Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 76
Heather Massie sameinar ást
sína á vísindum og listum
í einleik um kvikmynda
stjörnuna Hedy Lamarr, sem
þótti á sínum tíma fegursta
kona heims, en er að verða
þekktari fyrir að hafa þróað
tæknina á bak við þráðlausa
gagnaflutninga.
thorarinn@frettabladid.is
Leikkonan Heather Massie er
hingað komin frá New York, með
stuðningi sendiráðs Bandaríkjanna,
og sýnir margverðlaunaðan einleik
sinn, HEDY! The Life & Inventions
of Hedy Lamarr, á Fringe Festival í
Tjarnarbíói í dag.
„Ég kom hingað í stutt stopp
í febrúar 2017 og sá sýningu á
íslensku í Tjarnarbíói,“ segir Heath
er, sem hefur ferðast með einleikinn
víða um lönd.
„Það var síðan fyrir hálfgerða
tilviljun að ég frétti af Reykjavík
Fringe Festival, ákvað að sækja um
og hér er ég,“ segir Heather og hlær.
Þráðlaus snilld
„Ég rek sögu snillingsins, uppfinn
ingakonunnar og Hollywoodleik
konunnar Hedy Lamarr, sem hann
aði stýrikerfi fyrir tundurskeyti í
seinni heimsstyrjöldinni sem er
nú notað í farsíma, þráðlaust net
og GPS,“ segir Heather um Hedy
Lamarr og tæknina, sem kennd er
við FrequencyHopping Spread
Spectrum.
„Tilgangur minn er meðal annars
að hvetja ungar konur til þess að
reyna fyrir sér í tækni og vísindum
og renna um leið stoðum undir
Hedy Lamarr sem fyrirmynd, með
áherslu á hugvitssemi hennar og
uppfinningar.“
Heather segir Lamarr hafa verið
sannkallaða glamúrgyðju í Holly
wood þegar henni var lýst sem
fegurstu konu heims, en undir
fögru skinni hennar leyndist sjálf
menntað tækniséní.
Beint í mark
„Hún var leikkona á kafi í tækni og
uppfinningum. Í stríðinu vildi hún
styðja bandamenn og nýja landið
sitt. Hún hafði öðlast mikla þekk
ingu á hergögnum á meðan hún
var gift austurríska hergagnafram
leiðandanum Fritz Mandl, og lagði
bandaríska f lotanum lið með því
að þróa tækni sem gerði eldflauga
skeyti miklu nákvæmari.
Uppfinning hennar komst því
miður ekki í gagnið í stríðinu, en
þessi tækni er síðan allsráðandi í
þráðlausum samskiptum í dag.“
Tæknigyðjan
Lamarr föndraði við vísindastörf
sín í hjáverkum og fékk ekki viður
kenningu fyrir þau fyrr en undir lok
ævi sinnar. „Það er meira á síðari
árum sem fólk hampar henni fyrir
snilligáfuna og fleiri og fleiri eru að
komast að þessu. Hún er samt átrún
aðargoð hjá mörgum sem starfa við
tölvur og upplýsingatækni.“
Sjálf lagði Heather stund á stjarn
eðlisfræði og ætlaði að verða geim
fari, þannig að hún tengir sterkt við
Lamarr sem leikkona með brenn
andi tækniáhuga.
„Þetta er mín leið til þess að
blanda saman vísindunum og list
inni. Mig langaði að skrifa verk um
konu í vísindum og einhver stakk
upp á Hedy Lamarr og hún er full
komið viðfangsefni.“
Í kvikmyndum er Lamarr þekkt
ust fyrir að hafa leikið Delílu í
biblíusögumynd Cecil B. DeMille,
Samson and Delilah, frá 1949. Hún
hafnaði aftur á móti hlutverkum í
bæði Gaslight og Casablanca, sem
telja má afdrifarík mistök á Holly
woodmælikvarða.
Sýningin um Hedy Lamarr hefst
í Tjarnarbíói klukkan 15 í dag og
verður streymt beint heimsálfa á
milli og gestir hátíðarinnar Natio
nal Arts Festival í SuðurAfríku geta
horft með þeim sem sitja í Tjarnar
bíói.
„Það er spennandi og áhugavert
fyrir mig að sýna á Íslandi og í Suð
urAfríku samtímis,“ segir Heather,
sem mun svara spurningum áhorf
enda í báðum álfum að sýningu
lokinni. ■
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
■ Lífið í
vikunni
04.07.21
10.07.21
Heather Massie
á það sameigin-
legt með Holly-
wood-gyðjunni
Hedy Lamarr að
vera leikkona
með sterka
vísindataug.
MYND/ AL FOOTE
Hedy Lamarr í
epísku stór-
myndinni um
Samson og
Delílu, þá sem
gerði Samson
máttlausan
með hárskurði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Snillingur undir fögru skinni
Það er meira á síðari
árum sem fólk hampar
henni fyrir snilligáfuna
og fleiri og fleiri eru að
komast að þessu.
Fyrsta Þjóðhátíð Bríetar
Tónlistarkonan Bríet hefur verið
bókuð á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki
nóg með að hún taki þar sviðið í
fyrsta sinn heldur hefur hún aldr
ei áður komið á hátíðina. Þá liggur
einnig fyrir að Jóhanna Guðrún
muni troða upp, auk þess sem rapp
ararnir Cell7 og Aron Can munu láta
að sér kveða í dalnum.
Fullur bar af grjóti
Veitingamaðurinn Jón Mýrdal
opnaði, ásamt tónlistarmanninum
Snorra Helgasyni, djassbúlluna
Skuggabaldur við Austurvöll. Hann
fór í gagngerar breytingar á húsnæð
inu við hlið Hótel Borgar, sem fólu
meðal annars í sér að hann þakti
veggi staðarins með fjórum tonnum
af enskum múrsteini.
Klara réttir hallann
Tónlistarkonan Klara Elias syngur
um ást sem brennur á Þjóðhátíð í
sumarlaginu Heim sem er komið
á Spotify. Hún hugsar lagið öðrum
þræði sem innlegg í umræðuna um
að á 88 árum hafi aðeins ein kona
samið þjóðhátíðarlag og segist
mjög tilfinningatengd Þjóðhátíð
þaðan sem hún á ljúfar minningar.
Óvissa í Brekkunni
Árni Johnsen stýrði brekkusöng
á Þjóðhátíð í áratugi áður en Ingó
veðurguð tók við. Eftir að hann var
dæmdur úr leik hafa ýmsir verið
nefndir. Bræðurnir Jón Jónsson og
Friðrik Dór, Salka Sól, Birgitta Hauk
dal og Þórólfur Guðnason, sem gæti
mætt með Víði og Ölmu og slegið í
gegn sem Þórólfur og veiruguðirnir.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
LOKA
HELGIN
LÝKUR MÁN. 12. JÚLÍ
| HEILSUDÝNUR OG –RÚM
| MJÚK- OG DÚNVÖRUR
| SVEFNSÓFAR
| SMÁVÖRUR
| STÓLAR
| SÓFAR
| BORÐ
SMÁRATORGI
OPIN Á SUNNUD.
KL. 13–17
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
www.dorma.is
V E F V E R S LU N
ALLTAF
OPIN
LICATA
u-sófi
Licata u-sófi í Kentucky koníak áklæði.
Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir
járnfætur. Stærð: 366 x 226 x 82 cm
Dormaverð: 369.990 kr.
Aðeins 221.940 kr.
40%
AFSLÁTTUR
SUMAR
ÚTSALA
AUKINN
AFSLÁTTUR
AF VÖLDUM VÖRUM
EKKI MISSA
AF ÞESSU
44 Lífið 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ