Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 75

Fréttablaðið - 11.09.2021, Page 75
Starfið færist niður um kynslóðir og í flestum fyrirtækjum eru skyldmenni að vinna saman, eins og ég, pabbi og afi. Andrea Svavarsdóttir kynningarblað 7LAUGARDAGUR 11. september 2021 STELPUR OG VERKNÁM Andrea Svavarsdóttir er átján ára og útskrifaðist í vor í veggfóðrun og dúklögn ásamt annarri stúlku, sem gerir þær að fyrstu tveimur lærðu kvenkyns dúkurum á Íslandi. Hún segir starfið í dag vera bæði krefjandi og spennandi og hlakkar til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Andrea segir að á yngri árum hafi það ekki verið planið að fara út í dúkarann. „Það var ekki draumur- inn endilega, en ég hef samt alltaf gaman af öðruvísi störfum og verið spennt fyrir því að gera eitthvað sem ekki allir eru að gera. Á tíma- bili var ég að vinna í Tösku- og hanskabúðinni hjá frænku minni. Svo hef ég líka unnið í Bónus svo ég hef prófað að vera í þjónustu- störfum,“ segir Andrea. MS hentaði ekki Andrea byrjaði fyrst á að fara í menntaskóla í eina önn. „Ég fór í Menntaskólann við Sund á félags- fræðibraut til að klára stúdentinn en sá ekki fyrir mér hvað kæmi eftir því. Ég myndi seint teljast vera partítýpa og þarna var ég komin í menntaskóla sem er þekktur fyrir félagslífið. Eftir eina önn var ég búin að sjá að ég hafði lítinn áhuga á því sem ég var að læra og datt þá í hug að prófa að fara í Tækni- skólann og í dúkaranám. Ég fann fljótt að ég þurfti greini- lega að komast á stað þar sem ég fengi að vera svolítið ein og læra ein. Í Tækniskólanum er fólk á breiðu aldursbili og allir með hug- ann við sitt eigið efni. Það hentar mér vel og mér finnst skemmtilegt að hafa fólk á mismunandi aldri í kringum mig. Í MS var svolítið ein- hæft að hafa fólk allt á sama aldri. En ef þú ferð í FB eða FÁ þá þá ertu aftur kominn með fólk á ólíkum aldri að læra alls konar hluti.“ Fjölskylduiðn Það lá því í raun beint við hjá Andreu að fara í dúkarann enda starfa bæði pabbi hennar og afi við iðnina undir fyrirtækjanafn- inu SME dúkalagnir. „Afi fór út í þetta þegar hann var ungur. Hann byrjaði að læra dúkarann og fannst starfið spennandi. Svo fór pabbi að vinna hjá afa. Pabbi er lærður bakari en hafði takmarkaðan áhuga á bakaraiðninni. Það fór svo að hann lærði líka dúkarann. Núna er ég að bætast við fjölskyldufyrir- tækið í fullt starf. Þessi iðngrein helst mjög mikið innan fjölskyld- unnar. Starfið færist niður um kynslóðir og í f lestum fyrirtækjum eru skyldmenni að vinna saman, eins og ég, pabbi og afi.“ Starfið segir Andrea vera mjög Dúkaraiðnin ferðast um ættliði Andrea Svavarsdóttir útskrifaðist í vor úr dúklögn og veggfóðrun frá Tækniskólanum og er önnur tveggja fyrstu kvenna sem hafa útskrifast úr þessu námi á Íslandi. MYND/AÐSEND Starfið felur í sér dúklögn, teppalögn, vegg- fóðrun, slípun gólfa, flotun, spörtlun og margt fleira. Hér er Andrea að slípa gólf til að gera það tilbúið fyrir gólfefnið sem fer ofan á. Í gamla daga voru dúkahnífur og hitablásari besti vinur dúkalagningamannsins. Í dag eru notaðar ýmsar vélar til að auðvelda verkin. Dúkahnífurinn stendur þó ávallt fyrir sínu. Hér æfir Andrea sig í að undirbúa og leggja dúk á tröppugang. Undirlagið þarf að vera slétt til að dúkurinn komi vel út. MYNDIR/AÐSENDAR Efnin sem dúkalagningamenn nota í dag eru afar margbreytileg og bjóða upp á spennandi kosti fyrir heimili og stofnanir. krefjandi og skemmtilegt. „Það er oft erfitt, en mér finnst það spenn- andi og fjölbreytt. Fyrst og fremst erum við í dúkalögn, en svo erum við líka að veggfóðra, teppaleggja, leggja alls konar vínyl og fleira. Ég hef líka prófað að flísaleggja. Inni í þessu felst svo öll undirbúnings- vinnan, eins og slípun, flotun, spörtlun og annað. Það eru til endalaust af efnum í dag sem dúk- arar vinna með. Það eru alls konar vínylefni til eins og vínyil f lísar, parket og alls konar veggefni. Þegar afi var að byrja var brans- inn mjög ólíkur því sem er í dag. Hann lagði mestmegnis dúk á gólf og veggi. Þá voru ekki komin öll þessi vínylefni. Svo voru öll þessi tæki ekki í boði heldur, allt þetta sem við notum í dag til að aðstoða við vinnuna. Þú gerðir bara allt með höndunum, varst bara með dúkahníf og hitablásara og það var nóg. Svo voru menn að búa til alls konar tæki og tól til að hjálpa sér eins og Gummi kennari. Hann á alls konar heimatilbúin tæki sem hann hefur föndrað sjálfur.“ Alltaf þörf á dúkurum Að sögn Andreu er alltaf nóg að gera hjá dúkurum. „Það er alltaf þörf á dúkurum sem stafar af því að það eru mjög fáir lærðir í þessari iðn. Þegar ég var í náminu voru tólf aðrir nemendur með mér, og það þótti vera algert met. Oft hafa verið sex nemendur, stundum ekki nema einn til þrír og einstaka sinnum jafnvel enginn. Ég held að ástæðan fyrir þessu fámenni sé að fólk pælir ekki alveg í dúkaranum. Þegar þú hugsar um iðngreinar sérðu fyrir þér rafvirkja, smiði, málara. Fólk heldur að dúkarinn sé svo einhæft starf, en það er þvert á móti mjög fjölbreytt. Ég vinn núna að sveinsprófi og stúdentsviðbót. Ég veit ekkert hvað framtíðin hefur upp á að bjóða fyrir mig, en ég er spennt að sjá hvert þessi þekking leiðir mig.“ n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.