Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Page 16

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Page 16
16 Há dánartíðni yaktayinnufólks Danska loftskeytamannafélagið „Félag loftskeytamanna frá 1917“ hefur allt frá ár- inu 1966 hóplíftryggt alla starfandi félags- menn sína. Fáum árum eftir að til hóplíftrygging- anna var stofnað, komst tryggingafélagið að þeirri niðurstöðu, að dánartíðni meðal loft- skeytamanna væri óeðlilega há miðað við aðra Dani almennt. Þessar niðurstöður vöktu undrun trygg- ingafélagsins, en það taldi þetta háa dánar- hlutfall staðreynd meðal loftskeytamanna og krafðist því aukaiðgjalds af félaginu vegna hóptryggingarinnar, sem skilyrði fyrir áframhaldi hennar. Skiljanlega vildi loftskeytamannafélagið leita skýringa á hinni háu dánartiðni og vann í samráði við Mogens Agervold, sér- fræðing í uppeldis- og sálarfræðum við há- skólann í Árósum. að athugun málsins. Niðurstöður og tillögur Nú liggur árangur rannsóknanna fyrir í bók, sem Mogens Agervold hefur skrifað. Og hverjar eru svo niðurstöður starfs- mannafélagsins að þessari rannsókn lok- inni? 1. Loftskeytamannafélagið telur, að rann- sóknir á áhrifum vaktavinnu sýni mjög greinilega, að hún eyðileggi heilsu flestra þeirra loftskeytamanna, sem eyða meginhluta af starfsaldri sínum, 25—40 árum við vaktavinnustörf. 2. Með aldrinum reynist vaktavinnu- manninum starfið erfiðara og erfiðara. Hann á torveldara með svefn að degi til, höfuðþrautir, meltingarkvillar gera vart við sig og matarlyst minnkar. Allir þessir álagsþættir valda streitu og hafa nei- kvæð áhrif á loftskeytamanninn og um- hverfi hans. 3. t ljós hefur komið, að þessi óþæginda- einkenni hverfa ef menn fá að vinna, hvílast og sofa reglubundið, þ.e. eftir hinum svokallaða líffræðilega dægra- skiptatakti. Ekki er unnt að leggja vaktavinnu niður hjá loftskeytamönnum, þar sem þeir starfa við öryggisþjónustu með vaktir allan sólarhringinn 365 daga á ári. En það mætti létta álagið með fríum, svo að fólk gæti náð sér. Að loknum næturvöktum er þörf fyrir langt hvíldartímabil til að draga úr áhrifum óþægindanna, svefnleysisins og kval- anna sem næturvaktir hafa í för með sér. Starfsmannafélagið telur, að slíkar ráðstafanir gætu lengt meðalaldur loft- skeytamanna þegar fram í sækir, vegna betra heislufars, sem af þessu myndi leiða. 4. Félagið hefur haft frumkvæði að því að tryggja loftskeytamönnum lægri eftir- launaaldur. Það er von félagsins, að vaktavinnurann- sóknimar leiði til þess, að ríkið sem aðrir atvinnurekendur dragi lærdóm af þessari rannsókn og skoði tillögur loftskeyta- mannafélagsins um úrbætur, s.s. aukin frí þeim til handa og lækkun eftirlaunaaldurs. Þýtt og endursagt úr „Radiotelegrafen“ JLS Starfsmenntunarsjóður ríkisstarfsmanna í BSRB BSRB tekur við umsóknum Stjórn Starfsmenntunarsjóðs hefur óskað þess að skrifstofa BSRB tæki við umsóknum um styrki úr sjóðnum, og hefur um það orðið samkomulag. Full- trúar þandalagsins í sjóðstjórninni geta einnig tekið við umsóknum beint og gefið upplýsingar. Þeir eru: Ágúst Geirsson hjá Pósti og síma og Tómas Sigurðsson, Vita- og hafnamálaskrifstofunni. Markmið starfsmenntunar- sjóðs Sjóðnum er ætlað að greiða kostnað og veita styrki vegna náms starfsmanna, sem eru að tileinka sér framfarir og tæknibreytingar á sínu sérsviði eða und- irbúa sig fyrir vandasamari störf. Einnig að kosta endurhæfingar- menntun, ef störf eru lögð niður. Um hvað er unnt að sœkja? Að sjóðurinn beiti sér fyrir námskeið- um og annarri fræðslustarfsemi, er lýtur að aukinni starfsmenntun sjóð- félaga eða endurhæfingu þeirra. Þetta ætti væntanlega einkum við um samstæða hópa. 2. Bandalagsfélög geta sótt um fjárstyrk til námskeiðshalds á sínum vegum eða í samstarfi við aðra, sem sam- rýmist markmiðum sjóðsins. 3. Einstakhngar geta sótt um styrk vegna náms innanlandsog utan, sem fullnægir ákvæðunum um markmið sjóðsins — svo og til rannsókna eða ákveðinna verkefna, sem teljast til endurmenntunar þeirra. 4. Ríkisstofnanir geta sótt um styrk til námskeiðshalds. Umsóknum þarf að fylgja a) Lýsing á námi eða verkefni. b) Áætlaður kostnaður og hvenærfyrir- hugað er að stunda nám eða verk- efni. c) Aðrar þær upplýsingar, er sjóðstjórn kann að telja nauðsynlegar.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.