Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 22

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 22
Þorleifur segir listamanninn innra hafa ráðið för svo lengi að einstaklingurinn sat á hakanum. Fréttablaðið/Eyþór Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson er kominn heim. Eftir að hafa elt drauminn í fimmtán ár komst hann að því þegar hann rættist, að það sem mann dreymir um um tvítugt er ekki endilega það sem hentar út ævina. Um liðna helgi var sýningin Rómeó og Júlía í leikstjórn Þorleifs loks frumsýnd, eftir eins og hálfs árs undirbúning. Þorleifur segir við- brögðin hafa verið frábær og það sannast þar sem við sitjum á kaffi- húsi í miðbænum og gestir óska honum til hamingju með uppsetn- inguna sem sé á allra vörum. Á liðnu ári gerði Þorleifur samn- ing við Þjóðleikhúsið um upp- setningu einnar sýningar á ári, næstu árin, en ljóst er að verkin verða að líkindum f leiri. Eftir að hafa starfað í stærstu leikhúsum Evrópu undanfarin ár, var Þorleifur ráðinn yfirmaður leiklistarmála hjá einu virtasta leikhúsi Þýskalands, Volksbühne í Berlín. Þangað hafði hann stefnt frá því hann útskrifaðist sem leikstjóri, en þegar á hólminn var komið og Þorleifur hafði gegnt stöðunni í rúmt ár, á tímum heims- faraldurs, þurfti hann að endur- skoða drauminn. Listamaðurinn Þorleifur hafði ráðið stefnunni svo lengi að ein- staklingurinn hafði látið í minni pokann. Hann sagði upp stöðu sinni og ferðaðist á milli leikhúsa í Evrópu þar sem hann sagði sig frá fjölmörgum verkefnum, þó að ein- hver hangi inni á næstu árum, og flutti heim með fjölskyldunni. Samvinnan stækkar sambandið Eiginkona Þorleifs, myndlistar- konan Anna Rún Tryggvadóttir, hannaði búninga í Rómeó og Júlíu ásamt Urði Hákonardóttur og hefur því mikið mætt á heimilislífinu undanfarið. „Ég næ stundum að stela henni inn í leikhúsið og það stækkar sambandið að geta unnið svona saman. Það er æðislegt, þó ég sé ekki viss um að sonur okkar sé sammála um það,“ segir Þorleifur og hlær. „Eldri sonur okkar sem er 17 ára hefur í raun tekið heimilishaldið að sér og aðstoðað mikið með þann sem er yngri, tíu ára. Hann steig inn; fór og verslaði í matinn, svæfði bróður sinn og svo framvegis. Þetta bjargaði okkur.“ Þorleifur og Anna Rún kynntust fyrir um þrettán árum síðan. „Hún var að heimsækja vinkonu sína, Elínu Hansdóttur, sem ég þekki, í Berlín. Þær sátu á mexíkóskum kokteilastað við götuna þar sem ég bjó. Það hefði aldrei hvarflað að mér að fara inn á þennan stað, en þar sem ég gekk fram hjá ásamt systur minni og mági sá ég Elínu inn um gluggann. Ég ætlaði að heilsa upp á hana en kom því varla að þegar ég sá manneskjuna við hlið hennar. Ég var algjörlega dolfallinn,“ segir Þorleifur um þennan fyrsta fund þeirra hjóna. „Tveimur dögum síðar samþykkti hún svo að hitta mig á stefnumóti. Ég sótti hana í matarboð, bauð henni í garð í Berlín þar sem er til- komumikið sovéskt minnismerki um sigurinn yfir Berlín. Það má því segja að ég hafi á fyrsta stefnumóti boðið henni í fjöldagröf enda eru um þrjú þúsund hermenn grafnir þarna.“ Sér til varnar bendir Þorleifur þó á að um sé að ræða einn fallegasta stað Berlínar. „Við áttum yndislegt kvöld og ákváðum að hittast dag- inn eftir, en þá kom vandræðalega deitið þar sem við nánast komum ekki upp orði. Þetta var að f losna upp þegar hún var að losa lásinn á hjólinu sínu og ég fékk skilaboð frá félaga mínum um að lausir miðar væru á Radiohead-tónleika í borg- inni. Ég leit því á hana og spurði hvort hana á langaði á Radiohead- tónleika og á þessum tónleikum urðum við kærustupar.“ Starfaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn Á þessum tíma var Þorleifur að ljúka Lætur ferilinn ekki lengur stjórna lífi sínu leikstjórnarnámi í Berlín og kominn með einhver atvinnutilboð úti, en leiðin lá heim þar sem listamaður- inn tók við starfi hjá Sjálfstæðis- flokknum. „Ég hef alltaf verið pólitískur en ekki endilega f lokkspólítískur. Þetta var rétt eftir Hrunið og vinur minn, sem var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, bauð mér starf. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort hann hafi verið alveg galinn, að fá einhvern brjálaðan listamann til liðs við sig, en ég held að á þessum tímapunkti, mitt í Hruninu, hafi verið gott að hafa einhvern alveg ótengdan pólitíkinni á svæðinu. Þetta var mjög erfitt fyrir Önnu,“ segir Þorleifur og hlær. En það voru fleiri sem voru hissa á þessu næsta skrefi listamannsins. „Á þessum tíma var bróðir minn fremstur í f lokki hjá aðgerðasinn- um, móðir mín var að vinna með Samfylkingunni, systir mín er í dag í stjórn leiklistarfélags Viðreisnar og pabbi var á sínum tíma kommún- isti. Svo umræðurnar yfir sunnu- dagssteikinni voru vægast sagt fjör- legar,“ rifjar hann upp í léttum tón. „En þarna skildi ég að ekkert er eins hollt og að þurfa að horfast í augu við fordóma. Ég hafði verið alinn upp við mikla andstöðu gagn- vart Sjálfstæðisflokknum. Vissulega er margt sem hægt er að gagnrýna í þeim flokki, en að vinna með fólk- inu þarna inni og fylgjast með því í ómögulegum aðstæðum er reynsla sem ég bý að bæði í lífinu og í list- inni. Ég sá skýrt að þrátt fyrir mis- munandi aðferða- og hugmynda- fræði eru flestar manneskjur, sama hvar þær standa í pólitík, að reyna sitt besta. Okkur hættir til að dæma þá sem eru okkur ekki sammála, á mórölskum forsendum fremur en að takast á hugmyndafræðilega. Það var mjög hollt fyrir mig að komast í þetta umhverfi akkúrat þegar ég var að klára skólann úti og byrja ferðalagið vitsmunalega og listrænt; að fara inn í umhverfi þar sem ég var að vinna með fólki sem ég hélt að mér myndi ekki líka við. Sem reyndist svo sannarlega ekki raunin. Í dag á ég miklu erfiðara með að vera reiður út í pólitíkusa, enda held ég að þetta starf sé ansi oft varla vinnandi vegur. Á þessum tíma snéri fólk líka mikið bökum saman og það var ákveðin sátt um grundvallarlínurnar, svipað og við upplifðum framan af í Covid. Það tel ég stuðla almennt að mikið betri pólitík.“ Komið að skuldadögum Talið berst að kosningunum fram undan og segist Þorleifur enn ekki hafa gert upp hug sinn og ólíkt því sem áður hefur verið, komi allt að fjórir möguleikar til greina. Hann er þó alveg með á hreinu hvað sé mikilvægasta málefnið, umhverfis- málin. „Stærsta málefnið fyrir kosningar hlýtur að vera sú staðreynd að við stöndum frammi fyrir mest aðkall- andi verkefni mannkynssögunnar og það er algjörlega heimatilbúið vandamál. Ég held að eldri kyn- slóðir megi prísa sig sælar að það sé ekki bara allt brjálað, enda er búið að liggja fyrir frá því á sjöunda áratugnum hvað myndi gerast ef CO2 yrði pumpað stanslaust út í umhverfið. Þetta er stóra lygin um að endalaust megi nota kreditkortið en reikningurinn komi aldrei. En nú bara er komið að skuldadögum og við verðum að taka ábyrgð á því bæði persónulega og pólitískt.“ Næsta sýning Þorleifs í Þjóðleik- húsinu, Án titils, fjallar um áföll og úrvinnslu þeirra, en málefnið er Þorleifi hugleikið. „Samkvæmt kenningum sálfræð- ingsins Jungs samanstendur sálin af skugga og ljósi. Áföll fara í skuggann sem aftengir þig áfallinu, en þar býr enginn umbreytingarmáttur. Síðan kemur að því að áfallið ryður sér leið frá skugganum yfir í ljósið og þá er katastrófan óumflýjanleg. Ég tel að þetta eigi við á bæði stórum sem smáum skala, í því persónu- lega sem og í hnattrænu samhengi. Hamfarahlýnun er tráma okkar kynslóðar sem ferðast nú úr skugg- anum yfir í ljósið. Og það er núna okkar verkefni að umbreyta katast- rófunni í lærdóm, frekar en að falla með henni niður í skuggann. Og því mun fylgja þjáning, rétt eins og í lífinu. Spurningin er alltaf hvernig unnið er úr þjáningunni.“ Hrokinn var minnimáttarkennd „Ég hætti að drekka mjög ungur,“ seg ir Þorleif ur, sem upplifði grunnskólagönguna sem hræði- lega raun og fór snemma að fikta við áfengisneyslu og síðar bættust harðari efni við. „Ég hefði alveg bókað fengið ADHD-greiningu í dag, en þó ekki sé lengra síðan var maður bara stimplaður sem vand- ræðaunglingur. Það gekk alveg svo langt að ég var rekinn úr Austur- bæjarskóla fyrir að slást við skóla- stjórann. Mamma fann kennara á eftirlaunum sem heitir Pálína og bjó í Hamraborginni, til að taka mig upp á sína arma.“ Í hálft ár lærði Þorleifur því í Hamraborginni eða þar til hann byrjaði í Álftamýrarskóla. Erfið- leikarnir héldu þó áfram í nýja skólanum þar sem aftur átti að reka Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Mér finnst þegar ég horfi til baka að ég sé að tala um tvo menn. Ég skil ekki hvernig ég lifði af með svona ofboðslegan sársauka. Ég ætlaði að heilsa upp á hana en kom því varla að þegar ég sá manneskj- una við hlið henn- ar. 22 Helgin 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.