Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Síða 6

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Síða 6
6 Gvða Sveinbjörns- dótfir, formaður Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi: Sjúkraliðar ennþá aftar- lega á merinni Þykir þér hagur sjúkraliða hafa vænkast við síðustu kjarasamninga? Jú. hann gerði það og við hér í FOSS náðum sama samningi og aðrir sjúkraliðar úti á landi, þ.e.a.s. við byrjum í 7. lfl. í stað- inn fyrir 6. og hækkum um launaflokk á tveggja ára fresti þar til við náum 10. lfl. Sjúkraliðar eru almennt nokkuð ánægðir með þessa flýtisreglu. Hvaða mál viltu nefna sérstaklega sem tekið hefur verið fyrir hérna á ráðstefnunni? Miklar umræður hafa orðið hér um skattamál og þau eru stórmál fyrir okkur opinbera starfsmenn. Það hefurkomið fram að opinberir starfsmenn bera stóran hluta af skattabyrðinni en fá aðeins 20% af launun- um. Ég er ekki að mæla með skattalækkun heldur að láglaunafólk sé tekjuskattslaust og ef á að halda öllum þessum lágu launa- flokkum þarf a.m.k. að hækka mörkin þar sem hinn stighækkandi skattur byrjar. Jafnframt þessu þarf að ganga betur fram í að koma í veg fyrir skattsvik. Er Félag opinberra starfsmanna á Suður- landi öflugt félag? Við erum 55 opinberir starfsmenn í Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt starfsfólki við hálfopin- berar stofnanir á svæðinu. Félagið skiptist 1979; þá var Selfoss orðinn kaupstaður og starfsmenn bæjarins mynduðu sitt eigið starfsmannafélag — þar misstum við meira en helming félagsmanna. Þetta var vissulega hnekkir fyrir félagið. Við misstum menn sem höfðu verið í stjórn og voru þjálfaðir í félagsmálum. En það varð til þess að hrinda fleirum út í félags- störf og þetta hefur allt gengið ágætlega. Gísli Norðdahl, for maður Starfs- mannafélags Kópa- vogs: Bæjarstarfsmenn greinilega verð méiri en ríkisstarfsmenn Hvemig finnst þér staða bæjarstarfs- mannafélaga vera innan B.S.R.B.? Ég er tiltölulega ánægður með fyrir- komulagið eins og það er, sé ekki neitt betra í bili. Ég er ekki fylgjandi því, að bæjar- starfsmannafélögunum sé steypt saman í Ritnefnd Ásgarðs var mœtt á formannaráðstefnunni að vanda til að rœða við nokkra fulltrúa. Kenndi margra grasa í þeirra máli og hér birtum við nokkum hluta af rabbinu sem H. Ol. skráði. eina heild, því að hagsmunirnir eru ólíkir. En ef þau mynda með sér eitthvert sérstakt samband tel ég að þau eigi að vera innan B.S.R.B. eftir sem áður. Ég er mjög fylgj- andi því, að bæjarstarfsmannafélögin haldi þeim réttindum sem þau hafa varðandi Sigrún Óskars- dóttir, fyrsti vara- formaður Hjúkr- unarfélags jslands Hjúkrunarskorturinn er stórfellt þjóðfélagslegt vandamál Viltu segja mérfrá könnun sem stjóm félags ykkar hyggst beita sér fyrir? Tilgangur könnunarinnar er að fá fram hverjar eru ástæður þess að hjúkrunar- fræðingar skila sér ekki til starfa og hvað sé til úrbóta. Við snerum okkur til kennara í Viötöl á formannaráðstefnu: Kauphœkkun — launa- samrœming—jafnrétti kynja —og margtfleira ákvörðunarrétt við gerð aðalkjarasamnings og sjálfstæðan verkfallsrétt. Einstök bæjarstarfsmannafélög ná oft fram sérlega góðum sérkjarasamningum á ákveðnum sviðum. T.d. náði Starfsmanna- félag Kópavogs laugardögum út úrorlofinu við samningana fyrir sjö til átta árum síðan, þannig að okkar frí er 24 vinnudagar miðað við fimm daga vinnuviku. Stundum nást í litlum bæjarstarfsmannafélögum betri samningar í sambandi við álagsgreiðslur, sömuleiðis eru tryggingarákvæði um t.d. örorku betri í mörgum bæjarfélögum en hjá ríkinu. Bæjarstarfsmenn eru greinilega verðmeiri en þeir hjá ríkinu eftir samning- um að dæma. Persónuuppbætur eru oft hagstæðari, t.d. miðast desemberuppbótin hér í Kópavogi við starfsaldur en ekki endilega árafjöldann hjá bænum. Þannig hafa bæjarstarfs- mannafélögin oft frumkvæði að því að' hreyfa ýmsum kröfum sem aðrir hópar taka svo upp síðar. Eru kjaramálin flókin mál? Með þeim hagfræðilegu gögnum sem við höfum fengið hér upp í hendurnar á þessari ráðstefnu verða flóknir hlutir auðveldari að glöggva sig á. Ýmsar hugmyndir t.d. um uppbyggingu launastigans eru útskýrðar með línuritum og töflum án þess að per- sónulegt mat sé lagt þar á. Ég er mjög ánægður með það hvernig að þessari ráð- stefnu hefur verið staðið. félagsvísindadeild Háskóla Islands sem sýndu strax mikinn áhuga á því að aðstoða okkur við þessa könnun. Ástæða þess að við fórum af stað með þessa könnun er hinn ört vaxandi skortur á hjúkrunarfræðingum. Árið 1980 voru 1122 hjúkrunarfræðingar innan Hjúkrunarfélags íslands starfandi við hjúkrun, þar af 559 í hlutastarfi eða 49,8% 350 félagar unnu ekki við hjúkrun. og þar eru félagar á eftirlaunum eða við störf er- lendis ekki taldir með. Sama ár voru teknar 3.456 aukavaktir á Borgarspítalanum ein- um saman og töiur frá þessu ári sýna að aukavöktum fjölgar stöðugt. Þetta er ekki lengur orðið vandamál einnar stéttar heldur þjóðfélagsins alls. Já, ástæðurnar eru margar, en fyrst og fremst launin. Við höfum liðið undir því að vera kvennastétt. Eftir þriggja ára nám eru almennir hjúkrunarfræðingar metnir í 11. lfl. og hjúkrunarfræðingar með tveggja ára sérnám þar á ofan fara í 14. lfl. Starfið er heldur ekki aðlaðandi eins og ástandið er núna á deildunum. Hvemig hefur þér fundist að sitja for- mannaráðstefnuna? Mjög fróðlegt, en mér finnst athyglisvert að hér er yfirgnæfandi meiri hluti karlar, sem eru að verulegu leyti fulltrúar kvenna, því að þær eru í meirihluta innan B.S.R.B. Það er skylda okkar kvennanna hér að gleyma því ekki að ábyrgð, menntun og

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.