Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Page 21

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Page 21
21 Rýmka átti rétt starfsmanna Á sl. vori samþykkti Alþingi eins og kunnugt er breytingu á lögum unt kjara- samninga opinberra starfsmanna. Mein- ingin með breytingunni var að mati forustu BSRB að rýmka samningsréttarákvæði lag- anna á þann veg að réttur starfsmanna sjálfseignastofnananna yrði ótvírætt sá sami og hjá ríkisstarfsmönnum. Umrædd lagabreyting, var satt best að segja, ein megin forsendan fyrir samningum BSRB á s.l. hausti. Lögðu samningamenn BSRB og þó sérstaklega SFR, sem höfðu sérstakra hagsmuna að gæta fyrir sína um- bjóðendur, að ná fram samningum um þetta atriði. Það kom mönnunt algjörlega í opna skjöldu, er líða tók á veturinn og ekki bólaði á lagafrumvarpi ríkisstjómarinnar til stað- festingar bráðabirgðalaganna frá fyrra sumri, um þau atriði er voru óaðskiljanleg- ur hluti af samningum BSRB og fjármála- ráðherra. Vikið frá fyrri yfirlýsingum Skýring þessa dráttar sá dagsins ljós rétt fyrir þinglok, er frumvarp um breytingu á samningsréttarlögunum var lagt fram, en þarfylgdi böggull skammrifi. Frumvarpinu fylgdi bréf fjármálaráðherra þar sem hann túlkar tilurð lagabreytingarinnarog efnisleg áhrif hennar, á þann veg, að enginn samn- inganefndarmanna BSRB vildi eða gat kannast við afkvæmið. Um það var rætt að í þessu tilviki hefði fjármálaráðherra vikið frá fyrri yfirlýsing- um fyrir pólitískan þrýsting, en slíkum vinnubrögðum er á engan hátt hægt að una, nema fullnægjandi skýring liggi fyrir um breytt viðhorf eða að fyrri forsendur hafi brostið. Undrun og fordæming á öilum fundum Samtök okkar BSRB og SFR stóðu af þessu tilefni að fundi með trúnaðarmönn- um sjálfseignastofnana og skýrðu fyrir þeim þróun þessara mála. í kjölfar hans voru haldnir fjölmargir vinnustaðafundir með starfsmönnum sjálfseignastofnana, þar sem málin voru rædd og leitað eftir áliti félags- manna. Fram kom á öllum fundunum mikil undrun og fordæming manna á þessum vinnubrögðum ráðherra. Lýstu félagsmenn almennt yfir stuðningi við stefnu forustumanna sinna og hvöttu þá til að hvika ekki frá settri stefnu. Jafnframt fóru fram, samhliða fundunum undirskrift- ir meðal þessara félagsmanna SFR, er áttu von í réttindabót við lagasetninguna. Þátt- takan var með ólíkindum, allir eða því sem næst skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem brögðum ráðherra var mótmælt. Stuðningur við afstöðu SFR og BSRB í texta undirskriftalistanna segir: ....lýsum yfir fullum stuðningi við þá afstöðu SFR og BSRB að samtökunum beri hér eftir sem hingað til að semja beint við sjálfseignastofnanir um kaup og kjör starfsmanna. Stofnanirnarganga inn í aðalkjarasamning ríkisins og BSRB og gera sérkjarasamning við hlutaðeigandi starfsmannafélag. Af þessu leiðir að sjálfsagt er að starfs- menn sjálfseignastofnana fái atkvæðis- rétt um sáttatillögur eins og tíðkast hefur um gerða aðalkjarasamninga. Einnig, að ágreiningur í þeirra málum verði úr- skurðaður í Kjaranefnd og Félagsdómi. Við mótmælum harðlega furðulegri túlkun fjármálaráðherra á hinu nýja lagaákvæði um samningsrétt. Við sættum okkur ekki við að sjálfs- eignastofnanir afhendi fjármálaráðherra umboð til samninga unt kjör okkar. Við felum BSRB og SFR að fylgja stefnu samtakanna í þessu þýðingar- mikla máli fast eftir.“ Þau frýunarorð er starfsmenn sjálfs- eignastofnana beina til forustumanna sinna, að láta ekki undan síga í baráttu samtakanna fyrir bættum samningsrétti þeirra, ættu að vera óþörf brýning, en að sjálfsögðu hafa brigður ráðherra á gefnum loforðunt, veikt tiltrú manna á gildi yfirlýs- inga hans og orðum. Þessum ósvífnu samningsrofum getur fé- lagið og umræddir félagsmenn ekki unað, og munu ekki sætta sig við slík svik. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SFR. AÐ STANDA VIÐ STÓRU ORÐIN Uppeldismálaþing Kennarasambands íslands Fjölmennum bekkjum mótmælt í ágústlok gekkst Kennarasam- band íslands fyrir uppeldismálaþingi. Um 300 ntanns sóttu ráðstefnuna víðs vegar að af landinu. Fjöldi erinda voru flutt og í lokin voru hringborðs- umrœður. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar var upplýsingamiðlun um starfshætti í blönd- uðum bekkjardeildum og hvemig kennarar reyna að mæta hinum ólíku þörfum nem- enda við núverandi aðstæður. Kom fram í þessu sambandi, að skortur er tilfinnanlegur á fjölbreytilegum náms- gögnum enda hefur Námsgagnastofnun ekki getað sinnt hlutverki sínu eins og lög gera ráð fyrir vegna fjársveltis. Þá lögðu kennarar einnig áherslu á, að forsenda fyrir farsælu starfi í blönduðum bekkjardeildum grunnskólans er sá undir- búningur, sem kennaranemar fá í Kenn- araháskóla íslands að ógleymdum endur- menntunamámskeiðum fyrir starfandi kennara. I erindum og umræðum varð ljóst, að það er almenn skoðun kennara að fækkun nemenda í bekkjardeildum sé nauðsynleg til þess að kennslan sé við hæfi nemenda með mismunandi námsgetu. Þó að kennarar hafi almennt lýst yfir ánægju sinni með þá þróun, sem orðið hef- ur í hinum stærri skólum í átt til blandaðs bekkjarkerfis, kom þó vissulega fram í um- ræðuhópum, að enn á margt eftir að koma til framkvæmda til þess að grunnskólinn geti „hagað störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðlað að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins“ eins og kveðið er á um í 2. gr. laga um grunnskóla.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.