þurfum áfram að vera vakandi
Engar samkomutakmarkanir eru í
gildi lengur en Þórólfur segir mikil-
vægt að fylgjast vel með landamær-
unum.
„Til að ná algjörum tökum á far-
aldrinum innanlands þurfum við
að ná tökum á landamærunum því
smitin koma inn í gegnum þau. Við
vitum að það er fólk sem er að koma
frá útlöndum, er fullbólusett en er
að bera með sér smit. Þetta eru fáir
einstaklingar en þeir geta smitað sitt
nærumhverfi. Það verður fróðlegt að
sjá hvort þessi útbreidda bólusetn-
ing núna muni koma í veg fyrir að
við fáum stórar hópsýkingar,“ segir
hann.
Frá því faraldurinn hófst í byrjun
síðasta árs hafa verið settar á strang-
ar samkomutakmarkanir innan-
lands, þeim síðan aflétt á meðan
ástandið var gott og þeim komið
aftur á er harðna tók á dalnum.
Aðgerðir stjórnvalda hafa sætt gagn-
rýni, bæði þegar þær voru hertar og
er slakað var á þeim. Þórólfur segir
baráttuna við Covid vera þess eðlis
að erfitt sé að vita hverju aðgerðir
skili þegar ráðist er í þær.
„Það er háð svo mörgum hlutum,
sérstaklega hvernig almenningur
tekur við sér, hvernig almenningur
fer eftir því sem hann er beðinn um
að gera, sem hefur skilað mestum
árangri. Við höfum aldrei vitað
nákvæmlega hvað gerist, hvort
sem við vorum að herða aðgerðir
eða slaka. Við höfum alltaf þurft að
renna svolítið blint í sjóinn,“ segir
Þórólfur.
Snemma augljóst í hvað stefndi
Aðspurður hvenær það hafi verið
ljóst í hvað stefndi varðandi far-
aldur Covid-19, segir Þórólfur það
hafa legið fyrir áður en faraldurinn
byrjaði hér. Hann var þá kominn
á f lug víða annars staðar og segir
Þórólfur enga ástæðu hafa verið til
þess að ætla að faraldurinn hegðaði
sér öðruvísi hér en í öðrum ríkjum.
Yfirvöld hafi staðið frammi fyrir
einfaldri spurningu, hvernig ætti að
eiga við þetta og hversu langan tíma
þetta myndi taka. „Það vissi náttúr-
lega enginn,“ segir hann.
„Það var þó vitað að þetta myndi
taka allan þann tíma sem þyrfti til
þess að koma hér upp góðu ónæmi í
samfélaginu. Gott ónæmi í samfélag-
inu fæst ekki nema með því að láta
sýkinguna ganga yfir alla og smita
Hef lítið getað hugsað um annað
Þórólfur
viðurkennir að
starf hans hafi
komið niður á
fjölskyldulífinu
undanfarið,
enda hafi hann
þurft að kasta
öllu frá sér í
baráttunni við
faraldurinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR ÁRNASON
stærstan hluta þjóðarinnar eða þá
að við myndum ná að byggja upp
ónæmi með bólusetningum,“ segir
hann.
Hefði haft skelfilegar afleiðingar
Í upphafi faraldursins var mikið rætt
um þann möguleika að láta veiruna
ganga hér yfir alla og ná þann-
ig hjarðónæmi. Þórólfur segir að
hefði það verið gert hefði það verið
skelfilegt. Alls hafa 30 manns látist
af völdum Covid-19 á Íslandi og um
tvö prósent þjóðarinnar hafa greinst
með veiruna. Álagið á heilbrigðis-
kerfið hafi verið mikið, einkum í
fyrstu og þriðju bylgju faraldursins.
„Maður getur rétt ímyndað sér
ef tíu prósent þjóðarinnar hefðu
smitast á sama tíma. Það hefði ekki
bara haft áhrif á heilsufar þeirra
sem fengu Covid, þetta hefði einnig
komið niður á heilbrigðisþjónustu
við aðra sjúklingahópa sem hefði
getað haft skelfilegar afleiðingar,“
segir Þórólfur.
Til að fá gott ónæmi þurfi að
öllum líkindum milli 60 og 70 pró-
senta smit í samfélaginu og ef ekkert
hefði verið að gert, líkt og einhverjir
hafi lagt til, hefði ástandið að hans
mati getað orðið mjög alvarlegt. Í
Svíþjóð ákváðu heilbrigðisyfirvöld
að grípa ekki til róttækra aðgerða
og stefna að hjarðónæmi með því
að leyfa faraldrinum að ganga
yfir þjóðina. Í ritrýndri grein í vís-
indaritinu Lancet segja sænskir
og bandarískir vísindamenn að sú
aðferð hafi gert það að verkum að
mjög margir smituðust og fjöldi lést,
mun f leiri en í nágrannalöndum
sem réðust í víðtækar aðgerðir.
Sænska leiðin ekki rædd
Þórólfur segir þann möguleika að
fara sænsku leiðina, eins og hún
hefur verið nefnd, aldrei verið
ræddan af alvöru hér.
„Ekki hjá ábyrgum aðilum, ekki
hjá okkur. Það kom ekki til greina.
Það var augljóst að það myndi valda
gríðarlegu vandamáli. Enda höfum
við séð það í þeim löndum sem það
hefur gerst að dánartalan er kannski
tíu til tuttugu sinnum hærri. Ef við
hefðum lent í svipuðum sporum og
Svíar til dæmis, þá hefðu kannski
500 til 600 manns látist af völdum
Covid. Ég held að menn hefðu ekki
verið ánægðir með það,“ segir Þór-
ólfur.
Byrjaði í barnalækningum
Þórólfur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
árið 1973 og árið 1981 lauk hann em-
bættisprófi í læknisfræði frá Háskóla
Íslands. Í framhaldi stundaði hann
nám í almennum barnalækningum
í Bandaríkjunum og svo nám í smit-
sjúkdómum barna í Bandaríkjunum.
Hann segist ekki geta sagt til um
það hvernig áhuginn fyrir smitsjúk-
dómafræðum kviknaði.
„Maður er auðvitað búinn að lifa
og hrærast í þessu læknisstarfi frá
því að maður útskrifaðist. Það var
tiltölulega snemma sem ég ákvað
að fara í læknisfræði. Læknisfræði
er auðvitað mjög víðtækt fag sem
kemur inn á mjög margt. Ég ákvað
snemma að sérhæfa mig í barna-
lækningum og ætlaði upphaflega að
fara í nýrnasjúkdóma barna þegar
ég fór til Ameríku.“
Þegar til Bandaríkjanna var
Þorvarður
Pálsson
thorvardur
@frettabladid.is
20 Helgin 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ