Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 31
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 11. september 2021
BL+ COMPLEX vinnur gegn öldrun húðar með því að vernda kollagenbirgðir, örva nýmyndun kollagens og styrkja varnarlag húðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
30 ára rannsóknir að baki BL+
BL+ COMPLEX, sem inniheldur einstaka örþörunga og kísil Bláa Lónsins, er byltingarkennt
innihaldsefni og kjarninn í nýju BL+ húðvörulínunni, sem vinnur gegn öldrun húðar. 2
Eliza Reid við setningu hátíðarinnar.
Hún tekur þátt í pallborðsumræðum
í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
johannamaria@frettabladid.is
Í dag, laugardag, er lokadagur
Bókmenntahátíðar. Ýmislegt hefur
verið brallað og margt spennandi
komið upp úr pokahornum höf-
unda, útgefenda, bókmenntafræð-
inga og tengdra fagaðila. Ýmislegt
verður garfað í dag.
Á hádegi eru pallborðsumræður
í Norræna húsinu þar sem sögur af
jaðrinum verða ræddar, hver mega
segja þær og hvernig má setja þær
fram. Leila Slimani, Nina Wähä
og Bergþóra Snæbjörnsdóttir hafa
allar fjallað um fólkið á jaðrinum.
York Underwood stjórnar pall-
borðinu.
Sjálfsmynd Íslendinga í bók-
menntum og annað sjónarhorn, er
heiti á pallborðsumræðum í Nor-
ræna húsinu klukkan 13.00. Bók-
menntalandið Ísland er tekið til
skoðunar og tenging bókmennta
við sjálfsmynd þjóðarinnar.
Kristof Magnússon, Eliza Reid,
Joachim Schmidt, Egill Bjarnason
og Mao Alheimsdóttir ræða um
þetta málefni undir stjórn Hall-
dórs Guðmundssonar.
Fótbolti og djamm
Margt fleira er á dagskrá, en síst má
missa af viðureign útgefenda og
rithöfunda í knattspyrnu sem fer
fram á KR-vellinum að Meistara-
völlum. Um er að ræða æsispenn-
andi hefð sem má aldrei rjúfa.
Bókaballið er svo ómissandi
lokahnykkur Bókmenntahátíðar.
Ballið er haldið í Iðnó klukkan
21.00 og mun tónlistarkonan
Steinunn Eldflaug Harðardóttir
þeyta skífum undir nafninu dj.
f lugvél og geimskip. ■
Bókmenntabolti
og skrudduball
Heilbrigð melting er
grunnur að góðri heilsu
Heilsan er dýrmætust
www.eylif.is