Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 6

Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 ÞARFT ÞÚ AÐ SELJA? Hvort sem þú þarft að kaupa, selja, leigja eða fá verðmat þá er ég reiðubúin að liðsinna þér. HB FASTEIGNIR Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali Sími 821 4400 hrafnhildur@hbfasteignir.is Kringlan 7, 103 Reykjavík – Sími 821 4400 – hbfasteignir.is YFIR 25 ÁRA REYNSLA VIÐ SÖLU FASTEIGNA ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR GLEÐILEGA PÁSKA Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Sveitarstjórar í Skútustaðahreppi og Mýrdalshreppi segja að aðilar í ferðaþjónustu séu klárir í bátana ef verður af góðu ferðasumri. Kórónu- veirufaraldurinn hefur enda kippt fótunum undan mörgum sveitar- félögum á landinu, sem reiddu sig orðið mikið á ferðaþjónustu. Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir við Morg- unblaðið að fólksfækkun hafi orðið í hreppnum eftir að heimsfaraldurinn skall á. Hins vegar hafi sú þróun nú hætt og allt stefnir í að fólki muni frekar fjölga en fækka þegar tekur að sumra. Sveinn segir einnig að úr- ræði hins opinbera, til þess að dempa áhrif faraldursins á mikilvægar at- vinnugreinar, hafi reynst aðilum í ferðaþjónustu á svæðinu vel. „Ég veit um nokkra aðila sem hafa verið að ráða, þá með stuðningi ráðn- ingarstyrkja hjá Vinnumálastofnun, og svona heilt yfir held ég að þessi úrræði sem voru kynnt hafi virkað ágætlega, þótt það sé auðvitað ekk- ert sjálfgefið.“ Sjálfbær uppbygging Sveinn segir jafnframt að þörf sé á viðspyrnu strax, en á sama tíma sjálfbærri uppbyggingu til lengri tíma litið. „Við höfum verið að leggja áherslu á samstarf við Vatnajökuls- þjóðgarð. Við hyggjum loksins á al- vöruuppbyggingu, sem er eitthvað sem við höfum verið að bíða eftir lengi.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, tekur í sama streng og kollegi hennar í Skútustaða- hreppi, og segir að fólk í og við Vík í Mýrdal sé reiðubúið að anna eftir- spurn í sumar og í haust. Áður en nýjar og hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi innanlands sáust gjarnan Íslendingar í Vík, sér í lagi um helg- ar. Í þokkabót voru erlendir ferða- menn farnir að láta sjá sig á svæðinu, eitthvað sem Þorbjörg segir að sé gleðiefni. „Ég held að menn séu alveg til- búnir í slaginn. Við gerum ráð fyrir Íslendingum nú í sumar en kannski fleiri erlendum ferðamönnum í haust. Annars höfum við verið að sjá erlenda ferðamenn núna um páskana, ekkert í líkingu við það sem var, en samt sem áður eitthvað. Við höfum verið að sjá bíla niðri við Sól- heimasand til að mynda,“ segir Þor- björg. Hún segir aðspurð að sveitar- stjórnin hafi ekki verið í miklu sam- ráði við aðila í ferðaþjónustunni vegna fyrirhugaðrar viðspyrnu í geiranum eftir faraldurinn. Að henn- ar sögn þekkja þeir markaðinn best sem með honum fylgjast, sem eru ferðaþjónustuaðilarnir sjálfir. Fólk í ferðaþjónustu klárt í bátana - Mögulegri eftirspurn verður annað, segja sveitarstjórar - Erlendir ferðamenn sést víða um páskana Sveinn Margeirsson Þorbjörg Gísladóttir „Þetta kom satt að segja alveg flatt upp á mig,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í samtali við Morgunblaðið eftir heimsókn á Bessastaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Ís- lands, á þriðjudag. „Ég fékk boð um það frá for- setaskrifstofu að koma til Bessa- staða og þá pússar maður bara skóna og hlýðir!“ Erindi forsetans var að ræða við dr. Hannes um nýútkomnar bækur hans, þætti um 24 hugsuði, sem falla að borgaralegum lífsskoð- unum, bæði íhaldsmenn og frjáls- hyggjumenn. „Guðni er fræðimaður í forseta- stóli, svo við áttum fróðlegt og skemmtilegt spjall um sögu og hugmyndir – sögu Íslands jafnt og mannkyns. Þetta var ákaflega gaman og forsetinn alúðlegur, eins og honum er líkt,“ segir dr. Hannes. Báru sam- an bækur á Bessa- stöðum Forseti Íslands bauð dr. Hannesi Hólmsteini til Bessastaða að ræða nýjar bækur hans Halldór Hreinsson, eigandi Fjalla- kofans, segir að vikan nú fyrir páska hafi verið betri en vikan fyrir jól. Í Fjallakofanum fæst allt til útivistar, allt frá höfuðljósum til mannbrodda og útivistarfatnaðar. Lesendur Morgunblaðsins geta því auðveldlega gert sér í hugarlund hversu mikið hefur verið að gera í Fjallakofanum að undanförnu, enda hafa um 30 þús- und Íslendingar farið að gosstöðv- unum í Geldingadölum á þeim tveim- ur vikum síðan byrjaði að gjósa. Sá stærsti frá upphafi „Gos í bakgarðinum er mikill hval- reki, það er alveg klárt. Þessi vika fyrir páska var stærri en jólin, það er að segja stærri en síðustu dagar fyrir jól. Síðasti þriðjudagur var sá stærsti frá upphafi,“ segir Halldór við Morg- unblaðið. „Fólkið flæðir eins og hraunið hingað inn,“ bætir hann við. Halldór segist vera í góðum sam- skiptum við birgja erlendis og því hafi tekist ágætlega að halda lag- ernum frá því að tæmast. Hins vegar kláruðust höfuðljós síðasta þriðju- dag, en sending á miðvikudaginn breytti því þó til hins betra. Það sem selst hvað mest, að sögn Halldórs, eru einmitt höfuðljósin og skóbúnaður. Bæði þá gönguskór og mannbroddar og keðjur undir þá. Opið er í Fjallakofanum í dag, laugardag, og Halldór er bjartsýnn að ná að anna eftirspurn eftir páska. Halldór segir einnig að starfsfólk Fjallakofans hafi átt fullt í fangi með að sinna öllum viðskiptavinum og gæta þess að sóttvarnareglum sé fylgt á sama tíma, svo mikil er eft- irspurnin. Meira að gera í vikunni fyrir páska en í vikunni fyrir jól - Mannbroddar og höfuðljós rjúka út í Fjallakofanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Álag Halldór Hreinsson, eigandi Fjallakofans, hefur haft mikið að gera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.