Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 52
Margir nota sumarið til að lesa eða
hlusta á bækur.
elin@frettabladid.is
Sumarið er góður tími til lesturs
góðra bóka. Fólk er í sumarfríi og
getur notið þess að slaka á með
bók í hönd. Samkvæmt sænskri
könnun segir fimmti hver Svíi að
hann lesi minnst sjö bækur yfir
sumartímann. Nokkur munur var
þó á lestri eftir búsetu í landinu.
Konur lesa mun meira en karlar,
samkvæmt könnuninni, og 20%
karla líta aldrei í bók. Þeir sem
lesa þó allra minnst er ungt fólk
á aldrinum 15–18 ára. Um 37%
unga fólksins sagðist aldrei lesa
bók né heldur hlusta á upplestur.
Þátttakendur voru 2.710 manns í
Svíþjóð á aldrinum 15 ára og upp
úr. Bæði var spurt um lestur bóka
og hlustun á raf/hljóðbækur.
Samtals 24% þátttakenda
sögðust lesa bækur yfir sumar-
tímann, júní, júlí og ágúst. Hins
vegar voru aðeins 10% sem sögðust
lesa bækur í desember, janúar
og febrúar. Þeir sem sögðust lesa
bækur hvenær sem væri yfir árið
voru 39%. Fólk sem las eina til
þrjár bækur yfir árið voru 43% og
22% sögðust lesa 4–6 bækur. Ekki
var spurt hvers konar bækur fólk
væri að lesa.
Það var Nextory í Svíþjóð sem
gerði könnunina en fyrirtækið
býður upp á fjölda tegunda af raf-
bókum og hefur að markmiði að
auka lestur/hlustun á hvers kyns
bækur. ■
Konur lesa meira en karlar
Hægt er að finna öfluga umræðu um
bækur á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
oddurfreyr@frettabladid.is
Íslenska þjóðin er einstaklega
dugleg á samfélagsmiðlinum
Facebook og ræðir þar og rífst um
allt milli himins og jarðar. Það
kemur því ekki á óvart að þessi
mikla bókmenntaþjóð sé með
öflugan umræðuvettvang um bók-
menntir á miðlinum, er þar er að
finna hópinn „Bókagull - Umræða
um góðar bækur“, sem hefur rúm-
lega 15 þúsund meðlimi.
Hópurinn er öllum opinn
og það er ekki nauðsynlegt að
ganga í hann til að fylgjast með
umræðunni sem fer þar fram.
Hann hefur verið til í heil 11 ár og
er mjög virkur enn í dag, en þar er
fólk duglegt að benda hvert öðru
á ýmsar bækur sem hitta í mark
og ræða kosti og galla ýmissa bók-
menntaverka. Þar er líka algjört
bann við auglýsingum á bókum
og atburðum, þannig að umræðan
sprettur að öllu leyti frá almenn-
um lesendum.
Þeir sem hafa áhuga á að gera
Facebook-síðuna sína örlítið
menningarlegri, vantar hvatningu
til að lesa meira eða dauðlangar að
finna einhvern til að tala við um
bækur, ættu ekki að hika við að
ganga í hópinn. ■
Bókaumræða
á Facebook
Að lesa fyrir svefninn er gott.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
sandragudrun@frettabladid.is
Streita á það til að hlaðast upp
í amstri dagsins. Þegar tími er
kominn til að fara í háttinn fer
hugurinn oft á fullt og fólk á erfitt
með að festa svefn. Fólk er kannski
að hugsa um verkefni morgun-
dagsins og nær ekki að róa hugann
fyrir svefninn. Með því að sökkva
sér niður í góða bók er hægt að
leiða hugann frá streitu og amstri
dagsins og gleyma sér í heimi
sögunnar. Rannsókn nokkur leiddi
í ljós að aðeins sex mínútna lestur
minnkaði streitu um allt að 68%.
Innihald bókarinnar skipti ekki
máli. Það skipti ekki máli hvort
fólk las fræðibækur, skáldskap eða
eitthvað sem margir myndu flokka
sem algjörar ruslbókmenntir, svo
lengi sem lesefnið var áhugavert
fyrir lesandann. ■
Lestur róar
hugann
8 kynningarblað 10. júlí 2021 LAUGARDAGURSUMARKILJUR