Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 39

Fréttablaðið - 11.09.2021, Side 39
Fjöldi verkalýðsfélaga í iðngreinum er byrjaður að vinna saman að sameigin- legum hagsmunum sínum. Þau vilja kynna iðnnám betur og fá aukinn kraft í það, ásamt því að brjóta upp gamlar stereótýpur og jafna kynjahlutföllin í hefð- bundnum karla- og kvenna- greinum. Verkalýðsfélögin hafa sameinað krafta sína til að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum sínum undir einu þaki. Um er að ræða Rafiðnaðarsambandið, Félag iðn- og tæknigreina, Félag vélstjóra- og málmtæknimanna, Matvís, Sam- band iðnfélaga og öll undirfélög þeirra, en þetta er töluverður fjöldi félaga. „Hugmyndin er að auka sam- starf og styrkja ímynd iðnfélag- anna,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, formaður Félags íslenskra rafvirkja. „Við eigum ýmislegt sameiginlegt og í stað þess að vera hvert í sínu horninu að vinna að sömu markmiðum ákváðum við að starfa meira sem heild. Við erum meðal annars að vinna saman að kjarasamninga- málum og ýmiss konar kynn- ingarstarfi til að kynna greinarnar betur og reyna að auka umræðu um iðnað og menntun sem snýr að honum, sem okkur finnst skorta.“ Vilja brjóta upp stereótýpurnar „Nánast allar greinarnar sem um ræðir eru löggiltar iðn- greinar og þó að þær séu í eðli sínu ólíkar fylgja þær sömu lögum og reglugerðum. Þetta samstarf gefur okkur tækifæri til að setja aukinn kraft í menntamálin og aðra hliðarþætti sem hafa áhrif á greinarnar,“ segir Lilja Sæm, for- maður Félags hársnyrtisveina. „Svo er Margrét formaður félags sem er sögulega mjög karllægt og meðlimir allt að 98 prósent karlar, á meðan mitt félag er sögulega mjög kvenlægt og meðlimir yfir- leitt um 90 prósent konur. Við eigum það því sameiginlegt að vilja fá jafnari kynjahlutföll í okkar félög,“ segir Lilja. „Sem betur fer sjáum við ungar stelpur þora svo sannarlega og þær hafa verið að skila sér í hefðbundnar karla- greinar, enda geta þær allt.“ „Við viljum gera það venjulegt að fólk af öllum kynjum sinni störfum sem áður voru bara karla- eða kvennastörf. Við viljum sýna góða fyrirmynd, að það sé í góðu lagi að leggja þessar greinar fyrir sig og hvetja hin kynin til að stíga skrefið og taka þátt í þessari þróun,“ segir Margrét. „Ungar stelpur hafa gott af því að sjá fyrir- myndir í þessum greinum til að gera sér grein fyrir því að þetta er möguleg leið til starfsframa. Það er líka mikilvægt að fólk skilji að þetta eru bara venjulegar stelpur, eins ólíkar og þær eru margar, þú þarft ekki að vera nein stereótýpa til að læra iðngrein. Við höfum líka séð að þar sem konur hafa komið inn á hefð- bundna karlavinnustaði tala karlarnir um að viðhorfin breytist. Þeim finnst þægilegt og sjálfsagt að vinna með konum og segja að oft verði andrúmsloftið afslappaðra. Konur biðja líka oft um hluti sem eru nauðsynlegir fyrir okkur, eins og almennilega klósettað- stöðu, hreina kaffistofu og verk- Sameina afl fagfélaga undir einu þaki Margrét Halldóra Arnarsdóttir, formaður Félags íslenskra rafvirkja og Lilja Sæm, formaður Félags hársnyrtisveina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Því miður hefur Tækniskólinn þurft að vísa frá nem- endum sem hafa sótt um nám í iðngreinum, sem er afar slæmt. Lilja Sæm Styðjum við bakið á iðnnámi færi til að lyfta þungum hlutum, sem karlarnir njóta líka góðs af. Það er líka nauðsynlegt að fá önnur viðhorf inn í greinarnar til að þær þróist.“ Meiri kraft í iðnmenntun „Við höfum séð rosalega fjölgun í vinsælustu iðngreinunum eins og smiðnum, rafvirkjun og hár- greiðslu, en þróunin hefur verið hægari í greinum sem almenning- ur þekkir síður, eins og dúkalögn, stálsmíði og öðru,“ segir Margrét. „Það er samt enn langt í land, af um 5.500 rafvirkjum frá upphafi hafa kannski um 30-40 verið konur. En þeim fer fjölgandi.“ „Samhliða þessari auknu aðsókn hefur líka komið upp nýtt vandamál. Því miður hefur Tækniskólinn þurft að vísa frá nemendum sem hafa sótt um nám í iðngreinum, sem er afar slæmt,“ segir Lilja. „Menntamálaráðherra hefur talað fyrir öðru, en okkur vantar að aðgerðir fylgi orðum og það verði raunveruleg fjölgun á plássum fyrir þessa nemendur. Það skiptir máli að það séu pláss fyrir alla og að menntunin sem býðst sé í virkilega háum gæðaflokki, því við viljum öll njóta afrakstursins af góðri vinnu og kröfuharðir við- skiptavinir vita hvað er gott. Við verðum að líta iðnmenntun sömu augum og bóknám og gera okkur grein fyrir að það þarf gríðarlega færni til að vinna með höndunum og það er alls ekki öllum gefið að verða góðir hand- verksmenn,“ segir Lilja. „Við viljum gera iðnnám vin- sælla, en ef fólk ætlar að halda áfram að hunsa það út af gömlum mýtum verður erfitt að fjölga í þessum greinum,“ segir Margrét að lokum. ■ Á Stórhöfði 29 og 31 er Hús fag- félaganna, þar sem fagfélögin vinna saman undir einu þaki. Áhugasamir geta leitað þangað til að fá nánari upplýsingar um iðn- nám og verkalýðsfélög iðngreina. kynningarblað 3LAUGARDAGUR 11. september 2021 STELPUR OG VERKNÁM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.