Fréttablaðið - 11.09.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 11.09.2021, Síða 4
45 þúsund farþega fjölgun var hjá Icelandair milli mánaða. Í ágúst flugu rúmlega 264 þúsund far- þegar með félaginu. BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Það er með ólíkindum að við, sem eina smá- þjóð álfunnar, skulum ekki hafa borið gæfu til að taka upp evruna, jafn mikið og við hefðum bætt okkar stöðu með evru, einstaklingar og fyrirtæki, og jafn mikið og við höfum liðið undan óstöðugleika og kostnaði krónunnar! Hvernig má það vera, að almenningur sjái þetta ekki? Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar Misréttið í sam- félaginu tekur á sig margar myndir. Kyn- ferðisofbeldi er ein sú ljótasta og sú sem hefur mestar lang- tímaafleiðingar. Það er ólíðandi að þolendur kynferðisofbeldis skuli þurfa að fara til Mannrétt- indadómstóls Evrópu til að leita réttlætis sem ekki fékkst fyrir íslenskum dómstólum. Engin kerfi eru ósnertanleg og það á líka við um dómskerfið. Þar er umbóta þörf og stóraukins stuðnings við þolendur ofbeldisbrota. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Ríkisstjórnin valdi að beita lífterror, sem fræðimenn kalla svo, til að fá almenning til að samþykkja og jafnvel kalla eftir beinum frelsishindrunum með lögregluinngripi og viðurlögum – í þeirri von að lyfjaiðnaðurinn leysti málið hratt og vel og beitti fjölmiðlum fyrir sig. n n Tölur vikunnar 25 milljarðar króna er árlegur rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna. 16 af 64 sýnum sem matvælaeftir- litið tók af nautahakki á veitinga- stöðum í fyrra voru jákvæð af E.coli. 3,5 milljónir króna er verðmiðinn á dýrasta Pokémon-spjaldi sem er fáanlegt á Íslandi. 3,65 milljónir eru meðal- kostnaður fórnarlamba svokallaðs ástarsvindls. n Þrjú í fréttum Forsætisráðherra, Katrín Jak- obsdóttir, vísar spurningum um óboðlegan drátt á fram- kvæmd laga um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu, til heil- brigðisráðuneytis. bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ísland er eftir- bátur annarra Norðurlandaþjóða er kemur að stuðningi við þá sem leita þjónustu sálfræðinga.  Enn hefur ekki tekist að hrinda í fram- kvæmd lögum frá 2020, sem kveða á um niðurgreiðslu þjónustu sál- fræðinga á stofu. Tryggvi Guðjón Ingason, formað- ur Sálfræðingafélags Íslands, segir að sálfræðimeðferð dragi úr líkum á örorku og geti komið í veg fyrir að fólk detti út af vinnumarkaði. En rúmu ári eftir löggjöf Alþingis um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, sem sam- þykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka, bóli enn ekkert á fjár- magni til að hrinda lögunum í fram- kvæmd. Þetta sé einsdæmi meðal Norðurlandanna. Enginn vafi leiki á að ástandið stéttskipti þjóðinni eftir efnahag og rýri heilsu efnaminni, á sama tíma og efnameiri geti keypt sér sál- fræðiþjónustu og fái fyrr þjónustu. Ríkisstjórnin hafi sýnt sýnt algjört áhugaleysi í því að virkja lagasetn- inguna með árangursríkum hætti. Um klárt kosningamál sé að ræða. „Þetta úrræði, að niðurgreiða sál- fræðiþjónustu, snertir í raun alla – beint eða óbeint,“ segir Tryggvi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um þetta mál, að ríkisstjórnin hafi lagt upp með mikla uppbyggingu í heilbrigðis- málum. Sérstök áhersla hafi verið lögð á geðheilbrigðismál. Fjárfram- lög til þeirra hafi aukist um rúman milljarð, búið sé að fjölga sálfræð- ingum í heilsugæslu úr ríf lega 30 upp í 66 og geðheilbrigðisteymum hafi verið komið á í öllum heilbrigð- isumdæmum. Forsætisráðherra svarar ekki hvort hún telji dráttinn á fram- kvæmd laganna boðlegan, heldur bendir á að  fjárframlög til heil- brigðismála hafi aukist um 46 prósent, eða 90 milljarða.  Dregið hafi umtalsvert  úr greiðsluþátt- töku og komugjöld lækkað í heilsu- gæslu, tannlækningum aldraðra og öryrkja, lyfjakostnaði og hjálpar- tækjum, svo nokkuð sé nefnt. Hvað varði þennan einstaka samning vísi hún til heilbrigðisráðuneytis. Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra. Sálfræðingafélag Íslands og Öryrkjabandalag Íslands hafa á sér- stakri heimasíðu, ordskulustanda. is, tekið höndum saman í baráttu um að skora á stjórnmálaflokkana og frambjóðendur þeirra í kosn- ingum til Alþingis, að fjármagna og koma í framkvæmd fyrrnefndum lögum. n Sálfræðingar segja ríkisstjórnina vera að mismuna landsmönnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa lagt upp með mikla uppbyggingu í heilbrigðismálum með sérstakri áherslu á geðheilbrigðismál. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þetta úræði, að niður- greiða sálfræðiþjón- ustu, snertir í raun alla – beint eða óbeint. Tryggvi Guðjón Ingason, for- maður Sálfræðingafélags Íslands 4 Fréttir 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.