Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 11.09.2021, Blaðsíða 84
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga var í gær en hér á landi var hann tileinkaður stuðningi í kjölfar sjálfsvíga. Wilhelm Norðfjörð, sálfræð- ingur og höfundur bókar- innar Þjóð gegn sjálfsvígum, segir mikilvægt að leggja aukna áherslu á stuðning við aðstandendur í kjölfar slíks áfalls. Wilhelm hefur í tæplega fjóra ára- tugi beitt sér í málaflokknum, en rétt eins og hann segir nánast reglu með þá sem þangað leiðast, valdi hann sér ekki endilega að fást við þennan heim. „Ég veit ekki um neinn sem hefur farið af stað með það í huga að ætla að verða sjálfsvígsfræðingur en það er þó orðið hægt í dag.“ Það var á allt annan og drama- tískari hátt sem 35 ára gamall sál- fræðingur fór að skoða málefnið í kjölinn, en árið 1983 réði Wilhelm sig sem skólasálfræðing á Austur- landi. „Ég hafði aðsetur á Reyðarfirði en sinnti öllu Austurlandi, allt frá Bakkafirði að Suðursveit. Þar voru á þessum tíma engir sérfræðingar á þessu sviði, engir geðlæknar og engir aðrir sálfræðingar. Sjálfur var ég búinn að læra sálfræði í átta ár en það hafði aldrei hvarflað að mér að ég færi að fást við eitthvað svona lagað.“ Sjálfsvígshrina á Austurlandi Það var svo árið 1985 að Wilhelm var staddur á þorrablóti á Reyðar- firði þar sem heimamenn skemmtu sér vel framan af. „Ég var farinn að kynnast heima- mönnum ágætlega enda Reyð- firðingar yndislegt fólk. Þegar líður á kvöldið berst allt í einu inn á blótið frétt um að ungur piltur í bænum hafi svipt sig lífi. Foreldrar hans voru á staðnum og ruku út og skyndilega breyttist kvöldið í sorgarathöfn,“ rifjar Wilhelm upp, en þessi voveif legi atburður átti svo sannarlega eftir að draga dilk á eftir sér. „Eftir þennan atburð vildi ég leggja eitthvað af mörkum en ég komst að því að ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Framámenn á svæð- inu vissu það ekki heldur og mér mættu fordómar og vanþekking.“ Wilhelm segist hafa upplifað sig vanmáttugan og einnig svolítið vonsvikinn að geta ekki lagt meira af mörkum. „Mig langaði að taka harminn af þessu fólki en hafði engar leiðir til þess. Síðar lærði ég svo að auð- vitað tek ég ekkert harminn af fólki, heldur fylgi því og reyni að styðja það svo það komi sem best út úr slíku áfalli.“ Wilhelm segir hvorki hann né aðra hafa grunað hvað kæmi í fram- haldi. „Það hvarflaði ekki að okkur að þetta yrði upphafið að sjálfsvígs- bylgju en á næstu sjö árum sviptu sautján ungir menn, á aldrinum fimmtán til 24 ára, sig lífi. Þetta dreifðist aðeins yfir fjórðunginn en var hvað mest á þessu svæði sem ég bjó á. Þar með var ég dottinn inn í málaflokkinn sem ég hafði aldrei búið mig undir.“ Skýrslan sett ofan í skúffu Skipuð var nefnd á vegum mennta- málaráðuneytisins til að fara ofan í kjölinn á atburðunum. „Hún gerði ágætis skýrslu og tillögur árið 1996 en var svo bara sett ofan í skúffu og ekkert varð úr tillögum hennar.“ Sjálfur flutti Wilhelm aftur í höfuð- borgina árið 1986 og fór að starfa hjá grunnskólum á höfuðborgar- svæðinu. „Þá svipti fimmtán ára stúlka sig lífi. Þá fannst mér vera nóg komið og leitaði til þáverandi land- Lífið skiptist í fyrir og eftir sjálfsvíg Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga var í gær, föstudag. Í ár var dagurinn tileinkaður stuðningi í kjölfar sjálfsvíga. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Wilhelm segir mikilvægt að stuðningur við aðstand- endur sé ekki til- viljanakenndur. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI læknis, Ólafs Ólafssonar. Ég lagði til við hann að gerð yrði rannsókn á atburðunum fyrir austan og þeir bornir saman við höfuðborgar- svæðið. Hann tók mér mjög vel og rannsóknin kom út árið 2001. Þá kom í ljós að þessi bylgja einskorðaðist við Austurland og ástandið var allt annað á höfuð- borgarsvæðinu þar sem orsakir sjálfsvíga ungs fólks voru þung- lyndi, depurð, erfiðar heimilisað- stæður, eiturlyf og þar fram eftir götunum. Á Austurlandi var um að ræða þessi keðjuáhrif. Austfirðingar bjuggu við góðan efnahag, for- eldrar þessara drengja höfðu það ágætt efnahagslega og drengirnir áttu peninga, enda margir að vinna í sjávarútvegi og voru allir komnir með eigin bíl þótt ekki væru allir með bílpróf. Þeir hittust og keyrðu á milli staða á sveitaböll og þannig tengdust byggðarlögin. En þetta varð hluti af unglinga- menningunni, ef allt varð vonlaust þá svipti maður sig lífi, en ekkert endilega var um þunglyndi að ræða. Þetta varð eins konar sefjun, þetta er þekkt fyrirbæri en maður vissi ekkert um þetta á þessum tíma,“ segir Wilhelm og bendir á að flókn- ara hafi verið að afla sér þekkingar fyrir tíma internetsins. „Prestarnir tóku mikið á sig að hjálpa aðstandendum og var það mjög einstaklingsbundið hvernig þeim gekk að ná árangri, enda ekki með sérstaka menntun til þessa. Fólk er auðvitað lamað eftir svona áfall og á þessum tíma var ekkert til siðs að fara til geðlæknis, heldur var frekar bitið á jaxlinn og bölvað í hljóði. Nú í dag vitum við mikið betur hvað við eigum að gera.“ Fimm til sex upplifa heilsubrest Wilhelm segir mikilvægt að aðstoð við aðstandendur eftir sjálfs- víg sé ekki tilviljanakennd, enda hafi rannsóknir sýnt fram á að að minnsta kosti fimm til sex nánir aðstandendur verði fyrir heilsutjóni í framhaldi af áfallinu. „Við getum fullyrt það. Mótstöðu- krafturinn minnkar, fólk pikkar upp pestir og er meira frá vinnu. Eins getur þetta triggerað alvar- legri sjúkdóma sem mögulega hefðu komið upp síðar. Þunglyndi getur líka sprottið af slíku áfalli og kvíði og jafnvel fer fólk að hugsa þessa leið sjálft.“ Wilhelm segir sjálfsvíg sem betur fer tölfræðilega sjaldgæf eða í kring- um 40 á ári hér á landi og dreifð yfir aldursskalann. „En líkurnar aukast verulega ef maður hefur þekkt einhvern náið sem hefur svipt sig lífi. Þá býr þetta í upplifun manns og viðkomandi hugsar þá kannski: Ég geri eins og mamma eða bróðir minn eða pabbi. Sumir þessara stráka sem sviptu sig lífi fyrir austan, höfðu kannski átt fimm vini sem höfðu farið þessa leið og sagt við sína aðstandendur að þetta myndi aldrei hvarfla að þeim.“ Wilhelm bendir á að áherslan hafi lengi verið á forvarnir gegn sjálfs- vígum, sem farið var að rannsaka upp úr 1950. „Það var ekki farið að bera á því að hugsa til aðstandenda fyrr en á árunum 1990 til 2000. Það er svo fyrst 2014 sem Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin og Sameinuðu þjóð- irnar fá það samþykkt að aðstoð og stuðningur við aðstandendur sé hluti af fyrirbyggjandi störfum. Allur stuðningur við aðstandendur hefur verið settur undir lykilhug- takið „postvention“ eða stuðning í kjölfar sjálfsvígs og við leggjum nú mikla áherslu á þann hluta.“ Fáir ráða við að sækja sér hjálp Wilhelm segir að markmiðið sé að sett sé í gang fyrir fram ákveðið ferli þegar einhver nákominn sviptir sig lífi og það sé þannig ekki háð til- viljun hvort aðstandendur fái nauð- synlega aðstoð. „Nú er í undirbúningi nokkuð sem ég hef kallað sjálfsvígsfor- varnarsetur enda opinbera nafnið of langt til að leggja á minnið, eða Opinber þekkingar- og þróunar- miðstöð áfalla-, ofbeldis- og sjálfs- vígsforvarna. Ætlunin er að þessi miðstöð leggi línurnar um hvernig tekið sé á þessum málum. Þeir sem koma fyrst að sjálfsvígum eru lögregla, læknir og prestur – ég held að þetta fólk vinni allt hvert í sínu horninu, en með þessu væri þess krafist að þessir aðilar ræði saman og hafi svo samband við teymi sem svo tekur við fjölskyldunni,“ segir Wil- helm og bendir á að sá stuðningur sé margþættur. „Lífið breytist algjör- lega og skiptist í raun upp í lífið fyrir sjálfsvíg og eftir sjálfsvíg.“ Wilhelm segir færri ráða við að sækja sér hjálp sjálfir auk þess sem það geti verið kostnaðarsamt. „Auk þess eru mikið fleiri en þessi fimm til sex sem ég nefndi í upphafi sem verða fyrir miklu áfalli við sjálfsvíg. Það er hægt að færa rök fyrir því að á Íslandi verði um tvö þúsund manns fyrir miklu áfalli árlega vegna sjálfs- víga.“ Tíu ár að skrifa bók Fyrir tæpu ári kom út bókin Þjóð gegn sjálfsvígum eftir Wilhelm. „Þegar ég hafði starfað í þessum málaflokki í nefndum, haldið nám- skeið, veitt ráðgjöf og hitt aðstand- endur, fannst mér ég þurfa að skrifa bók um efnið.“ Wilhelm sótti um styrki víða en fékk aðeins vilyrði frá Reykjavíkur- borg. „Fyrir þann styrk sótti ég Evr- ópuráðstefnu um sjálfsvígsforvarnir og kom ferskur til bókarskrifa.“ Wil- helm var í rúmlega fullri vinnu með fram bókarskrifunum sem tóku 10 ár. „Það var seiglan og þrjóskan sem leyfðu mér ekki að gefast upp auk hvatningar frá konunni minni, sem hvatti mig að fara til sonar okkar og skrifa hjá honum í litlum bæ við Minneapolis í Bandaríkjunum. Þar varði ég desembermánuði í þrjú ár í röð og það gerði útslagið og bókin kom loks út í október. Útgefendum þótti þetta ekki söluvænleg vara en það var hins vegar Bjarni Harðarson hjá útgáfunni Sæmundi sem áttaði sig á mikilvægi þess að þessi bók kæmi út,“ segir Wilhelm að lokum. ■ Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Það hvarfl- aði ekki að okkur að þetta yrði upphafið af sjálfs- vígsbylgju en á næstu sjö árum sviptu sautján ungir menn, á aldrinum fimmtán til 24 ára, sig lífi. Lífið breyt- ist algjör- lega og skiptist í raun upp í lífið fyrir sjálfsvíg og eftir sjálfs- víg. Ef þú upplifir sjálfsvígshugs- anir hringdu í hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða Píeta samtakanna, 552-2218. 32 Helgin 11. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.