Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 9

Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er ný saga og gömul að fólk flykkist að þar sem tök eru á að komast í tæri við eldgos. Stórbrotið sjónarspil náttúrunnar heillar, en getur haft hættur í för með sér, um- fram það sem fylgir hamförunum sjálfum. Því er brýnt að fólk sé vel búið og fari varlega við gosstöðvar. Illmögulegt var að fá bíla Á öðrum degi í Heklugosi 1947 myndaðist bílaþvaga á Hellisheiði, eins og það var orðað í Morgun- blaðinu sunnudaginn 30. mars. Þar segir meðal annars: „Skömmu eftir að frjettist um gosið í gær, var eins og eitthvað æði gripi bæjarbúa og allir vildu ólmir komast upp á Kambabrún og helst lengra, til að sjá náttúruhamfarirnar. Byrjuðu bílar að streyma úr bænum, og svo margir, að illmögulegt var að fá bíla á bifreiðastöðvum, en á Hellisheiði lenti alt í óreiðu vegna bílaþvög- unnar. Maður, sem var að koma úr Skíða- skálanum, komst hingað til bæjarins klukkan sjö eftir rúmlega tveggja tíma ferð, en Agnar Kofoed-Hansen, lögreglustjóri, tjáði blaðinu, að um níu leytið hefðu um 500 bílar verið á heiðinni. Mátti heita að umferðin hefði alveg stöðvast um tíma - vildu sumir komast upp eftir en aðrir til Reykjavíkur - og varð loks að senda menn á vettvang til að greiða úr flækjunni. Reyndar sögðu flestir, sem upp á Kambabrún fóru, að þaðan væri í rauninni ekkert meira að sjá en hjeðan úr Reykjavík - aðeins einn geysistóran gosstrók, en engar eld- glæringar. Voru menn aðvaraðir við því í gærkvöldi að fara austur nema í nauðsynlegum erindum.“ Sölutjald í Fljótshlíð Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hafði sannarlega aðdráttarafl og á baksíðu Morgunblaðsins mánudaginn 29. mars 2010 sagði frá því að útihátíð- arstemning hefði verið við gosstöðv- arnar helgina á undan og ekki allir verið vel búnir til gönguferða. Sumir hafi verið í gallabuxum, strigaskóm og ekki skjólgóðum utanyfirfatnaði. Þar var haft eftir björgunar- sveitarmönnum að á þriðja þúsund manns hafi helgina á undan lagt leið sína að gosstöðvunum á Fimmvörðu- hálsi. Þá var stöðugur straumur bíla inn Fljótshlíð alla helgina og á afrétt sveitarinnar, en á móts við Húsadal í Þórsmörk sást vel til eldgossins. Áætlað er að átta til tíu þúsund manns hafi farið um þær slóðir á laugardag. Flestir sem þar fóru um voru á góðum jeppum. Dæmi voru þó um að fólk væri á mjög vanbúnum fólks- bílum en til að komast inn á afrétt- inn þarf að fara um grófan veg og yf- ir óbrúaðar ár. Þá hafði sölutjald verið sett upp við Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð þar sem boðið var upp á kaffi og snúða og annað brauðmeti. Ljósmynd/Þorsteinn Oddsson Svartur mökkur Ein fyrsta myndin sem náðist af Heklugosi var tekin frá Heiði á Rangárvöllum þegar gosið 1947 hafði staðið í um tuttugu mínútur. Morgunblaðið/RAX Sjónarspil Fólk fylgist með eldgosinu í Fimmvörðuhálsi 2010. Margir lögðu leið sína inn í Fljótshlíð til að sjá gosið, líkt og nú gerist við Fagradalsfjall. Dæmi eru um að ljósmyndarar fari um allan heim til að „safna“ eldgosum. Eins og eitthvert æði gripi bæjarbúa - Eldgos draga að fólk - Allt í óreiðu á Hellisheiði 1947 - Þúsundir fylgdust með á Fimmvörðuhálsi Um er að ræða trausta kaupendur og í sumum tilvikum staðgreiðslu. Hér er sýnishorn úr kaupendaskrá okkar. Vegnamikillar sölu undanfarið vantar okkur ýmsar gerðir og stærðir af íbúðarhúsnæði fyrir viðskiptavini okkar GRENSÁSVEGUR 11 I SÍMI 588 9090 I WWW.EIGNAMIDLUN.IS SALA FASTEIGNA SÍÐAN 1957 Kaupendaskrá – sýnishorn SÉRBÝLI Á SELTJARNARNESIÓSKAST Höfum verið beðin að útvega viðskiptavini okkar 220-350 fm einbýlishús, parhús eða raðhús á Seltjarnarnesi. EINBÝLISHÚS Á SVÆÐI 108ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 230-400 fm einbýlishúsi á svæði 108. Æskileg staðsetning: Fossvogur eða Gerði. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNIÓSKAST Viðskiptavinur okkar leitar að 250-350 fm einbýlishúsi í Vesturborginni. Æskileg staðsetning er póstnúmer 107. EINBÝLISHÚS Í GRAFARVOGIÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 200-250 fm einbýlishúsi í Grafarvogi. Húsið þyrfti helst að vera á einni hæð. SÉRBÝLI Á SVÆÐI 104ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 250-400 fm einbýlis eða parhúsi. Æskileg staðsetning: Selvogsgrunn, Sporðagrunn, Teigar eða Laugarásvegur. HÆÐ Í VESTURBORGINNIÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð í Vesturborginni. Æskileg staðsetning er póstnúmer 107. Afhendingartími er samkomulag. ÞORRAGATA – ÍBÚÐÓSKAST Höfum verið beðin að útvega viðskiptavini okkar íbúð við Þorragötu. 2JA-4RA HERB. ÍBÚÐIRÓSKAST Einnig höfum við fjölda kaupenda að 2ja-4ra herb. íbúðum í ýmsum hverfum. SverrirKristinsson Löggiltur fasteignasali Sími 8618514 sverrir@eignamidlun.is MagneaSverrisdóttir MBAog löggiltur fasteignasali Sími 8618511 magnea@eignamidlun.is FREKARI UPPLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.