Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 10
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður
Kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninga 25. september nk. liggur
frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur fram á kjördag.
Á www.reykjavik.is/kosningar má finna upplýsingar um hvar fólk kýs.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá og hvar þeir eiga að kjósa.
Athugasemdum vegna kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum skal beina til skrifstofu borgarstjórnar í síma
411-4915 eða með tölvupósti á kosningar@reykjavik.is.
Meðan kosning fer fram, laugardaginn 25. september nk., verður aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur-
kjördæmis norður í Ráðhúsi Reykjavíkur og yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður í Hagaskóla.
Að kjörfundi loknum færist aðsetur yfirkjörstjórna í Laugardalshöll þar sem talning fer fram fyrir bæði
Reykjavíkurkjördæmi.
Talning hefst kl. 22:00 og er opin almenningi meðan húsrúm leyfir.
Einnig verður streymt beint frá talningu á www.reykjavik.is/kosningar.
Nánari upplýsingar má nálgast með því að hafa samband við skrifstofu borgarstjórnar í s. 411-4915
eða með tölvupósti á kosningar@reykjavik.is.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður
Skrifstofa borgarstjórnar
ALÞINGISKOSNINGAR
25. SEPTEMBER 2021
Samkvæmt rannsókn laga-
nema við HA skapaði afnám
lagaákvæða um uppreista
æru óvissu, bæði fyrir þá sem
ljúka afplánun í dag og þá sem
höfðu áður fengið borgaraleg
réttindi sín til baka.
kristinnhaukur@frettabladid.is
LÖGFRÆÐI Óvissa ríkir um borg-
araleg réttindi brotamanna eftir
afplánun og embætti túlka lögin á
mismunandi hátt. Þetta kemur fram
í lokaritgerð Jóhönnu Óskar Jónas-
dóttur við lagadeild Háskólans á
Akureyri, um áhrif afnáms laga-
ákvæða um uppreista æru. Málþing
verður haldið um málefnið þann 17.
september í skólanum og streymt á
netinu.
Uppreist æra var afnumin úr
hegningarlögum árið 2017 eftir að
mál kynferðisaf brotamannanna
Roberts Downey og Hjalta Sigur-
jóns Haukssonar komust í hámæli
og felldu að lokum ríkisstjórnina.
Löggjöfin var aðlöguð að þessu en
með misjöfnum árangri, að mati
Jóhönnu.
„Í sumum lögum segir að menn
geti fengið réttindi sín aftur að
f imm árum liðnum, en ekki í
öðrum, sem þýðir að skerðingin er
ævilöng,“ segir hún og nefnir dæmi
úr lögreglunni. Lögreglumaður
sem fékk þriggja mánaða skilorðs-
bundinn dóm fyrir breytinguna
hélt sínu starfi, á meðan annar sem
framdi brot með sömu refsingu eftir
breytinguna missti það.
Áður fengu einstaklingar sjálf-
krafa óf lekkað mannorð fimm
árum eftir afplánun og öll borgara-
leg réttindi ef dómur var óskilorðs-
bundinn í 4 til 12 mánuði. Ef dómur
fór fram úr því þurfti að sækja um
uppreista æru.
„Það er óvissa um hvernig eigi að
túlka lögin. Fyrst það er orðið mats-
kennt hjá hverjum og einum hvort
skýra eigi refsidóm sem einungis
óskilorðsbundinn dóm eða einnig
skilorðsbundinn, er verið að skerða
réttindi einstaklinga án þess að það
sé lagagrundvöllur fyrir því,“ segir
Jóhanna.
Áhrifin af því að missa sín borg-
aralegu réttindi, jafnvel fyrir lífs-
tíð, eru margvísleg, samkvæmt rit-
gerðinni. Hið augljósasta er líklegast
skerðing á atvinnufrelsi sem sé varið
í stjórnarskránni. Þá geti það verið
vandkvæðum háð að bjóða sig fram
í kosningum, eins og Guðmundur
Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu,
komst að í vetur. Ekki megi heldur
vanmeta það að fólk upplifi beiskju
og að það sé útilokað frá samfélag-
inu.
„Mér finnst eðlilegt að hvert til-
felli sé metið, í stað þess að fólk
sé útskúfað það sem eftir er,“
segir Jóhanna. Til dæmis að horft
sé til þess hversu langt sé um
liðið og hvort viðkomandi hafi
snúið lífi sínu við. „Það er eins og
ákvæðinu um uppreista æru hafi
verið sópað undir borðið og ekkert
spáð í framhaldinu, því þessi heild-
arendurskoðun laganna í kjölfarið
skilur eftir sig bæði skerðingu á rétt-
indum og óvissu.“
Þó að Jóhanna telji ákvæðið hafa
verið afnumið í f lýti og hugsunar-
leysi, telur hún ekki líklegt, í ljósi
þess sem á undan er gengið, að það
rati aftur inn í löggjöfina. Mikilvægt
sé þó að leysa úr óvissunni, meðal
annars gagnvart þeim sem áður
hafa fengið uppreista æru.
„Hópur einstaklinga sem áður
hafði öðlast óf lekkað mannorð
sjálfkrafa eða hlotið uppreista æru
er nú í óvissu,“ segir hún. „Þegar
lagaákvæði eru túlkuð sem svo að
viðkomandi má ekki hafa hlotið
refsidóm, er horft á feril viðkom-
andi frá því hann varð 18 ára, óháð
því hvort hann hafi öðlast óflekk-
að mannorð í eldri tíð laga, því má
ætla að verið sé að beita afturvirkni
laga.“ ■
Mótmælin
haustið 2017
urðu til þess að
ríkisstjórnin féll.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Mikil óvissa eftir afnám uppreistrar æru
Arnar Þór Jónsson,
héraðsdómari
„Spurningin er hvort við viljum taka aftur við fólki inn
í samfélagið eða hvort búið sé að taka upp þá stefnu
að þeir sem hafa brotið af sér eigi aldrei afturkvæmt
inn í mannlegt samfélag,“ segir Arnar Þór, sem flytur
erindi á málþinginu. „Ég er talsmaður þess að við
styðjum fólk frekar til að koma aftur.“
Áður fyrr hafi brotamenn verið brennimerktir án
möguleika á að verða fullgildir meðlimir samfélags-
ins, með tilheyrandi eymd og félagslegum vanda-
málum.
„Ég tel ekki rétt að útiloka fólk alfarið út frá afbrotunum sjálfum,
heldur ætti að horfa á hvar einstaklingurinn er staddur í sinni
betrun,“ segir Arnar.
Helgi Gunnlaugsson,
prófessor í afbrotafræði
Helgi, sem
meðal annars
mun fjalla um
ítrekunartíðni,
segir hlutverk
viðurlaga-
kerfisins tvenns
konar. Annars
vegar að refsa
til að fæla fólk frá afbrotum og
hins vegar að endurhæfa og
betra fólk. „Þetta er að sumu
leyti mótsagnakennt og getur
grafið hvort undan öðru,“
segir hann.
Segir hann umræðuna um
uppreista æru mest megnis
snúast um kynferðisbrota-
menn. Afnám borgaralegra
réttinda væri í raun refsiauki,
líkt og löggjöf í Bandaríkjunum
og fleiri löndum um skrán-
ingar kynferðisbrotamanna.
„Sumir hafa talað fyrir þessari
leið hérna, en rannsóknir
erlendis frá sýna að skráningin
veitir falskt öryggi og geri við-
komandi aðeins útskúfaðri og
hættulegri,“ segir Helgi.
Nefnir hann að til dæmis
í Bretlandi hafi verið komið
á sérstökum stuðningsúr-
ræðum fyrir slíka brotamenn
er kallast Circles.
Mér finnst eðlilegt að
hvert tilfelli sé metið í
stað þess að fólk sé
útskúfað það sem
eftir er.
Jóhanna Ósk
Jónasdóttir,
laganemi
kristinnhaukur@frettabladid.is
KOSNINGAR Minnihluti Samfylk-
ingarinnar í Hafnarfirði harmar að
kjörstöðum hafi ekki verið fjölgað
í bænum. Kjörstaðir eru nú tveir,
Lækjarskóli og Víðistaðaskóli.
Samkvæmt Öddu Maríu Jóhanns-
dóttur, oddvita f lokksins, skortir
einna helst kjörstað í nýrri hverfum
í suðurhluta bæjarins, Völlunum og
Skarðshlíð.
„Vellirnir eru orðnir svo stórt
hverfi og okkur finnst eðlilegt
að bæta þar við kjörstað eða að
minnsta kosti bjóða upp á strætó-
ferðir fyrir kjósendur,“ segir Adda.
Bendir hún á að f lokkurinn hafi
ljáð máls á þessu frá því í forseta-
kosningunum árið 2016. Síðan hafa
farið fram tvennar alþingiskosn-
ingar, sveitarstjórnarkosningar og
aðrar forsetakosningar án fjölgunar
kjörstaða.
„Í eitt skipti var samþykkt að láta
skoða þetta en svo gerist ekki neitt.
Þetta er alveg ótækt,“ segir Adda.
5 nýjum kjörstöðum var bætt
við í Reykjavík fyrir alþingiskosn-
ingarnar og 4 fyrir forsetakosning-
arnar í fyrra. Eru þeir því orðnir 23
eða einn á hverja 6 þúsund íbúa.
Til samanburðar þá eru kjörstaðir í
Hafnarfirði einn á hverja 15 þúsund.
Samkvæmt greinargerð yfirkjör-
stjórnar frá árinu 2018 hafa kjör-
staðirnir tveir þjónað hlutverki
sínu vel. Strætisvagnaferðir væru
góðar og þeir sem lengst þyrftu
að fara á kjörstað myndu þurfa 20
mínútna ferð og 5 mínútna göngu.
Þá væru bílastæði næg á stöðunum.
Fjölgun kjörstaða myndi fylgja
aukinn kostnaður, en ekki þyrfti að
greiða leigu fyrir afnot af skólunum
tveimur.
Adda segist einfaldlega ekki
vera sammála höfundum greinar-
gerðarinnar, um að tveir kjörstaðir
séu nóg. Það séu íbúar Vallahverfis
ekki heldur. „Vallabúar hafa rætt
þetta og þeim finnst hverfið vera
afskipt. Ég hef fullan skilning á því,“
segir hún. ■
Vilja fleiri kjörstaði í Hafnarfirði
Enginn kjörstaður er í Vallahverfinu í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
10 Fréttir 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ