Morgunblaðið - 03.04.2021, Page 10

Morgunblaðið - 03.04.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 Árborg auglýsir til úthlutunar nýjar lóðir í I og II áfanga í landi Bjarkar á Selfossi Íbúðarlóðir í I áfanga Björkustykkis Um er að ræða 4 einbýlishúsalóðir, 2 parhúsalóðir, 4 raðhúsalóðir og 3 fjórbýlishúsalóðir. Áætluð afhending er 20. júlí 2021 Íbúðarlóðir í II áfanga Björkustykkis Um er að ræða 24 einbýlishúsalóðir, 12 parhúsalóðir og 4 raðhúsalóðir. Áætluð afhending er 15. september 2021 Nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulags- og byggingarskilmála má nálgast á heimasíðu Árborgar www.arborg.is Einungis verður tekið á móti umsóknummeð rafrænum hætti í gegnum ”Mín Árborg” á heimasíðu sveitarfélagsins www.arborg.is. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021. Við úthlutun lóða verður farið eftir reglum um úthlutum lóða í Sveitarfélaginu Árborg, samþykktum í bæjarstjórn Árborgar 17. febrúar 2021. Lóðir til úthlutunar á Selfossi H ei ða rs te kk ur M óstekkur H eiðarstekkur B jö rk ur st ek ku r B jö rk ur st ek ku r Móstekkur Móstekkur Björkurstekkur Björkurstekkur Björkurstekkur Björkurstekkur Björkurstekkur H eiðarstekkur H eiðarstekkur 65 10 6 2 4 8 12 32 30 28 26 24 22 20 18 16 14 42 44 40 38 36 34 46 48 50 56 54 52 58 60 62 68 66 64 21 23 25 27 29 31 47 45 43 41 39 37 35 33 49 51 53 55 57 59 83 73 71 61 81 75 69 63 79 77 67 20 22 24 26 28 30 32 27 29 31 33 47 45 43 41 39 37 35 59 57 8 10 12 2 4 6 10 2 4 6 8 1 3 55 53 1819 17 15 13 11 9 1 3 5 7 51 49 13 11 9 7 17 15 19 21 23 25 1 3 5 16 14 17 5 13 9 19 21 23 25 7 11 15 27 N Andrés Magnússon andres@mbl.is Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur segir að lög um trúfélög séu mein- gölluð og kalli á endurskoðun. „Lögin um trúfélög frá 2013 held ég að hafi afhjúpast sem alger mistök og eitthvað sem verður að endur- skoða frá grunni,“ segir Kristrún í páskaþætti Þjóðmálanna á Dag- málum, streymi fyrir áskrifendur Morgunblaðsins, en þar ræddi Andrés Magnússon við hana og síra Svein Valgeirsson dómkirkjuprest um heilög málefni í nútímaþjóð- félagi. Kristrún segir að þetta hafi orðið lýðum ljóst í máli hins skráða trú- félags zúista, sem hafi byrjað sem einhvers konar grín eða tilraun til þess að komast hjá greiðslu op- inberra gjalda, en endað hálfu verra. „Að það skuli geta gerst, að rík- isvaldið á Íslandi beinlínis beiti skattlagningarheimildum og vald- heimildum til þess að innheimta tugi milljóna króna fyrir félag sem er einhvers konar skrípó og afhjúp- ast síðan sem félag svikahrappa, sem hafa fé af fólki.“ Hún segist ekkert botna í hversu blint rík- isvaldið og ráðuneyti þess hafi verið á það, sem þar gerðist hjá félagi sem hafi sérstaka stöðu að lögum, hreina forréttindastöðu raunar. „Svo sér maður hið sama núna í frumvarpi, sem fram er komið um þjóðkirkjuna. Að það er verið að ganga út frá því að þjóðkirkjan sé sem hvert annað félag. Félag er það að fólk komi saman og leggi saman fé, sé til í að hætta því fé í við- skiptum eða öðrum tilgangi. Sem er allt allt annað fyrirbæri en þetta andlega samfélag, sem felst í trúar- brögðum um heim allan og er við- urkennt hvarvetna í hinum sið- menntaða heimi, en íslenska ríkið virðist vera hætt að skilja hvað er.“ Kristrún kveðst líta svo á að lögin um trúfélög frá 2013 hljóti að teljast dauð og ómerk eftir zúista-málið. Nýtt frumvarp um þjóðkirkj- una gengur ekki upp Hins vegar sé hið nýja frumvarp um þjóðkirkjuna, sem allir hugsandi menn hljóti að hafna. „Þessi leið gengur ekki upp,“ segir Kristrún þar sem hún byggi á misskilningi um það hvað málið snýst. „Í íslenskri lögfræði var lengst af gengið út frá því grundvallaratriði að trúfélög væru einmitt ekki al- menn félög, trúfélög væru annars eðlis, væru alls ekki félög. Nú hefur það umhverfst með einhverjum undrahraða.“ Kristrún bendir til dæmis á að Viðreisn hafi lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem verið sé að líta til þjóðkirkjunnar og stöðu hennar andspænis öðrum trúarhópum, líkt og þar séu fyrirtæki á samkeppn- ismarkaði. „Þetta er bara galið. Að blanda saman þessari hugmyndafræði um samkeppni á markaði og hinu, að þjóðfélagið þurfi að marka trúar- hreyfingum, trúfélögum og trúar- brögðum, sem eiga sér mjög djúpar rætur, afmarkað svið […] að það sé bara einhvern veginn horfið og menn skilji þetta ekki. Það er mjög alvarlegt mál.“ Síra Sveinn tekur undir þetta. „Ég upplifi þetta nokkuð svipað og Kristrún lýsir, líkt og menn séu að leita að einhverjum núllpunkti, sem ég veit ekki hvað er raunhæfur,“ segir síra Sveinn. Kristrún bætir við að það gangi ekki að núllstilla þjóðfélagið. „Þarna er verið að blanda saman vantrúar- hugmyndinni um að ekkert sé heil- agt og að það sé ekkert til sem heiti trúfélög, heldur bara félög. „Það hefur afleiðingar ef þú setur það í lög landsins, ótrúlega miklar afleið- ingar og hugsunarlaust.“ Gölluð lög um þjóðkirkju og trúfélög - Segir lög um trúfélög hafa reynst meingölluð eins og zúistamálið sýni - Nýtt frumvarp til heild- arlaga um þjóðkirkjuna markað sama misskilningi - Trúfélög séu ekki eins og hver önnur félög Morgunblaðið/Hallur Trúmál Síra Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur í Dagmálum. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Frumkvöðlafyrirtækjum í bláa hag- kerfinu hefur fjölgað um 150% á undanförnum áratug. Við talningu slíkra frumkvöðlafyrirtækja, sem tengjast hafinu á einn eða annan hátt, árið 2012, kom í ljós að þau voru um 60 talsins. Nú eru þau hins vegar orðin um 150. Fram kemur í greiningu klasans að „aukningin á þessum tæplega tíu árum liggur aðallega í mikilli fjölg- un frumkvöðlafyrirtækja í hvers kyns matvælaframleiðslu, bæti- og heilsuefnum, hugbúnaði og fleira.“ Fjölbreytni í hópi þessara frum- kvöðlafyrirtækja hefur aukist um- talsvert og er sérstaklega bent á fyrirtæki sem sérhæfa sig í að auka rekjanleika afurða og öryggi mat- væla, auk fyrirtækja sem framleiða fæðubótarefni og snyrtivörur, þróa hugbúnað og gervigreind, ekki síst umhverfistækni sem er sífellt stærri þáttur og svo fyrirtæki sem stunda eldi eða þörungarækt.“ Þá segir að flest fyrirtækin eigi rætur að rekja til innlendra háskóla og rannsóknarstofnana og að mark- aðsvirði fyrirtækjanna sem skarað hafa fram úr skiptir tugum millj- arða króna. Greinendur Sjávarklas- ans segja það valda „nokkrum von- brigðum að ekki verði fleiri fyrirtæki til á sviði sjávarlíftækni á Íslandi. Vöxtur í greininni ræðst að miklu leyti af því hvernig tekst til að fjármagna rannsóknir, þróunar- starf og nýsköpunarfyrirtækin.“ Fá ný tæknifyrirtæki í fisk- vinnslutækni hafa verið stofnuð á tímabilinu og er talið að með stærri og öflugri tæknifyrirtækjum á þessu sviði hafi átt sér stað ákveðin mettun. „Það er helst í sérhæfðari tækni, svo sem í gervigreind, rekj- anleika- og umhverfistækni og skipatækni sem áhugaverð nýsköp- unarfyrirtæki hafa komið fram á sjónarsviðið.“ Morgunblaðið/Hari Greining Sjávarklasinn segir mikla nýsköpun í haftengdri starfsemi. Mikil gróska í bláa hagkerfinu - Frumkvöðlafyrirtæki 150% fleiri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.