Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 30
Í krísum er mikilvægt að halda ró sinni svo ég beið eftir rétta tímanum til að yfirgefa skólastof- una. George Bush Dick Cheney og Colin Powell sitt hvoru megin við for- setann og Rumsfeld sést til hægri. Fundur í Camp David þann 15. september 2001. Richard A. Clarke mætti fyrir þingnefnd til að fara yfir hvernig öryggisstofnanir Bandaríkjanna brugðust þjóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Osama Bin Laden í viðtali í ágúst árið 1998 þar sem hann útskýrði af hverju hann hefði lýst yfir stríði gegn Bandaríkjunum. Starfslið Bush kom upp starfsstöð í skólanum í Flórída til að reyna að fá upplýsingar um árásirnar. Til vinstri má sjá Andy Gray, starfsmannastjóra Hvíta hússins. Leyfi til að skjóta niður farþegavél Cheney lýsti atburðarásinni ágæt­ lega sjálfur í Meet the Press þann 16. september 2001, en leyniþjónusta Bandaríkjanna tilkynnti honum að grunur væri á að farþegaflugvél stefndi á Hvíta húsið. Skömmu síðar fékk hann upp­ lýsingar um að f lugvél hefði verið flogið á byggingu varnarmálaráðu­ neytisins. Algjör glundroði átti sér stað innan veggja Hvíta hússins og var upphaf lega talið að sex f lug­ vélum hefði verið rænt. Cheney segist hafa fengið leyfi til að skipa f lughernum að skjóta niður far­ þegaflugvélar. Títtnefndur Richard Clarke var einnig í neðanjarðarbyrginu og lýsti því vel í samtali við PBS að Cheney hefði mælt með því að skjóta niður farþegaflugvélar ef þær vélar væru undir stjórn hryðjuverkamanna og stefndu í átt að þýðingarmiklum skotmörkum eins og þinghúsinu eða Hvíta húsinu. Ekki langt frá var farþegaflugvél sem talin var stafa ógn af og gaf Cheney skipun um að skjóta hana niður. Skömmu síðar hvarf hún af ratsjá og skelfing greip alla sem voru í neðanjarðarbyrginu þar sem óvissa ríkti um hvort f lugherinn hefði skotið niður farþegaflugvél eða ekki. Flugvélin var United Air­ lines 93 en farþegar reyndu að ná vélinni úr höndum hryðjuverka­ manna og brotlenti hún í Pennsylv­ aníu. Cheney hélt um stund að hann bæri ábyrgð á að vélin hefði verið skotin niður. Ringulreið í ráðuneytinu Óttast var að utanríkisráðuneytið væri mögulegt skotmark. Colin Powell, utanríksráðherra Banda­ ríkjanna, var í Lima í Perú, og var því Richard Armitage aðstoðarutan­ ríkisráðherra starfandi utanríkis­ ráðherra. Illa gekk að koma upp­ lýsingum til Powells þar sem allar símalínur lágu niðri, en hann fór samstundis í flug til Bandaríkjanna. Ringulreiðin var algjör í utanrík­ isráðuneytinu að sögn Armitage, en meðan á þessu stóð heyrðist hávær hvellur fyrir utan ráðuneytið sem skapaði mikinn ótta á meðal starfs­ manna. Skömmu síðar greindi sjónvarps­ stöðin CNN frá því að bílsprengja hefði sprungið fyrir utan utanrík­ isráðuneytið, en það reyndist hins vegar rangt. Bush var eins og frægt er staddur í grunnskóla á Flórida á meðan Cheney stýrði aðgerðum úr Hvíta húsinu. Rice hringdi í Bush og lét hann vita að flugvél hefði flogið inn í norðurturn Tvíburaturnanna. Á þeim tíma var talið að um litla flug­ vél og slys væri að ræða. Bush hélt heimsókn sinni áfram og settist inn í skólastofu á meðan starfsfólk Bush óskaði eftir að fá sjónvarp fært inn í aðra skólastofu. Starfsmenn Bush sáu þar seinni flugvélina fljúga inn í suðurturninn, eins og meirihluti bandarísku þjóðarinnar. Forseti Bandaríkjanna var á þess­ um tíma á meðal örfárra sem vissu ekki að seinni farþegaflugvélinni hefði verið f logið inn í suðurturn­ inn. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, tók málin í sínar hendur: Gekk að forsetanum og hvíslaði í eyra hans að önnur flugvél hefur flogið inn í hinn turninn og að ráðist væri á Bandaríkin. „Og ég var að horfa á barn lesa,“ rifjaði Bush upp í viðtali hjá BBC fyrr í þessum mánuði. „Svo sá ég blaðamennina aftast í herberginu byrja að fá sömu skilaboð ég var að fá. Ég sá óttann í andlitum þeirra. Í krísu er mikilvægt að halda ró sinni svo ég beið eftir rétta tímanum til að yfirgefa skólastofuna. Ég vildi ekki gera neitt of dramatískt,“ sagði Bush enn fremur. Forsetinn hafður í loftinu Bush hóf ásamt starfsliði sínu sam­ stundis störf, í skólastofu fjarri blaðamönnum og reyndi hann að komast að því símleiðis hvað væri í gangi. Bush var síðan fluttur í for­ setaflugvélina sem var haldið á lofti á meðan hættan leið hjá. Höfuðstöðvar leyniþjónustunnar (CIA) í Langley voru rýmdar í var­ úðarskyni. Örfáir starfsmenn voru eftir í höfuðstöðvunum til að halda nauðsynlegri starfsemi áfram. Meðal þeirra var Gary Schroen, starfsmaður leyniþjónustunnar frá 1970 til 2002. „Við stóðum svona þrjátíu saman og horfðum á seinni f lugvélina lenda á suðurturninum og allir sögðu: Þetta er Bin Laden,“ sagði Schroen í viðtali við PBS árið 2008. John McLaughlin, aðstoðar­ forstjóri CIA árin 2000 til 2004, sagði leyniþjónustuna hafa verið í hefndarhug frá fyrstu mínútu. „Við vorum í stríði við Al­Kaída og þeir unnu stórsigur þennan dag,“ sagði McLaughlin. Allir höfðu Bin Laden í huga, en það var George Tenet, forstjóri CIA, sem fyrstur kom þeim upplýsing­ um á f lug meðal öryggisstofnana Bandaríkjanna að árásin hefði verið framkvæmd af Al­Kaída og Osama Bin Laden. Augun beindust að Bin Laden Nær allar upplýsingar frá öryggis­ stofnunum Bandaríkjanna fóru í gegnum Condoleezzu Rice. Síðdegis þann 11. september hringdi Rice í Sir Christopher Meyer, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, þar sem þau báru saman bækur sínar og sammæltust um að Bin Laden væri á bak við árásina. Meyer greindi hins vegar frá því í viðtali að Rice hefði sagt við hann að það þyrfti að skoða hvort Írak ætti þátt í þessu. Hugmynd sem hafði f ljótlega eftir árásirnar farið á milli manna í Bush­stjórninni og komið Meyer í opna skjöldu. Hug­ myndin fæddist í varnarmálaráðu­ neyti Rumsfelds en James Bamford, höfundur, A Pretext for War, sagði að Rumsfeld hefði verið farinn að tala við samstarfsfólk sitt um möguleg tengsl Saddams Hussein við hryðjuverkin á meðan varnar­ málaráðuneytið stóð enn í ljósum logum. Á símafundi milli Wolfowitz og Cheneys stakk sá fyrrnefndi upp á að Bandaríkin skoðuðu hefndarað­ gerðir gegn Írak. Cheney og Rums­ feld áttu sambærilegt samtal við Bush, þar sem þeir hvöttu hann til aðgerða gegn löndum sem hefðu hjálpað Al­Kaída, eins og til dæmis Írak. Richard Perle, pólitískur ráðgjafi Bush varðandi öryggismál, hringdi síðdegis í David Frum, ræðuhöfund forsetans, og ýtti á orðalag sem opn­ aði á möguleikann á að fara í stríð við ríki, en ekki bara hryðjuverka­ menn. Perle var á þessum tíma, eins og varnarmálaráðuneytið, með Írak í huga. Þegar Bush kom aftur í Hvíta húsið um klukkan 19.00 að staðar­ tíma var fyrsta uppkast ræðunnar tilbúið. Orðalag Perle náði í gegn og á stuttum fundi, áður en forsetinn fór í beina útsendingu, spurði Rice forsetann hvort það væri tímabært að segja þessi orð svo snemma. Bush spurði Rice hvað henni fyndist um að halda þessum orðum inni, en samkvæmt Dan Balz, blaðamanni The Washington Post, sagði Rice: „fyrstu stundirnar telja mest og við eigum að halda þessum orðum inni.“ Opnað á mögulega árás á Írak Klukkan hálf níu að staðartíma fluttu allar sjónvarpsstöðvar Banda­ ríkjanna ávarp forsetans til þjóðar­ innar þar sem orðin héngu inni: „Við munum ekki gera neinn greinarmun á hryðjuverkamönnum sem stóðu að baki árásinni og þeim sem hýsa þá.“ Orðalagið eitt og sér var nægilegt til þess að gefa nýfrjálshyggjuvæng ríkisstjórnarinnar þau vopn sem þurfti til að opna á mögulegt stríð gegn Írak. Powell kom frá Perú að nóttu til og fór samstundis á fund með for­ setanum og herforingjaráði Banda­ ríkjanna. Powell vildi mynda bandalag með öðrum ríkjum og vinna eftir diplómatískum leiðum. Nokkuð sem var ekki á dagskrá hjá Rumsfeld og Cheney. Margverðlaunaði blaðamaðurinn Bob Woodward skrifaði í bók sinni Bush at War, að Rumsfeld hefði sagt á fundinum að þetta væri tækifærið til að ráðast inn í Írak. Powell svar­ aði Rumsfeld með því að óvinurinn væri Al­Kaída og „við vitum hvar Bin Laden á heima (Afganistan).“ Bush fylgdi Powell að málum í fyrstu og hringdi í Tony Blair, þáver­ andi forsætisráðherra Bretlands, að morgni 12. september. Bretar voru fúsir til að taka þátt í aðgerðum Bandaríkjanna gegn Al­Kaída, svo lengi sem þær væru hnitmiðaðar. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hóf kvöldið áður undirbúning fyrstu aðgerða gegn Al­Kaída. J. Cofer Black, sem var yfir hryðjuverkadeild leyniþjónustunnar (CTC), sagði í samtali við PBS að leyniþjónustan hefði unnið að þessu árum saman. „Á meðan allir voru að leita að kort­ um sínum af Afganistan vorum við tilbúin.“ Slæm reynsla í Afganistan Black hélt kynningu fyrir Bush þar sem hann að lofaði að setja „hausa á spjót“ og hefna fyrir hönd Banda­ ríkjanna. Bush er sagður hafa verið ánægður með aðgerðirnar, á meðan Cheney reyndi að ýta aðgerðunum frá leyniþjónustunni og að hernum, sem var undir stjórn Rumsfelds. Herinn var hins vegar gripinn með buxurnar á hælunum og var ekki tilbúinn til að gera innrás í Afganistan. Í augum hersins, eins og Thomas Ricks blaðamaður Wall Street Journal lýsti því, var Afgan­ istan staðurinn þangað sem heims­ veldi fara til að láta niðurlægja sig, byggt á reynslu Sovétríkjanna á átt­ unda áratugnum. Bush ák vað að ley fa leyni­ þjónustunni að hefja stríðið gegn hryðjuverkum og var herinn settur í aftursætið. Leyniþjónusta flaug til Afganistan með milljónir Banda­ ríkjadala í seðlum og byrjaði að kaupa hollustu hjá lénsherrum í Afganistan til að berjast gegn Al­ Kaída í norðurhluta landsins. Herinn gerði síðan innrás inn í Afganistan 7. október. Árið 2003, eftir fjölmargar lygar um tilvist gereyðingar­ og efna­ vopna, fengu Rumsfeld og Cheney ósk sína uppfyllta þegar Bandaríkin réðust inn í Írak. Í dag eru tuttugu ár síðan árásin var gerð á Tvíburaturnana. Hundr­ uð þúsunda hafa í framhaldi glatað lífi sínu í stríðum Bandaríkjanna, þar á meðal fjölmargir saklausir borgarar. Talíbanar hafa nú aftur náð völdum í Afganistan og reynsla Bandaríkjanna virðist vera svipuð reynslu Sovétríkjanna. Afganistan er landið þangað sem stórveldi fara til að láta niðurlægja sig. n 30 Helgin 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.