Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2021, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 10.07.2021, Qupperneq 54
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa @frettabladid.is Arnbjörg Kristín Konráðs- dóttir jógakennari tekur þátt í hugleiðslu og gong-slökun á skútu úti á Skjálfanda á morgun. Á mánudaginn verður hún með gong á Siglufirði og á þriðjudaginn leiðir hún jógagöngu um Viðey. Arnbjörg Kristín er búsett á Akur- eyri þar sem hún kennir jóga og nemur iðjuþjálfun. Hún segir lífið ósjálfrátt hafa farið í hægari takt eftir kórónuveirufaraldurinn og ætlar að reyna að halda því þannig áfram. Hún kennir jóga heima hjá sér í litlum hópum og einnig úti í náttúrunni. „Mér finnst gaman að vera með rólega og heimilislega stemningu þegar ég er með jóga- tíma,“ segir Arnbjörg brosandi. Að hennar sögn fer áhugi á jóga og hugleiðslu sífellt vaxandi. „Eftir Covid er líka gott að hægja meðvitað á og hugsa meira um heilsuna og hvernig hægt er að byggja sig upp eftir þetta erfiða tímabil.“ Hugleiðsla í hvalaskoðun Næstu daga verður Arnbjörg með mismunandi viðburði víða um land og úti á sjó líka. „Á morgun ætla ég að leiða hugleiðslu og gong-slökun í hvalaskoðunarferð Norðursiglingar á Ópal, hljóð- látri seglskútu í faðmi einstakrar náttúru og dýralífs úti á miðjum Skjálfandaflóa. Huld Hafliða- dóttir hjá Spirit North verður með mér og við ætlum báðar að spila á gong. Þar sem skútan er afar hljóð- lát truflar hún hvalina lítið sem ekkert svo vonandi láta þeir sjá sig,“ segir Arnbjörg, en hún á von á að þetta verði mikil upplifun fyrir þátttakendur. Gong er ásláttarhljóðfæri með sögu aftur til bronsaldar og hefur verið notað af fólki meðal annars í hugleiðslutilgangi í árhundruð. Í dag auðvelda hljómarnir hlustend- um að hægja á huganum og upplifa núvitund meðan á og í kjölfar hlustunar, að sögn Arnbjargar. Á mánudaginn ætlar hún svo að bregða sér til Siglufjarðar þar sem hún verður með gong og frum- hljóðshugleiðingu í fjörunni, ef veður leyfir. „Þetta er hluti af Lista- hátíðinni Frjó í Alþýðuhúsinu. Þar verður líka á dagskrá ljóðlist og fleira áhugavert í boði,“ segir Arnbjörg. Hressandi jóga í Viðey Á þriðjudaginn mun Arnbjörg leiða hressandi jógagöngu um Viðey. Gerðar verða jógaæfingar Hugleiðsla og jóga á sjó og landi „Eftir Covid er gott að hægja meðvitað á og hugsa meira um heilsuna og hvernig hægt er að byggja sig upp eftir þetta erfiða tímabil,“ segir Arnbjörg.  MYND/AÐSEND Arnbjörg ætlar að leiða hress- andi jógagöngu um Viðey á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR undir beru lofti og endað á endur- nærandi slökun. „Farið verður með ferjunni frá Skarfabakka klukkan 19.15. Ætlunin er að ganga um Viðey og tengjast eyjunni vel. Þetta er í raun jarðtengjandi og náttúru- vænn viðburður. Við byrjum á að gera öndunaræfingar og liðkandi og styrkjandi jógaæfingar. Ég mun laga æfingarnar að veðrinu, en ef grasið verður þurrt gerum við æfingarnar að hluta sitjandi, ann- ars allar standandi,“ segir Arnbjörg en farið verður hvernig sem viðrar og fólk beðið um að klæða sig eftir veðri. „Ég enda síðan gönguna við friðarsúluna þar sem ég ætla að spila á gong á meðan fólk slakar á,“ segir Arnbjörg. Þetta er í tíunda sinn sem hún leiðir jógagöngu um Viðey. „Það er skemmtilegt að sigla burt frá borginni og út í eyjuna, þótt stutt sé, og fá nauðsynlega pásu frá erli borgarlífsins. Það er gott tækifæri til að kúpla sig út, endurnæra sig og fara svo endurnærð/ur til baka. Í Viðey er svo sérstök orka, mikil náttúrufegurð og áhugaverð saga. Það er mér mikill heiður að fá að leiða jóga um eyjuna. Nokkrir sem hafa komið í jógagöngur með mér undanfarin ár eru að koma í fyrsta sinn til eyjarinnar og hafa ekki áttað sig á hversu nálæg og aðgengileg þessi náttúruperla er,“ segir Arnbjörg. Finnum ræturnar Arnbjörg ætlar að enda vikuna á að opna innsetningu sem kall- ast Molda í hlöðu í Garðhúsum á Stokkseyri. „Ég var með þessa innsetningu fyrr í sumar á Djúpa- vogi í Múlaþingi. Molda fjallar um að næra ræturnar og varpar ljósi á jarðtenginguna okkar og hvar við stöndum í okkar jarðneska lífi og að við getum eignast rætur hvar sem við endum á að búa. Eitt af því sem Covid hefur kennt okkur er að læra að vera heima hjá okkur og var því gaman að nota tímann til að tálga og forma hugmyndina heima. Ég nota endurunnið efni úr nátt- úrunni, rætur trjáa sem féllu í vetur og einnig rekavið. Innsetningin mun standa frá miðjum júlí og inn í ágústmánuð,“ segir Arnbjörg. Hún ætlar síðan að halda áfram að kenna jóga næstu mánuðina. „Ég mun leiða HAF jógakennara- nám á Heilsustofnun í Hveragerði í vetur. Fólk verður hjá mér í sjö helgar og ég kenni jógaæfingar í vatni og mildar og mjúkar æfingar í sal. Áherslan verður á milda upp- byggingu og endurnæringu í þessu prógrammi, auk þess sem ég mun fjalla um jógaheimspeki,“ segir Arnbjörg að lokum. ■ Það er skemmti- legt að sigla burt frá borginni og út í eyjuna, þótt stutt sé, og fá nauðsynlega pásu frá erli borgarlífsins. Það er gott tækifæri til að kúpla sig út og endur- næra sig. Arnbjörg Kristín. OKKUR LÍÐUR EINS OG FJÖLSKYLDU OG ERUM TENGD SLÍKUM TRYGGÐA- BÖNDUM AÐ ÞAÐ VAR ALDREI VAFAMÁL AÐ VIÐ MYNDUM TAKA UPP ÞRÁÐINN AÐ NÝJU. SÖFN Á ÍSLANDI Laugardaginn 17. júlí gefur Fréttablaðið út sérblaðið Söfn á Íslandi. Í þessu skemmtilega blaði ætlum við að fræðast um þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í söfnum og sýningum. Það er sífellt stærri hópur sem hefur áhuga á íslenskri menningu og sögu og þetta því frábært tækifæri til að kynna ykkar safn og það sem efst er á baugi hjá ykkur í sumar. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Ruth Bergsdóttir sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 694 4103 / ruth@frettabladid.is Högni segir titil plötunnar tengjast eftirför úlfa en heiti hennar verður opinberað síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hljómsveitin Hjalta-lín er að vakna af dvala og gefur úr nýtt lag í dag, en það heitir Love from 99. Högni Egilsson, annar söngvara sveitarinnar, segir lagið vera um æskuástir. Hljómsveit- in stendur einnig fyrir tónleikum í Hörpu þann 7. september, en þeir verða stærstu tónleikar sveitarinnar til þessa og öllu verður tjaldað til. Síðasta plata sveitarinnar, Enter 4, kom út 2012. Högni segir ferlið við gerð þeirrar plötu hafa tekið á tilfinningalega, persónulega og tón- listarlega. Í kjölfarið lagðist hljóm- sveitin tímabundið í dvala á meðan meðlimirnir sinntu öðrum verk- efnum. „Við erum smá að púsla bandin aftur saman. Við höfum þannig tengingu okkar á milli að það var alltaf ljóst að við myndum spil aftur saman. Okkur líður eins og fjölskyldu og erum tengd slíku tryggðaböndum að það var aldrei vafamál að við myndum taka upp þráðinn að nýju. Ég var fyrst mikið að spila með GusGus og að gera mitt sólóverkefni og hinir meðlimirnir líka með nóg á sinni könnu,“ segir Högni. Hann segir að þau séu í raun að koma með efnið upp á yfirborðið því nýja platan hefur verið fimm ár í vinnslu með hléum. „Þessa plötu unnum við í lotu og komum saman öðru hvoru. Platan er nokkuð löng miðað við hvað gengur og gerist í dag, heil 15 lög. Þetta voru í heildina margir klukkutímar af upp- tökum. Högni segir það algengara í dag að tónlistarfólk gefi út eitt lag í einu, líkt og að það haldi að fólki hafi mögu- lega ekki næga athygli fyrir heila plötu. „Það viðhorf finnst mér hálfgerð Hljómsveitin Hjalta- lín gefur út nýtt lag í dag. Hún stendur einnig fyrir sínum stærstu tónleikum til þessa í Hörpu í september. Von er á nýrri plötu frá þeim á næstu misserum. synd. Að nálgast tónlist á þann hátt frekar en að geta skapað í það form sem hún kallar á. Það er ekki gott fyrir tónlistarmann að þurfa að upplifa sig sem einhvers konar vöru, eins og list sé neysla. List er ekki neysla. Listin er það sem við trúum á, vísbending að sálinni. Við erum ekki að búa til vöru, við erum að búa til sögu,“ segir Högni Nýja platan kemur út á geisladisk og vínyl. „Ég lít einhvern veginn á plötu sem heila hugsun. Platan spannar ákveð- ið tímabil hjá okkur sem skapandi einstaklingum. Eitthvað sem við búum til í sameiningu og útkoman sýnir svo dýnamíkina. Tónlistin er afsprengi okkar sam- bands sem mann- eskja. Tónarnir eru andrúmsloftið okkar.“ Högni segir hljóm- sveitina ynna til leiks ákveðinn heim á nýju plötunni en mikil leynd hvílir yfir heiti hennar. „Titillinn á eftir að koma. Hann sveimar þarna einhvers staðar fyrir ofan, en einhverra hluta vegna finnst okkur eins og það séu úlfar í eftirför, vitum ekki af hverju en þeir fylgja okkur.” Högni segir nýja lagið gleðilegt og þeirra poppaðasta til þessa. „Það fjallar um strák sem horfir til baka til æskuástar og minnist táningsdrauma. En þetta er fyrst og fremst lag til að hlusta á og drekka ódýrt Chardonnay á meðan,“ segir Högni að lokum. Nýja lagið, Love from 99, er hægt að nálgast á öllum helstu streymis- veitum. Miða á tónleikana í Hörpu er svo hægt að nálgast á harpa.is/ hjalta lin. steingerdur@frettabladid.is Lagið Love from 99 emur út á öllum helstu stey isveitum í dag. Guðmundur Óskar, Sigríður og Högni í stúdíóinu að vinna að gerð nýju plötunnar. Hún kemur út á næstu misserum. MYND/EINAR ÓSKAR SIGURÐSSON MEÐLIMIR HJALTALÍN Axel Haraldsson Guðmundur Óskar Guðmundsson Hjörtur Ing i Jóhannsson Högni Egilsson Sigríður Thorlacius Viktor Orri Árnason Hjaltalín vaknar af dvala 1 2 . J Ú L Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð6 kynningarblað A L LT 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.