Fréttablaðið - 11.09.2021, Qupperneq 45
Orkubú Vestfjarða ohf. býr að áratuga reynslu
við virkjun vatnsafls og jarðhita og dreifingu
og sölu raforku. Fyrirtækið á og rekur orkuver
og raforkustöðvar til raforku framleiðslu,
ásamt nauðsynlegum mann virkjum til raforku
flutnings og raforkudreifingar, jarðvarmavirki
og fjarvarma kyndi stöðvar ásamt nauð synlegu
dreifikerfi.
Fyrirtækið var stofnað þann 26. ágúst 1977
og var þá sameignarfélag sveitarfélaga á
Vestfjörðum og ríkisins. Fyrirtækið hóf form
lega starfsemi þann 1. janúar 1978. Orkubú
Vestfjarða ohf. var stofnað á grundvelli laga
sem samþykkt voru á Alþingi 2001.
Frá árinu 2002 hefur Orkubú Vestfjarða ohf.
verið að fullu í eigu ríkisins.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
færni viðkomandi til að gegna starfinu og
upplýsingar um árangur sem viðkomandi
hefur náð og telur að nýtist í starfi.
Orkubú Vestfjarða ohf. óskar eftir að ráða starfsmann í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og stýrir viðkomandi fjármálasviði fyrirtækisins.
Starfssvið:
• Umsjón og ábyrgð á daglegri fjármála- og skrifstofustjórn.
• Umsjón með gerð og framsetningu fjármálalegra stjórnendaupplýsinga.
• Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana.
• Árshlutauppgjör og gerð ársreiknings.
• Samningagerð.
• Ábyrgð á gagnaskilum vegna rekstrar.
• Samskipti við fjármálastofnanir.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf á sviði viðskipta og rekstrar, meistarapróf er æskilegt.
• Haldgóð reynsla af fjármálastjórn.
• Reynsla og þekking af gerð árs- og/eða árshlutauppgjöra og reikningshaldi.
• Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni.
• Reynsla af greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga.
• Framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum.
• Frumkvæði og fagmennska.
• Góð tölvufærni og kunnátta er skilyrði.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 19. september nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna dóttir
(audur@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason
(hilmar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.
Framkvæmdastjóri
fjármálasviðs
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki með um 6.800 starfsmenn, þar af um 700 á Íslandi. Fyrirtækið er brautryðjandi á
heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Við leggjum ríka áherslu á nýsköpun og
framþróun í öllu okkar starfi. Þess vegna viljum við ráða til okkar öflugt fólk, sem hefur áhuga á að mæta nýjum og
spennandi áskorunum á hverjum degi. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skilvirka starfsþjálfun, sveigjanlegan
vinnutíma, glæsilegan matsal, framúrskarandi íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.
Marel leitar að öflugum aðila til að
leiða gæðastýringu við framleiðslustöð
fyrirtækisins á Íslandi. Um er að ræða
starf gæðastjóra (e. Quality Manager).
Starfið krefst þess að viðkomandi sé
drífandi, skipulagður, þrautseigur og
brenni fyrir gæðamálum.
Gæðastjóri framleiðslu
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Halldórsdóttir, hildur.halldorsdottir@marel.com.
Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2021. Sótt er um starfið rafrænt á heimasíðu Marel, marel.is/störf
Starfssvið:
• Umsjón gæðamála í framleiðslu
• Stuðla að stöðugum umbótum í framleiðslu Marel
um alla aðfangakeðjuna
• Kortlagning ferla og vinnulýsinga
• Uppbygging, þróun og viðhald á
frábrigðaskráningakerfi
• Samskipti við birgja vegna frávika
• Leiða rótargreiningar og innleiðingu fyrirbyggjandi
aðgerða
• Leiða innri og ytri úttektir
• Stefnumótandi verkefni tengd gæðamálum
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði verk- eða tæknifræði
• Umfangsmikil reynsla af gæðastýringu
• Að lágmarki 3-5 ára starfsreynsla úr sambærilegu
starfi
• Reynsla af ISO 9001:2015 og innri og ytri úttektum
• Þekking á framleiðsluferlum
• Reynsla af notkun Lean aðferða er kostur
• Afburða skipulags- og samskiptahæfni
• Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og geta til að
miðla efni í ræðu og riti á íslensku og ensku