Morgunblaðið - 03.04.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.04.2021, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 VIÐTAL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hinn nýi dráttarbátur Faxaflóa- hafna, Magni, er enn í Hollandi en þar hefur hann verið til viðgerða síðan í júlí í fyrra, eða í átta mán- uði. Nýi Magni er 32 metra lang- ur, 12 metra breiður og með tvær 2.025 kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur drátt- arbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak. Umsamið verð var rúmur milljarður króna. Stjórn Faxaflóahafna ákvað árið 2018 að láta smíða nýjan og öfl- ugan dráttarbát. Mikil þörf var talin á stærri báti í þjónustu hafn- anna við Faxaflóa, m.a. vegna þess að skemmtiferðaskip sem hingað koma verða sífellt stærri. Þá hefur Eimskip nýlega tekið í þjónustu sína tvö öflug og stór gámaskip. Magni kom til Reykjavíkur- hafnar fimmtudaginn 27. febrúar 2020 eftir rúmlega 10 þúsund sjó- mílna siglingu frá Víetnam, þar sem báturinn var smíðaður, en skipasmíðastöðin er í eigu Damen Shipyards í Hollandi. Fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu varðandi smíði skipsins og ljóst að mikilla endurbóta var þörf. Spurningar hafa eðlilega vaknað um hvernig stendur á því að rótgróin skipasmíðastöð láti frá sér slíkan gallagrip. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Magnús Þór Ás- mundsson, hafnarstjóra Faxaflóa- hafna, en hann tók við starfinu í ágúst 2020. - Hver er staðan á núna? Stefnt var að því að ljúka endurbótum á bátnum í október sl. en Magni er enn þá í Hollandi. „Starfsmenn Faxaflóahafna fóru til Hollands í nóvember til að fara yfir verkið og vera viðstaddir próf- anir. Þá hafði ekki tekist að bæta úr öllum ágöllum og var því bátn- um haldið áfram í Hollandi á með- an bætt væri úr því. Ástand vegna Covid-19 í Hollandi hefur jafn- framt tafið framgang verksins. Við gerum nú ráð fyrir að prófanir fari fram í Hollandi seinni hluta maí að viðstöddum fulltrúum Faxaflóa- hafna og ef allt gengur að óskum að Damen sigli Magna til Íslands og afhendi hann um miðjan júní. Fulltrúar Faxaflóahafna verða ekki sendir til Hollands á meðan tvísýnt er með ástand Covid-19, eins og raunin er í dag, en farið verður utan í úttekt við fyrsta mögulega tækifæri. Á meðan við- gerð stendur yfir á Magna hafa Faxaflóahafnir afnot af öðrum dráttarbát frá Damen, Phoenix.“ - Hvaða endurbætur var ráðist í og voru þær umfangsmeiri en upp- haflega var talið? „Eftir komu til Hollands kom í ljós að viðgerðin yrði umfangs- meiri en talið var í upphafi. Helstu ágallar voru glussaleki á framspili, sem síðar var endurnýjað, glussa- leki á afturspili sem síðar var tek- ið í land og yfirfarið frá grunni, af- rétting aðalvéla, staðbundinn titringur, óhreinindi í eldsneyt- iskerfi og óeðlilegur gangur í ljósavélum.“ - Fram hefur komið að Damen beri allan kostnað. Hafa Faxaflóa- hafnir skoðað möguleika á skaða- bótum? „Damen tekur á sig allan kostn- að við viðgerðina og Faxaflóahafn- ir hafa afnot af öðrum dráttarbát frá Damen á meðan. Skaðabótamál er ekki í skoðun að svo komnu máli. Við höfum komist að ásætt- anlegu samkomulagi við Damen sem varðar lengingu á ábyrgð- artíma.“ - Mun fara fram skoðun á því hvers vegna svona margt fór úr- skeiðis við smíðina, þrátt fyrir öfl- ugt eftirlit erlendra skoðunarfyr- irtækja? „Magni var smíðaður af Damen í Víetnam og tekinn út hjá flokk- unarfélaginu Bureau Veritas. Sam- kvæmt úttekt Bureau Veritas stóðst báturinn allar kröfur sem til hans voru gerðar af alþjóðareglum og samkvæmt smíðasamningi. Eft- ir smíði Magna og úttekt Bureau Veritas (meðan á smíði stóð og lokaúttekt að smíði lokinni) var Magni færður yfir í flokkunar- félagið Lloyd́s Register, sem var í samræmi við smíðasamning sem gerði ráð fyrir að báturinn yrði af- hentur Lloyd́s Register. Skoðanir flokkunarfélaga fóru fram áður en Magni var afhentur og var hann því eign Damen á þeim tíma- punkti. Hvers vegna Damen tókst ekki að smíða eða afhenda Magna á tilsettum tíma samkvæmt samn- ingi er til skoðunar hjá þeim og að svo stöddu munu Faxaflóahafnir ekki leita frekari réttar eða að- gerða gagnvart flokkunarfélög- um.“ - Mun tilkoma endurbætts Magna breyta miklu fyrir Faxa- flóahafnir? „Öryggi starfsfólks og sjófar- enda við Faxaflóahafnir er alltaf leiðarljós í þeirri hafnarþjónustu sem fyrirtækið veitir. Fyrirtækið gegnir m.a. hlutverki við aðstoð við skip og björgun. Dráttarbát- urinn Magni og búnaður hans var valinn sérstaklega með tilliti til þess hlutverks sem hann mun gegna og aðstæðna við hafnir Faxaflóahafna. Nýlegt dæmi um mikilvægi öflugs dráttarbáts er aðstoð lánsbátsins Phoenix við ferjuna Baldur til hafnar í Stykk- ishólmi 12. mars sl. Með kaupum á nýjum dráttarbáti var einnig verið að bæta viðbragð við olíumengun með mengunarvarnarbúnaði um borð ásamt því að auka viðbragð við eldsvoðum á sjó og í höfn með öflugum brunabúnaði. Phoenix er ágætlega búinn bátur og að svo stöddu erum við vel sett með hann en það verður gleðiefni að fá Magna afhentan til að geta sinnt hlutverki fyrirtækisins og veitt góða og örugga þjónustu í framtíð- inni.“ Nýi Magni enn í viðgerð ytra - Miklir gallar voru í nýjum dráttarbáti sem Faxaflóahafnir fengu í fyrra - Bátnum var siglt til Hol- lands í júlí þar sem umfangsmikil viðgerð hefur farið fram - Mikilvægt að fá öflugan bát í þjónustu Morgunblaðið/sisi Í heimahöfn Magni kom til Reykjavíkur kaldan vetrardag í febrúar 2020. Ekki grunaði menn þá að sigla þyrfti bátnum utan til viðgerða síðar sama ár. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Í Stykkishólmi Lánsbáturinn Phoenix kom að góðum notum þegar Baldur bilaði á miðjum Breiðafirði. Þar sannaðist mikilvægi öflugs dráttarbáts. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf til skrifstofu borg- arstjóra þar sem m.a. er kallað eftir því að Reykjavíkurborg láti gera óháða úttekt á viðbrögðum og að- gerðum vegna ástands á húsnæði Fossvogsskóla. Mygla greindist fyrst í húsnæði Fossvogsskóla árið 2019 og síðan hefur starfsemi skólans tvívegis ver- ið færð í annað skólahúsnæð, nú síð- ast í húsnæði Korpuskóla og hefur nemendum verið ekið í rútum frá Fossvogsskóla í Korpuskóla og til baka að skóladegi loknum. Reykjavíkurborg upplýsti síðan um það á miðvikudag, að skoðun á húsnæði Korpuskóla hafi leitt í ljós ýmsar skemmdir, þar á meðal mygluvöxt, sem nauðsynlegt sé að bregðast við til að tryggja heilnæmi skólahúsnæðisins. Segir í tilkynn- ingu Reykjavíkurborgar að unnið verði að viðgerðum yfir páskana en ekki náist að ljúka öllum viðgerðum áður en skólastarf hefst á ný eftir páskafrí og því verði sérstök áhersla lögð á að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Salvör Nordal hvetur í bréfi sínu til þess að Reykjavíkurborg láti framkvæma óháða úttekt á við- brögðum og aðgerðum skóla- og borgaryfirvalda vegna ástands hús- næðis Fossvogsskóla og kynni þær niðurstöður fyrir skólasamfélaginu. Þá sé einnig nauðsynlegt að skýrir verkferlar séu til staðar sem tryggja rétt og tímanleg viðbrögð þar sem kveðið er á um þær aðgerðir sem grípa á til þegar mál sem þessi koma upp í skólum borgarinnar. Reykjavíkurborg þurfti að setja slíka verkferla, kynna þá fyrir starfsfólki skóla, foreldrum og nem- endum og gera þá aðgengilega. Vill óháða úttekt á aðgerð- um vegna Fossvogsskóla Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Unnið er að við- gerðum á húsnæði Fossvogsskóla. Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.