Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 4
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Töluverðar tafir og óvissa settu
svip sinn á starf verkefnisstjórnar
vegna 4. áfanga rammaáætlunar
um vernd og orkunýtingu land-
svæða. Tafirnar má rekja meðal
annars til þess að Alþingi hefur
ekki afgreitt 3. áfanga, en verkefn-
isstjórn um þann hluta rammáætl-
unar skilaði af sér 2016 og er talið
að afgreiðsla þess hluta hafi tafist
vegna óeiningar innan ríkisstjórn-
arflokkanna um virkjunarmál.
„Starfsumhverfi verkefnisstjórn-
ar og faghópa varð allt annað en að
var stefnt í upphafi. Engan grun-
aði að þingsályktunartillaga byggð
á vinnu við 3. áfanga rammaáætl-
unar yrði enn ekki samþykkt af Al-
þingi þegar skipunartími verkefn-
isstjórnar og faghópa 4. áfanga
rynni út – fjórum árum eftir skip-
un,“ skrifar Guðrún Pétursdóttir,
formaður verkefnisstjórnar 4.
áfanga, í formála skýrslu hópsins
sem birt var 31. mars.
„Þessi dráttur á eðlilegri máls-
meðferð er sannarlega ekki í anda
laganna um rammaáætlun, enda
búa þau ekki yfir neinum leiðbein-
ingum um hvernig taka skal á
slíkri stöðu. Lagalega var verkefn-
isstjórn 4. áfanga rammaáætlunar
mjög þröngur stakkur skorinn við
þessar aðstæður,“ skrifar hún.
Í skýrslunni er einnig að finna
drög að tillögum um flokkun virkj-
unarkosta.
Guðrún segir í formálanum að
vegna þeirrar óvissu sem skapaðist
um framvindu rammaáætlunar hafi
Orkustofnun ekki auglýst eftir nýj-
um virkjunarkostum fyrstu rúm
tvö ár frá skipun verkefnisstjórn-
arinnar, en hún var skipuð til fjög-
urra ára 5. apríl 2017.
Knappur tími til rannsókna
„Í ársbyrjun 2019 sá verkefn-
isstjórn sér ekki annað fært en að
fara fram á það við Orkustofnun að
lýst yrði eftir nýjum virkjunar-
kostum til mats. Þegar þeir bárust
verkefnisstjórn vorið 2020 var
knappur tími til að framkvæma
þær rannsóknir sem nauðsynlegar
eru til að meta verðmæti viðkom-
andi landsvæða og hin margvíslegu
áhrif sem virkjanirnar kunna að
hafa á þau, á aðra nýtingarmögu-
leika svæðanna, og á viðkomandi
samfélög.
Í ljósi þessa varð að samkomu-
lagi milli ráðherra umhverfis- og
auðlindamála og verkefnisstjórnar
að hún stefndi að því á skipunar-
tíma sínum að ljúka mati og fyrstu
flokkun þrettán virkjunarkosta
sem tækir voru til meðferðar,“ út-
skýrir Guðrún.
Fram úr tímaramma
Niðurstaða verkefnisstjórnar
vegna 3. áfanga var afhent ráð-
herra 2016 en þingsályktun um
áætlun um vernd og orkunýtingu
landsvæða var lögð fyrir Alþingi
30. nóvember á síðasta ári og var
afgreidd til umhverfis- og sam-
göngunefndar 26. janúar.
„Menn eru komnir langt fram úr
þeim tímaramma sem lögin til-
greina. Það er búinn að vera mikill
vandræðagangur síðan 2016 og ég
hef tengt þetta við afgreiðslu
frumvarpsins um hálendisþjóð-
garð. Mér þykir fráleitt að nálgast
málið með þeim hætti að það sé
hægt að leiða hálendisþjóðgarðs-
málið til lykta áður en rammaáætl-
unin er kláruð. Í henni eru verk-
efni sem eru innan fyrirhugaðra
þjóðgarðsmarka,“ segir Bergþór
Ólason, formaður umhverfis- og
samgöngunefndar og þingmaður
Miðflokksins. „Ég hef gagnrýnt
það hversu seint rammaáætlun
kemur fram. Við erum á vorþingi
síðasta þings kjörtímabilsins og er-
um núna að fá málið til meðferðar í
nefndinni. Það er ekki gott,“ bætir
hann við.
Til aukinna sátta
„Ég get ekki annað gert en að
hafa skilning á þeim sjónarmiðum
sem verkefnisstjórnin kemur með,“
segir Bergþór sem telur ábyrgð á
stöðu mála liggja hjá Guðmundi
Inga Guðbrandssyni, umhverfis-
og auðlindaráðherra, og umhverf-
isráðuneytinu. „Það er alveg ljóst
að rammaáætlunarferlið er allt í
uppnámi. Það er búið að eyði-
leggja þessa leið sem var mótuð á
sínum tíma til þess að reyna að ná
sátt um hvernig ákvarðanir séu
teknar um hvaða virkjanakostir
eru settir í framkvæmdaferli og
hverjir ekki. Þetta var ágæt og
skynsamleg nálgun sem átti að
leiða til aukinna sátta í samfélag-
inu.“
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur hafði frumkvæði að lögum
um verndar- og orkunýtingaráætl-
un og var frumvarp Katrínar Júl-
íusdóttur, þáverandi iðnarráð-
herra, samþykkt á Alþingi árið
2011. Bergþór segir umhverfisráð-
herra í sömu ríkisstjórn, Svandísi
Svavarsdóttur, hafa byrjað að
grafa undan fyrirkomulaginu árið
2012 þegar hún hóf að eiga við til-
lögur verkefnisstjórnarinnar sem
þá starfaði. „Þá byrjuðu undirstöð-
ur rammaáætlunarferlisins að
veikjast. Síðan hefur þetta jafnt og
þétt farið í þá áttina að formið, og
það verkfæri sem rammaáætlun
átti að vera, sé að verða ónýtt.“
Tímabært að leita
annarra leiða
Bergþór vísar í orð Guðna A.
Jóhannessonar orkumálastjóra
máli sínu til stuðnings. Guðni sagði
í jólaerindi sínu tímabært að
leggja af rammaáætlunarkerfið.
„Ég held við verðum að gera okk-
ur ljóst að allt þetta ferli er orðið
langur erfiður draumur eða mar-
tröð. Það er kominn tími til þess
að vakna upp frá þessu og finna
nýjar leiðir,“ skrifaði Guðni.
„Það er búið að eyðileggja þetta
verklag,“ fullyrðir Bergþór. „Það
sem fer í verndarhluta áætlunar-
innar er varið til framtíðar, en það
sem fer í nýtingarhluti er enn þá
deilt um. Þannig að þau verkefni
sem er mikil pólitísk samstaða um
og eiga að fara í framkæmd, þau
lenda í óteljandi hindrunum á
seinni stigum. Eitt gott dæmi er
Hvalárvirkjun fyrir vestan.“
Spurður hvort hann telji meiri-
hlutann ósamstiga í virkjunarmál-
um og að það hafi tafið afgreiðslu
málsins, svarar Bergþór: „Mér
þykir margt benda til þess að
stjórnarflokkarnir hafi mismun-
andi áherslur hvað rammaáætlun
varðar og það gæti orðið til þess
að málið tefjist.“
Reynt var, við vinnslu fréttar-
innar, að fá skýringu umhverfis-
ráðherra á því að afgreiðsla 3.
áfanga hafi tafist eins mikið og
raun ber vitni. Ekki náðist í ráð-
herra símleiðis eða í gegnum að-
stoðarmann hans í gær.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun voru samþykkt 2011 og mæla
fyrir um að Orkustofnun sendi verkefnisstjórn virkjunarkosti til mats.
Verkefnisstjórn, sem skipuð er af ráðherra, skipar faghópa með sér-
fræðingum til að fara faglega yfir virkjunarkostina, meta þá með stiga-
gjöf og skila rökstuddum niðurstöðum til verkefnisstjórnar.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sex manna verkefnisstjórn til
fjögurra ára þann 5. apríl 2017. Henni var gert að vinna tillögu fyrir 4.
áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Verkefnisstjórnin vegna 4. áfanga skipaði síðan fjóra faghópa með 21
sérfræðingi alls en auk þeirra lögðu ýmsir sérfræðingar faghópunum og
verkefnisstjórn lið.
Hlutverk verkefnisstjórnarinnar
VERNDAR- OG ORKUNÝTINGARÁÆTLUN
Rammaáætlunarferli í uppnámi
- Orkustofnun auglýsti ekki eftir nýjum virkjunarvalkostum í tvö ár - Tafirnar sagðar ekki í anda laga
- Búið að eyðileggja verklagið sem átti að skapa sátt, segir formaður umhverfis- og samgöngunefndar
Ljósmynd/Landsvirkjun
Virkjanakostir Stækkun Hrauneyjafossstöðvar var ein þeirra þrettán framkvæmda sem lagt var mat á.
Guðrún
Pétursdóttir
Bergþór
Ólason
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Verkefnisstjórninni vegna fjórða
áfanga rammáætlunnar bárust 34
kostir um vindorkuver. Hins vegar
var það aðeins í fimm tilvikum sem
nægileg gögn fylgdu svo hægt yrði
að leggja mat á vindorkukostina.
Verkefnisstjórnin lætur af störfum
5. apríl og bíða því 29 vindorku-
valkostir úrvinnslu næstu verkefn-
isstjórnar.
Drög verkefnisstjórnarinnar að
flokkun virkjunarkosta gera ráð
fyrir að þrír virkjunarkostir vegna
vindorku fari í nýtingarflokk. Eru
það vindmyllugarðurinn í Garpsdal
í Reykhólahreppi þar sem 37 myll-
ur sem framleiða 130 MW eru fyr-
irhugaðar, auk Alviðru í Borg-
arbyggð þar sem gert er ráð fyrir 6
vindmyllum sem framleiða 30 MW
og Vindheimavirkjun í Hörgár-
byggð með 8 til 10 vindmyllur og 25
til 35 MW.
Þá er lagt til að hugsanlegt 120
MW vindorkuver með 30 vindmyll-
um í Búrfellslundi í Rangárþingi
ytra og 27 vindmyllur með 151 MW
framleiðslu að Sólheimum í Dala-
byggð verði færð í biðflokk.
„Þótt vindurinn sé óþrjótandi er
land undir vindorkuver það ekki.
Landið er hin takmarkaða auðlind í
þessu tilfelli. Vindmyllur eru nú um
150 m háar og fara hækkandi. Þær
eru því afar áberandi í landslagi og
sjást víða að. Vindorkuver munu
valda miklum breytingum á ásýnd
landsins ef ekki verður varlega far-
ið,“ segir í skýrslu verkefnisstjórn-
arinnar.
Bárust 34 vindorkukostir
- Aðeins fimm kostum fylgdu nægileg gögn - Vindorku-
garður í Garpsdal í nýtingarflokk - Búrfellslundur í bið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vindur Landsvirkjun hefur staðið
að þróunarverkefni við Búrfell.