Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 8

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 8
Kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram fara laugardaginn 25. september 2021 skulu lagðar fram eigi síðar en miðviku- daginn 15. september 2021. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitar- stjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofu- tíma til kjördags. Athygli er vakin á því að kjósendur geta nú kannað á vefnum kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeig- andi sveitarstjórn. Dómsmálaráðuneytinu, 10. september 2021. Auglýsing um framlagningu kjörskráa vegna kosninga til Alþingis Einkenni þeirra sem smitast af Covid-19 virðast vera minni nú en í fyrri bylgjum farald- ursins. Yfirmaður Covid- göngudeildarinnar segir bólu- setningu augljósa ástæðu. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 „Það hefur verið miklu minna um einkenni, en það breytir ekki því að lítill hluti hefur áfram veikst alvarlega og jafnvel þurft að leggjast inn á spítala,“ segir Runólf- ur Pálsson, yfirmaður Covid-göngu- deildar Landspítala, spurður hvort einkenni sjúklinga með Covid-19 séu minni nú en í fyrri bylgjum faraldursins. „Þegar þessi bylgja skall á í júlí var búið að bólusetja langf lesta fullorðna og það er alveg augljóst að það hefur hjálpað, heilt yfir hafa einkenni verið miklu vægari hjá þessu bólusetta fólki,“ segir hann. Í gær voru um 500 einstaklingar í einangrun með Covid-19 og voru þeir allir í eftirliti á göngudeildinni. Allir sjúklingar fá símtöl frá síma- veri deildarinnar þegar þeir grein- ast með smit og á meðan einangrun stendur yfir. Anna Haf berg, hjúkrunarfræð- ingur á Covid-göngudeildinni, hefur hringt í fjöldann allan af fólki sem smitast hefur af veirunni frá upp- hafi faraldursins. Hún er sammála Runólfi um að einkenni sjúklinga séu minni nú en í fyrri bylgjum, færri veikist alvarlega en einkenni sjúklinga séu þó afar misjöfn. „Það eru alltaf einhverjir sem eru töluvert lasnir og það er alveg svo- leiðis núna líka,“ segir hún. „En svo eru líka margir sem eru ekki mikið veikir og sem betur fer eru f lest barnanna ekki að verða mikið veik,“ bætir Anna við. Í gær voru sex sjúklingar inni- liggjandi á sjúkrahúsi með Covid- 19, tveir voru á gjörgæslu. 25 smit mældust sólarhringinn á undan. Runólfur segir að bólusetning gegn sjúkdómnum eigi augljósan þátt í því að ekki séu fleiri inniliggjandi eða með alvarleg einkenni. „Af þeim hundrað einstaklingum sem lagst hafa inn á sjúkrahús í þess- ari bylgju er um þriðjungur sem er óbólusettur eða allavega ekki full- bólusettur,“ segir Runólfur og bendir á að það sé mun hærra hlutfall en hlutfall óbólusettra í samfélaginu. „Það sem er líka áberandi núna er að við sjáum miklu minna af leiðinlegum og erfiðum veikindum hjá þeim sem eru flokkaðir grænir, eða ekki með mikil einkenni,“ segir hann og vísar til þess að sjúklingum sé skipt upp í litakóðakerfi eftir alvarleika veikinda þeirra. Grænir með minnst einkenni, gulir þar fyrir ofan og svo rauðir, þeir sem hafa hvað alvarlegustu einkennin. „Fólk sem var allan tímann flokk- að með væg einkenni, jafnvel ungt og tiltölulega hraust fólk, talaði um það í fyrri bylgjunum að það hefði verið mikið lasið og að einkennin hefðu varað lengi, við sjáum mun minna af þessu núna,“ segir Run- ólfur. „Núna eru bara tólf skráðir gulir af þessum fimm hundruð,“ segir Runólfur. Þá segir hann að þrátt fyrir að f lestir fái fremur væg einkenni megi ekki gleyma því að Covid-19 geti verið mjög alvarlegur sjúk- dómur. „Það hefur verið alveg ljóst frá upphafi þessa faraldurs að þetta er mjög leiðinleg veirusýking og hún getur valdið alvarlegum og jafnvel lífshættulegum veikindum, en bólusetningin hefur haft mikil verndandi áhrif,“ segir hann. Frá því í lok febrúar í fyrra hafa yfir 11 þúsund manns smitast af veirunni hér á landi. Bæði Anna og Runólfur segja mikilvægt að fólk sem fengið hefur Covid-19 fari varlega af stað þegar það losnar úr einangrun. ■ Einkenni Covid-sjúklinga eru minni í þessari bylgju Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, segir bólusetningar hafa augljós verndandi áhrif á þá sem smitast af Covid-19. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Okkur finnst ekkert betra en að fá börn til að brosa, hlæja og dansa með okkur. Ham- ingjan sjálf er falin í hlátri barns,“ segja þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson, en á morgun kemur út nýtt lag með þeim félögum, Djidd- um, eftir Mána Svavarsson. Orðið er nýyrði sem stendur fyrir allt sem er skemmtilegt. Sama dag frumsýna þeir mynd- band á Youtube við Djiddum, þar sem Gunni og Felix dansa með hópi krakka úr Dansskóla Birnu Björns. Hreyfingar eru einfaldar og til þess gerðar að allir geti dansað með. „Lagið styrkir okkur í því að halda áfram að skemmta fjölskyldum á Íslandi og létta okkur öllum lífið í gráma hversdagsins.“ ■ Gunni og Felix gefa út nýtt lag Gunni og Felix ásamt leikarahópnum. MYND/AÐSEND helgivifill@frettabladid.is VIÐSKIPTI Vaxtamunur banka hefur farið minnkandi samhliða lækkun stýrivaxta, þar sem innlánsvextir hafa ekki lækkað jafn mikið og útlánsvextir, að sögn Arnars Inga Jónssonar, sérfræðings hjá Sam- tökum fjármálafyrirtækja. Stjórn VR hefur kallað eftir því að bankarnir dragi úr óhóflegum vaxtamun og sagði að bankarnir innheimtu okurvexti. „Það er pínu siðlaust hjá bönkunum að auglýsa mikinn hagnað og snúa svo hnífn- um í sárinu með því að hækka vexti nánast daginn eftir,“ sagði Harpa Sævarsdóttir, varaformaður VR stéttarfélags, í Fréttablaðinu í gær. Arnar segir að ljóst sé að vaxta- álag húsnæðislána miðað við inn- lán hafi verið með lægra móti miðað við undanfarin ár. „Í kjöl- far síðustu tveggja vaxtahækkana Seðlabankans hækkuðu bankarnir vexti á íbúða lánum minna en sem nam vaxtahækkun Seðlabankans,“ segir hann. Vextir á Íslandi, og reyndar erlendis einnig, séu sögulega lágir og það sé stórt hagsmunamál fyrir lántakendur að þeir haldist lágir. „Til þess að ná því markmiði má verðbólgan á Íslandi ekki ná flugi á ný. Það er á færi VR og ann- arra stéttarfélaga að vinna að því markmiði í samráði við stjórnvöld. Lág verðbólga er eitt stærsta hags- munamál lántakenda. Lántakendur hafa einnig mun meira val en áður þegar kemur að lánum, ásamt því að aldrei hefur verið auðveldara að skuldbreyta og skipta um lán- veitanda, sem eykur samkeppni á þeim markaði,“ bendir hann á. Arnar viðurkennir að vaxtamun- ur íslensku bankanna hafi verið hærri en hjá norrænum bönkum af svipaðri stærð. „Vaxtamunur kerfis- lega mikilvægra banka hefur verið um og yfir einu prósentustigi hærri en hjá sambærilegum norrænum fjármálafyrirtækjum og hefur farið lækkandi. Að hluta má skýra mun- inn með því að íslenska bankakerfið býr við mun meiri skattlagningu en bankar á Norðurlöndum. Stórt skref yrði stigið í þá átt að lækka vexti á Íslandi og minnka vaxtamun með því að jafna leikinn þegar kemur að skattheimtu á fjármálafyrirtæki,“ segir hann og nefnir að það yrði neytendum til hagsbóta ef álögur á banka væru líkari því sem þekkist í nágrannaríkjunum. ■ Vaxtamunur banka farið lækkandi Arnar Ingi Jónsson, sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrir- tækja Anna Hafberg, hjúkrunar- fræðingur á Co- vid-göngudeild Landspítala Runólfur Páls- son, yfirmaður Covid-göngu- deildar Land- spítala 8 Fréttir 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.