Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 38

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 38
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656. „Þegar börnin voru orðin tvö fann ég sterka löngun til að vera meira heima og til staðar. Ég vildi geta farið með börnin að morgni í leik­ skóla og skóla, og borðað kvöldmat með fjölskyldunni, en vinnu­ tíminn í f luginu býður ekki upp á slíkt,“ segir Emilía Björt sem sýtir það ekki að hafa snúið baki við flugmannsdraumnum. „Nei, því ég eignaðist óvænt nýjan draum í pípulögnunum. Ég á samt örugglega eftir að klára einkaflugmanninn og fljúga mér til gamans seinna meir.“ Emilía hafði líka reynt fyrir sér í viðskiptafræði í háskólanum en fann sig ekki í náminu. „Ég hef hins vegar alltaf haft gaman af öllu verklegu, og fyrir hvatningu og með hjálp góðrar vinkonu sem er rafvirki fór ég að skoða hvaða verknám mér hugn­ aðist að læra. Þar hafði líka áhrif að við hjónin keyptum okkur íbúð sem við gerðum upp sjálf og því var mér hugleikið hvað fólk getur gert sjálft þegar kemur að iðnaðar­ verkum heima. Mér fannst líka ótvíræður kostur að mennta mig í starfi sem væri traustur starfsvett­ vangur til framtíðar, því fólk mun án efa alltaf þurfa hjálp við þetta tvennt; rafmagn og vatn, og úr varð að ég ákvað að fara í píparann.“ Strax tekið fagnandi í karlaheimi Emilía Björt er nú á átján mánaða verknámssamningi hjá Veitum og hyggst ljúka náminu á fimm önnum. „Við erum þrjár kvensur í skól­ anum núna og hjá Veitum vinn ég með tveimur stelpum sem hafa lokið náminu. Þegar ég byrjaði í pípulagninganáminu hugsaði ég með mér að ég yrði í kannski eina konan á leið í þekkt karlastarf, en ég hef aldrei fundið fyrir því að vera í minnihluta innan um strákana. Þvert á móti var mér strax tekið fagnandi og ég boðin velkomin í hópinn,“ greinir Emilía frá. Hún kunni vart að halda á hamri þegar hún byrjaði í náminu. „Það kom ekki að sök því þótt ég kynni ekkert til að byrja með ríkti strax skilningur á því að ég væri jú að læra og allir voru fúsir að kenna mér réttu handtökin. Ég hef því aldrei fengið á tilfinninguna að ég ætti ekki heima í pípulögnunum heldur fannst mér námið strax eiga vel við mig.“ Klósettvinnan er hreinleg Emilía Björt hvetur stelpur og konur til að læra pípulagnir, enda sé mikill skortur á pípulagningar­ mönnum á Íslandi, yfrið nóg sé að gera og hægt að hafa mjög gott upp úr krafsinu. „Mörgum hrýs hugur við því að vinna við klósett og klósett­ lagnir en það er nú minnsta mál og kom mér á óvart hversu hreinleg sú vinna er. Sjálf hafði ég séð mig fyrir mér bograndi yfir skítugum klósettum með svokallaðan „plumber“ eða rassskoruna upp úr buxnastrengnum, en þetta er ekki sama skítavinnan og fólk heldur. Pípulagnir snúast um svo margt fleira og maður getur sérhæft sig í því sem manni þykir mest spenn­ andi í faginu,“ segir Emilía. Þessa dagana vinnur hún við stofnlagnir á vegum Veitna og nýtur þess í botn að leggja nýtt inntak í hús og standa í alls kyns viðgerðum á kalda vatninu utan­ húss. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf og kostir þess svo margir. Það er alls ekkert bara fyrir karla að vera píparar, heldur hentar það konum einmitt mjög vel. Við þurfum ekki að vera sturlað sterkar til að vinna við pípulagnir því með réttum verkfærum lærum við að nota þau við öll okkar verk. Þar að auki vinna oft tveir og tveir saman,“ upplýsir Emilía. Hún undrast að fleiri konur leggi ekki pípulagnir fyrir sig. „Þetta er nefnilega líka skapandi fínvinna þar sem við teiknum og leggjum lagnakerfi sem er eins og að dúlla sér við að púsla legó­ kubbum saman. Þá er skemmtileg pæling að setja upp lagnagrindur og oft lítið pláss til að koma lögnum fyrir í húsum og þá kemur sér vel að vera nettur og komast alls staðar fyrir,“ segir Emilía. Að námi loknu, og þegar hún hefur safnað sér meiri starfs­ reynslu í faginu, á Emilía Björt sér draum um að stofna sitt eigið pípu­ lagningafyrirtæki. „Það hentar konum með börn að vera í slíkum rekstri því þá geta þær stjórnað tíma sínum betur en í öðrum störfum en samt verið með góð laun. Skemmtilegast finnst mér þegar allt gengur upp og ég sé afrakstur verksins. Til dæmis þegar ég er búin að setja saman fallega grind og hleypa vatninu aftur á, og það lekur ekki lengur og allt virkar betur en áður. Verkefni pípara eru svo marg­ vísleg og mér finnst líka gaman að grafa holur til að finna lagnir, eða snitta rör og sjóða saman í róleg­ heitum og yfir góðri tónlist á verk­ stæðinu. Það er sannarlega í mörg horn að líta hjá píparanum og þetta er fjölbreyttasta starf sem ég hef unnið.“ ■ Emilía Björt hvetur stelpur til að læra pípulagnir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Halla Kjartansdóttir, sveita- stúlka úr Flóanum, ákvað upphaflega að læra til múrara til að spara sér stórfé á múrverksvinnu heima. Hún segir æfinguna skapa meistarann í múriðn eins og öðru. „Það hvarflaði fyrst að mér að verða múrari þegar ég sá hvað ég þyrfti að láta gera mikið múr­ verk fyrir húsið mitt. Þegar ég fór að reikna dæmið til enda sá ég í hendi mér að ég hefði aldrei efni á því nema að læra hreinlega til múrara sjálf,“ segir Halla sem nú er nemi á samningi í múraraiðn. Halla er sveitastúlka úr Flóanum og hafði lokið háskólagráðu í nátt­ úrufræði við Landbúnaðarháskóla Íslands áður en hún vatt kvæði sínu í kross og ákvað að gerast múrari. „Eftir á að hyggja hefði ég átt að sleppa háskólanum og fara beint í múrarann, en ég fattaði ekki þá að það hentaði mér. Það vantar líka fagfólk í f lestar iðngreinar og ef fólk ætlar sér að byggja hús eða eignast húsnæði einhvern tímann á ævinni, myndi ég alltaf mæla með námi í húsasmíði, múrverki, pípulögnum eða rafvirkjun því það er hægt að gera svo margt sjálfur ef maður kann grunn­ atriðin. Frábært starf fyrir konur Halla lærði bókleg og verkleg fög í múraranáminu við Tækniskólann á Skólavörðuholtinu og er nú á samningi hjá múrarameistara á Selfossi. „Eftir að ég byrjaði í náminu var ég strax komin í ýmis verkefni við múrverk, aðallega við að flísa­ leggja og múra kanta, tröppur og steypuvinnu. Það virðist enginn skortur á verkefnum fyrir múrara og alltaf þörf fyrir góða múrara,“ segir Halla sem hefur líka nýtt námið við múrverkefni heima í Flóanum. „Þegar ég var búin að kynnast efniviðnum og verkfærunum, og verklaginu við starfið, lék þetta ágætlega í höndunum á mér. Ég hafði aldrei komið nálægt múr­ verki áður svo það var ótalmargt að læra en þetta kom fljótt og gekk vel,“ segir Halla. Henni finnst alltaf gaman í múr­ vinnunni. „Já, þetta skemmtilegt starf og algjörlega frábært fyrir konur, bæði fjölbreytt vinna og hægt að velja um verkefni sem hæfa áhugasviði manns. Maður þarf heldur ekkert frekar að fara í ræktina því vinna múrarans er líkamleg og gerir mann hraustan. Það eru þó engin rosaleg átök og ætti alls ekki að vaxa konum í augum þótt stöku sinnum þurfi að rogast með 25 kílóa sements­ poka. Maður lærir f ljótt réttu vinnubrögðin í faginu og að beita líkamanum rétt, en það hjálpar auðvitað að vera alin upp í sveit við hey­ og skítmokstur,“ segir Halla og hlær. Alls ekki groddaralegt starf Halla múraði nýlega tröppur hjá vinkonu sinni í sveitinni. „Það er óneitanlega gaman að kunna á þessu tökin og geta farið í múrverk með fagkunnáttu. Maður lærir enda mest á því að vinna við fagið, þótt maður læri líka fullt í skólanum, svosem að tileinka sér efnisnotkun og vinnubrögð, aðferðir og verkfæri til að nota við mismunandi verkefni.“ Múrarar fást við hvers kyns steypuvinnu og múrverk, járna­ bindingu, steypu­ og múrviðgerðir, f lotun og flísalagningu. „Margir gera sér í hugarlund að múrverk sé groddaralegt starf og auðvitað eru verk þar sem maður þarf að nota kraftana, en það er margt annað sem starfið snýst um. Ég hvet því konur til að fara í múr­ aranám og iðngreinar almennt, ekki síður en karla, því verknám er svo ótrúlega praktískt.“ Með Höllu í múraranáminu eru að minnsta kosti tvær konur til og hún þekkir tvær í viðbót sem vinna sem fagmenn í múrverki. „Meirihluti múrara eru karlar en þeir taka mjög vel á móti á konum í sína stétt og eru afar hjálplegir við að kenna þeim réttu handtökin við verkin. Það hef ég margoft reynt og notið frábærrar leiðsagnar við fyrstu skrefin í ýmsu sem ég hef unnið.“ Það erfiðasta við múrverkið segir Halla að vilja helst hafa eigin verk óaðfinnanleg. „Ég vil gera hlutina mjög vel og faglega og mér finnst pínu erfitt ef það tekst ekki 150 prósent. Mögulega er ég of smámunasöm á eigin verk. Í þessu eins og öðru þarf auðvitað að byrja einhvers staðar, öðlast reynslu og góða færni. Það er ekki hægt að ætlast til sömu útkomu hjá þeim sem eru að læra fagið og þeim sem hafa unnið við það árum saman. Því á það alltaf við að æfingin skapar meistarann.“ ■ Mögulega smámunasöm á eigin verk Mæðgurnar Halla og Brynhildur Katrín Franzdóttir í tröppum sem Halla er nýbúin að múra. MYND/GUÐNÝ EIRÍKSDÓTTIR Maður þarf heldur ekkert að fara í ræktina því vinna múr- arans er líkamleg og gerir mann hraustan. Það eru þó engin rosaleg átök en það hjálpar auðvitað að vera alin upp í sveit við hey- og skít- mokstur. Halla Kjartansdóttir 2 kynningarblað 11. september 2021 LAUGARDAGURSTELPUR OG VERKNÁM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.