Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2021, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 11.09.2021, Qupperneq 20
Þessi hræðslu- áróður stenst ekki skoðun. Ólafur Arnarson n Í vikulokin En svo er það vissu- lega eitt að átta sig og annað að hafa hug- rekki í ógn- vænlegar breytingar. Við mælum með Eftirherman og skemmti­ krafturinn Sóli Hólm fer nú um helgina af stað með glæ­ nýja sýningu, Loksins eftir­ hermur í Bæjarbíó og kynnir til leiks ferska karaktera í bland við gamla og góða. bjork@frettabladid.is „Þetta verða auðvitað mínir „usual suspects“ en það eru nýir aðilar sem koma virkilega sterkir inn. Ég vil eiginlega ekki segja of mikið því ég vil að þetta komi á óvart. Sindri Sindrason, Helgi Björns og Kári Stef­ áns eru á plakatinu en það laumast fleiri óvæntir inn.“ Þær persónur sem lengst hafa fylgt Sóla í uppistandinu eru Pálmi Gunnarsson, Gylfi Ægis, Páll Óskar og Herbert Guðmundsson. „Pálmi var fyrsti frægi einstaklingurinn sem ég tók fyrir og Gylfi næstur. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður ætlar að henda þessum mönnum út finna þeir sér alltaf leið inn í prógrammið aftur,“ segir Sóli í léttum tón. „Eyvi verður alltaf að taka Nínu og Gylfi Ægis er bara mín Nína og Páll Óskar mín Álfheiður Björk. Þessir menn verða alltaf að vera með. Maður getur ekki sent fólk svangt út.“ Aðspurður um eftirlæti segir Sóli svarið einfalt, skemmtilegast sé að herma eftir þeim sem mest er hlegið að í það skiptið. „Þá æsist ég upp og geri þá persónu stærri og meiri. En það er skemmti­ legast að syngja eins og Páll Óskar Gylfi Ægis er bara mín Nína Sóli Hólm fer nú um helgina af stað með glænýja eftirhermusýningu í Bæjarbíó Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sóli kynnir í sýningunni til leiks nýja aðila sem hann segir koma virkilega sterka inn. og að tala eins og Gísli Einarsson. Svo hef ég alltaf gaman af því að taka eitthvað gott rant sem Herbert Guðmundsson. Þetta er eins og með börnin manns, maður elskar ákveðna eiginleika í þeim.“ Upphefð að hermt sé eftir þér „Ég sé strax hvort ég get hermt eftir einhverjum eða ekki, en til að ég fari með það á svið er tvennt sem þarf að ganga upp, það er að ég geti hermt eftir viðkomandi og að hann sé nógu frægur til að fólk kveiki á því. Ég á hundruð eftirherma af fólki sem enginn veit hver er. Það er lang­ skemmtilegast að herma eftir því fólki, enda alltaf gert í litlum hópi þar sem fólk þekkir vel til. Ég hermi aldrei eftir fólki fyrir framan það, eða reyni að gera það ekki, því mér finnst það óþægilegt. En þessir þekktu einstaklingar sem hafa ratað upp á svið til mín hafa allavega þóst hafa gaman af því og þótt það bara heiður. Enda ef það er hægt að herma eftir þér ertu með einhver einstök karaktereinkenni, ef ekki, þá leyfi ég mér að segja að þá sértu bara ekki nógu spennandi. Svo fólk ætti að taka því sem upphefð að hermt sé eftir því.“ Eins og fyrr segir er frumsýning um helgina í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Uppselt er á fyrstu sýningarnar en nýjar sýningar koma í sölu í vikunni inni á tix.is. „Svo má benda þeim sem vilja detta í það á að Ásinn fer alla leið að Bæj­ arbíói svo það er ekkert mál að taka strætó,“ segir Sóli léttur að lokum. n Eyvi verður alltaf að taka Nínu og Gylfi Ægis er bara mín Nína og Páll Óskar mín Álfheiður Björk. Andstæðingar þess að Ísland leiti eftir gjaldmiðilssamstarfi við ESB og/eða ljúki aðildarviðræðum, beita hræðsluáróðri máli sínu til stuðnings. Fullyrða þeir að smáríki megi sín lítils innan ESB sem fótumtroði full­ veldi þeirra. Betra sé því fyrir Ísland að standa eitt og „fullvalda“ en bind­ ast samtökum með evrópskum lýð­ ræðisþjóðum. Þessi hræðsluáróður stenst ekki skoðun. Fjórtán smáríki í Evrópu hafa tekið upp evru, átta með aðild að ESB en sex án aðildar. Utan ESB eru San Marínó, Andorra, Mónakó, Kósóvó, Svartfjallaland og Vatí­ kanið. Þessi ríki una hag sínum vel og líta á upptöku fjölþjóðlegs gjald­ miðils, sem tryggir stöðugleika og hagsæld til framtíðar, sem nauð­ synlegt skref til að styrkja fullveldi sitt. Bjarni Benediktsson eldri sagði á landsfundi Sjálfstæðisf lokksins 1969, þegar tekist var á um inn­ gönguna í EFTA: „Ef menn vilja einangrun, þá verða þeir að taka af leiðingum hennar og reyna þá hvorki gagnvart sjálfum sér né öðrum að hræsna með því að þeir séu hinir mestu framfaramenn. Þeir eru þvert á móti menn afturhalds og úrtölu. Einangr­ unin, sem nær hafði drepið þjóðina á löngum og þungbærum öldum, er þeim runnin svo í merg og bein, að þeir daga uppi sem nátttröll á tímum hinna mestu framfara. Vísindi og tækni nútímans og hagnýting þeirra er bundin þeirri forsendu, að víðtækt samstarf eigi sér stað. Þess vegna leita jafnvel stór­ þjóðirnar samstarfs hver við aðra, jafn stórar þjóðir sem smáar. Ef stór­ Hræðsluáróður einangrunarsinna á ekki að ráða þjóðunum er slíks þörf, þá er smá­ þjóðunum það nauðsyn. Ef aðrir, þeir sem okkur eru líkastir að menningu og efnahag, hafa svo góða reynslu, hví skyldum við þá óttast að reynsla okkar yrði önnur og lakari?“ Þeirri spurningu hefur verið varp­ að fram hvort krónan sé órjúfan­ legur hluti spillts valdakerfis sem noti gengissveif lur til að færa til stórfelld verðmæti í þágu valdhafa, eða þeirra sem að baki þeim standa, á kostnað almennings? Látum ein­ angrunarsinna ekki ráða för. n Gæði og einfaldleiki Sá sem heldur að einfaldleiki virki ekki vel í matreiðslu er á slæmum villigötum. Á La Primavera í Mars­ hallhúsinu eru gæði og einfaldleiki einmitt í fyrirrúmi. Við mælum með því að fá sér fisk þar í hádeg­ inu. Lúða og risotto voru á matseðl­ inum í vikunni, það var fullkominn réttur. Vissara er að panta borð því staðurinn er vinsæll. Gleði fyrir grindarbotnana Í Gaflaraleikhúsinu hafa þær hreiðr­ að um sig, Selma Björnsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Björk Jakobsdóttir, með gleði­, grín­, söng­ og gamanleikinn Bíddu bara. Verkið er ekki bara drep­ fyndið heldur einmitt fyndið því það er svo satt. Leikkonurnar sem leika sjálfar sig í verkinu ritskoða sig hressilega lítið, svo úr verður hláturs­ krampi yfir veruleika sem kynsystur þeirra geta flestar tengt við og önnur kyn hafa ábyggilega bæði gott og gaman af að kynnast. n Leikstjórinn Þorleifur Arnarsson er í helgarviðtali að þessu sinni en þar segir hann meðal annars frá því hvern­ig hann þurfti að endurhugsa stefnu sína og horfast í augu við að mögulega hefði metnaðurinn fengið of mikið pláss. Við nútímafólk sem ætlum að gera allt og helst allt í einu, getum líklega mörg tengt við þessa tilfinningu. Þegar metorðastigaklifrarar eru meira og minna korter í kulnun, reynandi að halda alltof mörgum boltum á lofti, í miðjum stiganum, er líklega kominn tími á að staldra við og pæla í stefnunni. Það er nefnilega hollt að hægja stundum örlítið á og skoða bæði veginn fram undan og að baki. Höfum við gengið hann til góðs eða er mögulega ráð að taka aflíðandi eða jafnvel skarpa beygju? En svo er það vissulega eitt að átta sig og annað að hafa hugrekki í ógnvænlegar breyt­ ingar. Vaninn er nefnilega oft sem þaulsetinn gestur sem bætir engu við partíið og má alveg skipta út fyrir eitthvað ferskara öðru hvoru. n Metnaðurinn BJORK@FRETTABLADID.IS 20 Helgin 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ 11. september 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.