Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Side 20

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Side 20
20/ Skrifað-skrafað „Hérþarf kjarabœtur“. Fjámiálaráðherra hefur, sem cðlilcgt er, ekki gefið til kvnna nein viðbrögð við ný- gerðri kjaramálaályktun formannaráð- stefnu BSRB. En málgagn ráðherrans, Þjóðviljinn, birti eftirtektarverðan leiðara 26. sept. s.l., þar sem hann fjallar um samþvkktina undir fyr- irsögninni „Hér þarf kjarabætur“. Viljum við taka hér upp stuttan kafla, sem varpar e.t.v. Ijósi á væntanleg viðbrögð stjómvalda í samningunum, sem nú fara í hönd: ,,Nú í vikunni var haldin í Reykjavík formannaráðstefna Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Á þessari ráðstefnu var lagt á ráðin um kröfugerð BSRB í komandi kjarasamningum og samþykkt kjaramála- ályktun. I þeirri ályktun er m.a. lögð áhersla á nauðsyn launahækkana í því skyni að tryggja opinberum starfsmönnum þann kaupmátt, sem þeir hafa áður haft bestan. Ekki er nema bæði sjálfsagt og eðlilegt að félagsmenn BSRB setji sér þetta markmið. hvort sem nú tekst að ná því í fyrsta áfanga. Kjarasamningarnir þurfa að tryggja: f fyrsta lagi nokkra hækkun kaupmáttar al- mennra launa strax og eldri samningar renna út. í öðru lagi vaxandi kaupmátt á samningstímanum. í þriðja lagi örugga verðtryggingu launa. í fjórða lagi vaxandi launajöfnuð. f fimmta lagi tækifæri til að þoka verðbólgunni áfram niður á við. í sjötta lagi félagslegar úrbætur af ýmsu tagi.“ Hvertfélag hefur sjálfstœðan rétt. Albert Kristinsson, formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar skrifaði í Fjarðartíðindi um hina nýju stefnu í samn- ingamálum bæjarstarfsmanna, sem sagt er frá annars staðar hér í blaðinu. Hann segir: „Þótt sveitarstjómir sameinist þannig og myndi eina samninganefnd þá er ekki sjálfgefið, að það auðveldi samningagerð, því að bæjarstarfsmannafélögin eru 18 og samningar þeirra mismunandi, sérstaklega varðandi orlof og tryggingar. Ólíklegt er, að samninganefnd sveitarfé- laganna treystist til þess að bjóða félögun- um 18 mismunandi samninga. Þannig er líklegt að þau félög, sem í dag hafa lökustu samningana, högnuðust mest á þessari breytingu í fyrstu lotu. Þrátt fyrir þessa breytingu, þ.e. eina samninganefnd allra þeirra sveitarfélaga, sem vilja vera með, geta sveitarstjómirnar ekki tryggt sig gegn því. Hvert félag hefur sjálfstæðan samningsrétt og samningur sem væri undirritaður með fyrirvara um sam- þykki félagsmanna gæti verið samþykktur í einu félagi en felldur i öðru. Bæjarstarfsmenn eru örugglega ekki Stjórnarfundur NFS í Reykjavík Stjórnarfundur Norræna verkalýðssam- bandsins (NFS) var haldinn hér í Reykjavík 26.—28. ágúst s.l. Eins og venja er, voru lagðar fram skýrslur um efnahags- og kjaramál frá hverju aðildarsambandi. Það mál þessa stjórnarfundar, sem snertir íslendinga beint. var endurskoðun samn- ings milli Norðurlanda um sameiginlegan vinnumarkað á Norðurlöndum og aðild Is- lands að sameiginlega vinnumarkaðinum. Frásögn um það mál er birt annars staðar í blaðinu. Á stjórnarfundinum var tekið fyrir sam- starf NFS við Norðurlandaráð og norrænu ráðherranefndina. Af hálfu NFS er lögð áhersla á að hafa áhrif á norræna samvinnu á sviði atvinnumála, efnahagsmála, félags- mála og í öðrum þeim málaflokkum, er varða hag og velferð launafólks. Norðurlandaráð og norræna ráðherra- nefndin hafa orðið mikið frumkvæði um norræna samvinnu á ýmsum sviðum. Verkalýðssamböndin á Norðurlöndum telja því þýðingarmikið að beita áhrifum sínum með samstarfi við Norðurlandaráð og þær stofnanir, sem starfa á vegum þess. Mörg fleiri mál voru á dagskrá stjómar- fundarins. Þar á meðal var umræða um starfshætti og framtíðarstarf Norræna reiðubúnir til þess að afsala sér þeim ný- fengna samningsrétti sem þeir búa nú við og munu bregðast hart við ef tilraun verður gerð til þess að rýra hann á einhvern hátt.“ Frá vinstri Knud Christensen formaður NFS, framkvæmdastjórinn Lennart Forse- báck og fundarritarinn Iréne Svensk. verkalýðssambandsins. Var það fyrsti und- irbúningur undir sérstakan fund, sem halda á um starfsemi sambandsins þriðja hvert ár. Verður sá fundur á næsta ári. Skýrslur voru gefnar á fundinum um þátttöku NFS í starfi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga, Evrópusambands verkalýðsfélaga og Alþjóðasambands sam- taka launafólks, sem starfar við hliðina á Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Þessi samtök hafa það hlutverk að fylgjast með störfum OECD og hafa þar áhrif á mál með hagsmuni launafólks í huga. Af hálfu BSRB sóttu stjómarfundinn í Reykjavík Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórsson og Örlygur Geirsson.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.