Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 32

Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 32
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@ frettabladid.is Formaður Félags bókaútgef- enda segir að sala hljóðbóka hafi margfaldast síðustu ár og haft mikil áhrif á bóka- markaðinn. Hann segir útgefendur enn vera að finna bestu leiðirnar til að gefa út bækur og enginn viti hvern- ig landslagið verði til lengri tíma litið. Auknar vinsældir hljóðbóka hafa haft mjög mikil áhrif á bókamark- aðinn og Heiðar Ingi Svansson, for- maður Félags bókaútgefenda, segir að nú standi yfir mikið umbreyt- ingaskeið í bókaútgáfu sem ekki sér fyrir endann á. Útgefendur eru að gera tilraunir til að sjá hvers konar útgáfa virkar best. „Sala hljóðbóka hefur margfald- ast á síðustu tveimur árum,“ segir Heiðar. „Bæði hefur hljóðbókasala almennt verið að aukast um allan heim og verið einn helsti vaxtar- broddurinn í útgáfu almennt og svo flýtti heimsfaraldurinn fyrir þróuninni, því fólk fékk næði til að hlusta á bækur og í mörgum tilvikum minnkaði aðgengi að prentuðum bókum þar sem bóka- búðir og bókasöfn voru lokuð víða um heim. Að einhverju leyti fjölgaði ein- faldlega notendum hljóðbóka, en mögulega eru hljóðbækur líka að bæta við nýjum lesendum sem byrja þar og fara svo að lesa prent- aðar bækur,“ segir Heiðar. „Svo er líka spurning hvort þetta sé að ein- hverju leyti fólk sem er að fara úr prentuðum bókum yfir í að hlusta á hljóðbækur. Það má spyrja sig hvaða áhrif þetta hefur á sölu á kiljum, en salan á þeim hafði verið að dragast saman fyrir Covid og féll svo dramatískt í fyrra. En Eymundsson í Leifsstöð er gríðarlega mikil- vægur sölustaður fyrir kiljur, svo það er erfitt að segja að hve miklu leyti faraldurinn hafði áhrif og að hve miklu leyti salan er almennt að falla,“ útskýrir Heiðar. „Við vonum að kiljusalan komi til baka að ein- hverju leyti þegar Íslendingar fara að ferðast meira. Svo má líka velta fyrir sér hvaða áhrif sala hljóðbóka hefur á aðra samkeppnisaðila, en þær eru í samkeppni við hlaðvarpsþætti og streymisveitur eins og Spotify og Netflix,“ bætir Heiðar við. Lesendum vonandi að fjölga „Það er almennt mjög mikil gerjun í afþreyingu sem við getum hlustað á,“ segir Heiðar. „Við erum stödd í miðju umbreytingaferli og ég hef lært það í bókaútgáfu að þó Mikil gerjun í bókaútgáfu Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags bókaút- gefenda, segir að bókaútgáfa sé að breytast mikið um þessar mundir. MYND/KRISTINN ÞEYR MAGNÚSSON Heiðar segir að Storytel hafi haft mjög mikil áhrif á bókamarkaðinn á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK að maður telji sig vita eitthvað veit maður í rauninni ekki neitt. Það er svo oft búið að spá dauða bókar- innar og ýmsu öðru sem hefur ekki gengið eftir. En þessi mikli vöxtur í hljóð- bókaútgáfu getur ekki haldið svona áfram, þetta nær einhverj- um hápunkti og svo kemst á jafn- vægi, en sem stendur er þróunin svo hröð að við getum ekki áttað okkur á landslaginu til lengri tíma,“ segir Heiðar. „Vonandi er þetta bara jákvætt og lesendum er bara að fjölga og bækur í almennri sókn, sama á hvaða formi þær eru. Lestrarkannanir sýna líka að lestur jókst í Covid og það var meiri sala á prentuðum bókum í jólabókaver- tíðinni í fyrra en árið áður. Ég veit líka sjálfur um dæmi þess að fólk fari að lesa og opna augun fyrir fjölbreyttari leiðum til að njóta góðra bóka eftir að hafa byrjað í hljóðbókum.“ Tilraunastarfsemi í útgáfu Heiðar segir að tilkoma Storytel árið 2018 hafi haft mjög mikil áhrif á markaðinn. „Eftir það hefur orðið marg- földun á sölu hljóðbóka. Það var greinilega mikil eftirspurn eftir hljóðbókum, sem hefur verið svarað af krafti og hljóðbókaút- gáfa hefur vaxið gríðarlega,“ segir Heiðar. „Storytel hefur lagt mikið í markaðinn, framleitt mikið og haft mikil áhrif. Það má líka ekki gleyma því að það er sérstakt við markaðinn hér á landi að rafbókasala hefur ekki náð sömu festu og í kringum okkur. Við stukkum eiginlega yfir þær og fórum beint í hljóðbækur,“ segir Heiðar. „Ég veit að margir útgefendur vona að sá markaður eigi eftir að taka við sér hér á landi og sala rafbóka aukist og mér sýnist útgefendur vera að gera tilraunir með að gefa út bækur á ólíkum formum um þessar mundir. Sumir gefa út á öllum formum í einu, sem raf bók, prentaða útgáfu og hljóðbók, aðrir gefa þetta út á sitt hvorum tíma og enn aðrir gefa bækur bara út á hljóðbókarformi. Storytel tilkynnti líka nýlega að þau ætli að prófa að gefa út eina prentaða bók á árinu,“ segir Heiðar. „Fólk er bara að sjá hvað virkar og það er rosaleg gerjun. Best væri ef það væri hægt að gefa út á öllum formum, í kilju, innbundna útgáfu, raf bók og hljóðbók. Þá myndi myndast sam- spil milli þessara ólíku forma, en núna erum við að fara í gegnum ákveðið umbreytingaskeið sem nær til neyslumynstra almennt. Það má ekki gleyma því að lang- flestar hljóðbækur hafa komið út á prenti fyrst, enn sem komið er, og verða til vegna þess að það er til staðar góður og stöðugur markaður fyrir prentaðar bækur. En svo hefur maður líka heyrt af því að bækur sem voru ekki vin- sælar á prentuðu formi séu vinsælli sem hljóðbækur,“ segir Heiðar. „Ég veit það fyrir víst að næstu ár verða áhugaverð og bransinn mun ganga í gegnum miklar breytingar, kannski þær mestu í mörg ár.“ Nóg í boði Heiðar er sjálfur hrifinn af hljóð- bókum og segist vera stórnotandi þegar kemur að bókum. „Ég hlusta á hljóðbækur, les rafbækur og prentaðar bækur og gef prentaðar bækur. Núna er ég á ferðalagi um landið og þá hlustum við hjónin á hljóðbækur saman í bílnum eins og alltaf á ferðalagi, en mér finnst hljóðbækur frábær afþreying í akstri, og svo á kvöldin grípur maður rafbók eða prent- aða,“ segir hann. „Ég er oft með margar bækur á náttborðinu og að hlusta á margar hljóðbækur, einn og með öðrum. Íslenski bókamarkaðurinn er mjög stór og fjölbreyttur miðað við höfðatölu og ég er stoltur af því hversu öflug útgáfa er hér og hvað það eru margar leiðir til að njóta bóka,“ segir Heiðar. „Ég hvet fólk bara til að njóta íslenska sumarsins með bók á sama hvaða formi sem viðkomandi kýs, nóg er fram- boðið.“ ■ 4 kynningarblað 10. júlí 2021 LAUGARDAGURSUMARKILJUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.