Fréttablaðið - 11.09.2021, Qupperneq 53
442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Skatturinn leitar að sérfræðingum til starfa á álagningarsviði
í Reykjavík og á Egilsstöðum
Starfið í Reykjavík
Helstu verkefnin eru upplýsingagjöf um virðisaukaskatt, tekjuskatt og aðra skatta
og gjöld, yfirferð skattframtala og skýrslna, afgreiðslu erinda, endurákvörðun og
endurskoðunarverkefnum til viðbótar við úrvinnslu ýmissa gagna sem snúa að starfsemi
Skattsins. Um er að ræða 100% starf.
Nánari upplýsingar um starfið í Reykjavík veitir Elín Alma Arthursdóttir,
sviðsstjóri álagningarsviðs, í síma 442-1000 eða með tölvupósti á netfangið
elin.arthursdottir@skatturinn.is.
Starfið á Egilsstöðum
Um fjölbreytt verkefni er að ræða er tengjast m.a. álagningu skatta, yfirferð gagna,
upplýsingagjöf um skattamál ásamt öðru er snýr að skattskilum einstaklinga.
Um er að ræða 100% starf.
Nánari upplýsingar um starfið á Egilsstöðum veitir Hrefna Björnsdóttir;
deildarstjóri einstaklingsdeildar, í síma 442-1000 eða með tölvupósti á netfangið
hrefna.bjornsdottir@skatturinn.is.
Menntunar– og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
• Þekking á reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri
skattframkvæmd æskileg.
• Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
• Frumkvæði og metnaður.
• Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
• Jákvæðni og rík þjónustulund.
• Geta til að vinna undir álagi.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Hreint sakavottorð.
Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu
sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og
viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is.
Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri
störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir skal fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi.
Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2021 og verður öllum umsóknum svarað
þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar.
Viltu vera í liði með
Skattinum?
Meginhlutverk álagningarsviðs er að leggja á skatta og gjöld og sinna
fjölbreyttum verkefnum sem því tengjast.
Stuðningsfulltrúi
Stuðningsfulltrúa vantar á sérnámsbraut
Fjölbrautaskólans við Ármúla.
• Starfið fellst í að aðstoða nemendur brautarinnar
við nám og daglegar athafnir.
• Vinnutími er frá kl 8:00 til 13:00.
• Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
• Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og starfs-
mannahópurinn frábær.
Umsóknir sendist á palmi@fa.is
fyrir miðvikudaginn 15. september.
Lausar stöður hjá
Hafnarfjarðarbæ
Hafnarfjordur.is
Nánari upplýsingar á:
Grunnskóli
• Íslenska sem annað mál – Hraunvallaskóli
• Skóla- og frístundaliði - Áslandsskóli,
Engidalsskóli, Skarðshlíðarskóli, Setbergsskóli,
Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarhöfn
• Hafsögumaður/skipstjóri
Leikskóli
• Deildarstjóri - Stekkjarás
• Leikskólakennari - Bjarkalundur, Hamravellir,
Hlíðarberg, Hlíðarendi, Hörðuvellir, Norðurberg,
Stekkjarás, Vesturkot
• Leikskólastjóri – Víðivellir
• Þroskaþjálfi – Álfasteinn, Bjarkalundur
Málefni fatlaðs fólks
• Frístund fyrir fatlað fólk - Kletturinn, Vinaskjól
• Stm. á heimili fyrir fatlað fólk - Svöluás
• Tímabundið starf - Hæfingarstöðin Bæjarhrauni
• Þroskaþjálfi - Hæfingarstöðin Bæjarhrauni
Mennta- og lýðheilsusvið
• Sálfræðingur
intellecta.is
RÁÐNINGAR
Þarftu að ráða starfsmann?
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.
ATVINNUBLAÐIÐ 13LAUGARDAGUR 11. september 2021