Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Page 4
4
FormannaráÓstefna BSRB, sent
haldin var 22.—24. sept. s.l. í nýja
fundasalnum að Grettisgötu 89 var
fjölmennari en nokkru sinni fyrr.
Nær allir þeir rúmlega 70 full-
trúar, sem þar eiga seturétt mættu.
Umræður um aðalmál ráðstefn-
unnar, sem var stefnan í kjara-
málum, urðu allmiklar, og á köjlum
snarpar.
Um niðurstöðuna skapaðist svo
eining og var meginályktunin sam-
þykkt samhljóða.
Formannaráðstefna skal haldin þau tvö
árin, sem ekki er bandalagsþing. Síðasta
ráðstefna var 12.—14. nóv. 1980.
Ráðstefnan hófst kl. 10 að morgni
þriðjudaginn 22. sept. Fundarstjórar voru
Oddur Pétursson. form. Fél. opinberra
starfsmanna á Vestfjörðum og Sigurfinnur
Sigurðsson, stjórnarmaður í SFR. Ritarar
voru Magnús Björgvinsson. Félagi flug-
málastarfsmanna og Sigurveig Sigurðar-
dóttir, hjúkrunarfræðingur.
Skýrsla formanns
og reikningar.
Það er föst regla, að formaður banda-
lagsins flytji á formannaráðstefnu skýrslu
urn starfið á liðnu starfsári.
Kristján Thorlacius gerði grein fyrir við-
aukasamningi bandalagsins frá 11. febr. s.l.
um kauphækkun og lengingu samningstíma
svo og framkvæmd ýmissa mála og má þar
nefna lífeyrissjóðamál, aðild að stjórnum
verkamannabústaða, ný lög um lágmarks-
hvíld, fæðingarorlof, starfsmenntunarsjóð,
o.fl. Einnig rakti hann starf BSRB, m.a. að
orlofsheimilamálum, fjölbreyttu fræðslu-
starfi og útgáfumálum.
Einar Ólafsson, gjaldkeri bandalagsins
skýrði reikninga BSRB fyrir 1980. Rekstr-
arhagnaður aðalsjóðs var 25 milljónir (gkr.)
auk þess, sem hagnaður verslunar og veit-
ingahúss að Munaðarnesi varð 5 millj. kr.
lðgjöld voru 220 millj. og lagðar voru af
því 33 millj. í verkfallssjóð.
Orlofsheimilasjóður hafði í tekjur 161
millj. kr. og skilaði 103 millj. kr. reksturs-
hagnaði. Skuldir vegna orlofshverfis í
Munaðarnesi lækkuðu um 18 milljónir og
voru um áramót aðeins 83 milljónir.
Samningsre'ttur bcejarstarfs-
manna og öryggistrúnaðar-
menn.
Þessi formannaráðstefna var einkum
helguð væntanlegum samningum og því
voru færri viðfangsefni tekin fyrir en oft
áður.
' ■ \1 v "41
:É l á
m | #ji 4 % !
* t. i|
FORMANNARÁÐSTEFNA BSRB 1981:
Kaupmáttarskerðing
aö fullu bætt —
jafnlaunastefna
Þórhallur Halldórsson, foimaður Bæjar-
starfsmannaráðs skýrði frá hugmyndum,
sem frart) hafa komið um stofnun vinnu-
málasambands sveitarfélaga, sem ætlað
væri að annast fyrir þær sveitastjómir, sem
þess óska, gerð kjarasamninga við bæjar-
starfsmannafélög og verkalýðsfélög. Mál
þetta hafði verið rætt á sérstakri bæjar-
starfsmannaráðstefnu bandalagsins og
kynnti Þórhallur ályktnn hennar, sem birt
er annars staðar í blaðinu. — Nokkrar um-
ræður urðu um málið og samningsstöðu
bæjarstarfsmanna.
Kynnt voru af Ólafi Jóhannessyni full-
trúa BSRB í stjóm Vinnueftirlits ríkisins
drög að reglum um skipulag heilbrigðis- og
öryggisstarfsemi innan fyrirtækja. Dreift
var þeim hugmyndum, sem fyrir liggja um
val öryggistrúnaðarmanna og öryggis-
nefnda. — Þegar reglur þessar hafa verið
staðfestar af Vinnueftirliti ríkisins, sem er
æðsti aðili í þessum efnum, þá má ætla að
unnt verði að kjósa þessa fulltrúa starfs-
manna hjá ríki og sveitarfélögum, t.d. í
október eða nóvember.
Ásgarður mun kynna reglumar, þegar
þær verða frágengnar.
Þá var dreift á formannaráðstefnunni
reglum þeim um starfsmannaráð, sem
greint er frá annars staðar í blaðinu, svo og
fyrstu útreikningum um skattamál.
Miklar umrceður
um kjaramálin.
Meginverkefni þessarar formannaráð-
stefnu voru kjaramálin og undirbúningur
nýrra kjarasamninga.
Bjöm Amórsson, hagfræðingur BSRB,
kynnti margvíslegar upplýsingar, sem lagð-
ar voru fram á ráðstefnunni um launaþróun
undanfarinna ára, samanburð launakjara,
launaflokkadreifingu rikisstarfsmanna svo
og nýjan grundvöll vísitölureiknings miðað
við neyslukönnun 1979—’80.
Kristján Thorlacius og Haraldur Stein-
þórsson höfðu framsögu um stefnumótun í
kröfugerð svo og fundahöld og skoðana-