Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 32

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 32
„BL+ er ný húðvörulína frá Blue Lagoon Skincare sem byggir á vísindum, virkni og sjálfbærni. Húðvörulínan vinnur gegn öldrun húðar og kom á markað í febrúar 2021, en við erum fyrir með tvær línur undir vörumerki Blue Lagoon Skincare: spa-línu og meðferðar- vöru línu,“ segir Ása Brynjólfsdótt- ir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins. „Við hófum vöruþróun 1993, meðferðarvörulínan var upp- hafið, en þegar fólk fór að baða sig í lóninu fann það að lónið hafði góð áhrif á húðina. Þetta vakti áhuga vísindamanna og húðlækna og þá hófust rannsóknir til að skilja áhrifin betur,“ segir Ása. „Rann- sóknir sýndu að böðun í Bláa Lóninu hafði góð áhrif á húðsjúk- dóma eins og psoriasis. Í kjölfarið opnuðum við Lækningalind og fólk byrjaði að koma í lækninga- meðferðir sem byggja á böðun í lóninu. En fljótlega hófust vanga- veltur um hvernig væri hægt að flytja áhrif Bláa Lónsins heim til fólks. Við fórum að þróa húðvörur sem studdu við meðferð Lækninga- lindarinnar og þannig urðu fyrstu vörurnar til, en það voru kísill og rakakrem,“ segir Ása. „Í framhaldi af meðferðarvöru- línunni þróuðum við svo spa-línu sem inniheldur meðal annars fjórar gerðir af andlitsmöskum, en hver þeirra er fulltrúi eins af lykil- hráefnunum sem við finnum hér í lóninu og umhverfi þess,“ segir Ása. „Þau eru kísill, örþörungar, jarðsjórinn sjálfur og öll steinefnin sem eru í honum.“ Rannsóknir sýna virkni gegn öldrun húðar „Rannsóknir á jarðsjónum, sem kemur hér af 2.000 metra dýpi og myndar lónið, hafa leitt í ljós að hann inniheldur einstök lífvirk efni, kísil og blágræna örþörunga sem vinna gegn öldrun húðar- innar. Þetta eru mjög merkilegar niðurstöður og hefur Bláa Lónið fengið útgefin einkaleyfi sem byggja á þessu rannsóknum. Einkaleyfi fæst einungis gefið út ef um nýjar uppgötvanir er að ræða og staðfestir hve einstök okkar lífvirku innihaldefni, kísillinn og örþörungarnir, eru til notkunar í húðvörur,“ segir Ása. „Við höfum þróað nýtt inni- haldsefni, sem nýtir einkaleyfi okkar á kíslinum og örþörungun- um og vinnur gegn öldrun húðar. Við þróun og hönnun á þessu nýja innihaldsefni, sem við köllum BL+ COMPLEX, notum við nýjustu tækni, svokallaða fosfólípíðferju, til að koma virku efnunum djúpt niður í húðlögin þar sem þau getað miðlað virkni sinni sem best,“ útskýrir Ása. „Innihaldsefni BL+ COMPLEX örva náttúru- legt ferli húðar til framleiðslu á kollageni, sem er mjög mikilvægt byggingarefni í húðinni, og draga líka úr framleiðslu á ensími sem brýtur niður kollagenið vegna geisla sólar. Innihaldsefnin draga þannig samtímis úr niðurbroti kollagens og auka nýmyndun þess, sem heilt yfir stuðlar að betri kollagenbúskap. Auk þess sem þau styrkja efsta varnarlag húðarinnar. Þetta eru eiginleikar sem er eftir- sóknarvert að hafa í vörum sem vinna gegn öldrunareinkennum húðar. Kollagenbúskapurinn minnkar upp úr tvítugu og því er mikilvægt að hugsa vel um húðina og beita fyrirbyggjandi ráðstöfunum til að verja og næra húðina. Efsta varnar- lag húðarinnar þynnist líka með aldrinum og þá getur hún orðið þurrari, viðkvæmara fyrir mengun og bakteríusýkingum,“ segir Ása. „Lausnin við þessu er því að vernda húðina með góðum húðvörum, sem byggja hana upp og verja hana fyrir skemmdum sólarinnar, sem er helsti óvinurinn þegar kemur að öldrun húðarinnar.“ Byltingarkennd nýjung „BL+ COMPLEX er byltingarkennd nýjung sem leikur lykilhlutverk í nýju BL+ húðvörulínunni okkar gegn öldrun húðar. Fyrri hluta þessa árs settum við á markað fyrstu vöruna, BL+ The Serum, sem hefur hlotið frábærar viðtökur og erum því spennt að kynna nú til leiks nýja vöru í línunni, en það er augnserum, BL+ Eye Serum,“ segir Ása. „BL+ COMPLEX fæst eingöngu í BL+ húðvörunum sem gerir þær einstakar á heimsvísu. Augnserumið er þróað sér- staklega fyrir viðkvæmt augn- svæðið, en þar er húðin þynnri og þar sjáum við oft fyrstu merki öldrunar og þreytueinkenna svo sem dökka bauga, þrota og fínar línur,“ segir Ása. „Þetta er áhrifarík vara sem gefur góðan raka, frískar, vinnur á fínum línum, dökkum baugum og dregur úr einkennum þrota og þreytu. Hún inniheldur hinn einstaka BL+ COMPLEX, jarðsjó Bláa Lónsins og önnur þekkt virk innihaldsefni svo sem andoxunarefnið C-vítamín og lakkrísrót sem dregur úr dökkum baugum, hýalúrónsýru sem hefur rakagefandi áhrif og koffín sem dregur úr þrota. Augnserumið kemur með rúllu sem gefur strax kælandi áhrif,“ segir Ása. „Rúllan gerir vöruna þægilega og skemmtilega í notkun. Niðurstöður klínískra prófana á augnseruminu, sem framkvæmdar voru af húðlæknum, sýndu að eftir fjögurra vikna notkun dró það úr þrota, dökkum baugum, bætti þéttleika húðar, dró úr dýpt hrukkna og jók rakastig húðar- innar, en þetta eru virkilega flottar niðurstöður,“ segir Ása. Frábærar viðtökur og verðlaun „BL+ hefur hlotið góðar við- tökur og vakið athygli í mörgum af stærstu miðlunum sem tengjast húðvörumarkaðnum erlendis,“ segir Ása. „Fyrsta varan, BL+ The Serum, hlaut Elle Green Beauty Star 2021 verðlaunin, en þau verð- laun hljóta aðeins nýjar vörur á húðvörumarkaði sem hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir virkni og áherslu á sjálfbærni. Þetta gerir okkur gríðarlega stolt og þakklát, enda höfum við gæði og sjálfbærni að leiðarljósi í allri okkar vinnu,“ segir Ása. „Við viljum standa fyrir vísindi, virkni og sjálfbærni og byggjum alla okkar þróun á þeirri hugmynda- fræði.“ Stenst ströngustu staðla „BL+ The Serum og BL+ Eye Serum eru COSMOS NATURAL vott- aðar af Ecocert Greenlife, sem er alþjóðlegur og viðurkenndur vottunaraðili. Þetta staðfestir að innihaldsefni húðvaranna séu af endurnýjanlegum og ábyrgum uppruna, rekjanleg, vegan og laus við erfðabreytt efni og ilmefni,“ segir Ása. „BL+ umbúðir eru 92% plastlausar, endurvinnanlegar og COSMOS-vottaðar, einnig notum við eingöngu FSC-vottaðan pappír. Vörurnar eru í glerflösku, sem er sérstaklega hönnuð til að verja vöruna fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar, það tryggir gæði og lengir líftíma vörunnar. Þarna erum við að fylgja staðli sem er þekktur um allan heim og gerir kröfur um umhverfisvæna framleiðslu, öryggi, ábyrgð og sjálfbærni í þróun húðvara,“ segir Ása. „Það er mjög mikil viðurkenn- ing að fá þessa vottun, markhópur BL+ húðvörulínunnar eru karlar og konur 30 ára og eldri sem sækjast eftir virkum hágæða vörum sem byggja á vísindum og framleiddar eru á ábyrgan hátt með velferð neytenda og náttúru að leiðarljósi.“ Áhersla á sjálfbærni „Flestir þekkja Bláa Lónið sem heilsulind og eitt af 25 undrum veraldar, en færri vita að Bláa Lónið á að baki þessa 30 ára rannsókna- sögu á náttúruauðlindinni. Lónið er einstakt á heimsvísu hvað varðar fjölnýtingu á auðlindastraumum sem verða til við jarðvarma- vinnslu,“ segir Ása. „Í Svartsengi erum við með þróunarsetur þar sem við höfum byggt upp einstaka hráefnavinnslu og þróað aðferðir til að nýta jarðsjóinn og lífvirku inni- haldsefnin í snyrtivörur á umhverf- isvænan og sjálfbæran hátt. Sem dæmi kolefnisjöfnum við alla okkar starfsemi með ræktun skóga og ræktun örþörunga. Bláa Lónið er brautryðjandi í því að nýta koltvísýringsríkt jarðvarmagas til ræktunar örþörunga í húðvörur. Við fóðrum örþörungana okkar á jarðvarmagasi, hann umbreytir því í lífmassa, sem við vinnum lífvirk efni úr til notkunar í húðvörur, og losar frá sér súrefni,“ útskýrir Ása. „Þetta er einstakt ferli og mikil- væg þekking sem við höfum aflað okkur á þessu sviði í vegferð okkar að þróun umhverfisvænna lausna og undirstrikar áherslu okkar á sjálfbærni og ábyrga nýtingu nátt- úruauðlinda.“ ■ Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Ása segir að BL+ COMPLEX sé afrakstur af um 30 ára rannsóknarvinnu hjá Bláa Lóninu og hafi einstaka virkni á húðina. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR BL+ COMPLEX er byltingarkennd nýjung frá Bláa Lóninu sem leikur lykilhlutverk í nýju BL+ húðvörulínunni sem er að koma á markað. MYND/AÐSEND Augnserumið er þróað sérstaklega fyrir viðkvæmt augn- svæðið, en þar er húðin þynnri og þar sjást oft fyrstu merki öldrunar og þreytueinkenna. MYND/AÐSEND 2 kynningarblað A L LT 11. september 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.