Morgunblaðið - 03.04.2021, Qupperneq 18
ÚR BÆJARLÍFINU
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Þótt lognið fari stundum nokkuð
hratt yfir á Skagaströnd og þar geti
verið snjóþungt, þakka íbúar hér
sínum sæla fyrir að hér er ekki
hætta á skemmandi jarðskjálftum,
skriðuföllum né snjóflóðum eins og
verið hafa á landinu að undanförnu.
Það verður líka að teljast ólíklegt að
Spákonufellið vakni til lífsins með
eldgosi og hraunrennsli því það sofn-
aði fyrir um sjö miljónum ára, eftir
því sem jarðfræðingar segja.
- - -
Þetta er gott að hafa í huga, því
í sumar verður stórhuga skógrækt-
aráætlun hleypt af stokkunum á
skógræktarsvæði Skógræktarfélags
Skagastrandar í hlíðum Spákonu-
fells. Skógrækt ríksins og sveitarfé-
lagið Skagaströnd gerðu með sér
samning um þetta skógræktarátak
með aðkomu Skógræktarfélagsins.
Áætlað er að gróðursetja 176 þús-
und plöntur af ýmsum tegundum á
um 80 hektara svæði í Spákonufell-
inu. Markmiðið með átakinu er að
skapa skemmtilegt útivistarsvæði og
binda kolefni úr andrúmsloftinu. Til
að þetta sé hægt verður að leggja
akfæra stíga um svæðið og plægja
það upp að hluta. Því er hætt við að
áberandi „sár“ verði í fjallinu meðan
gróðurinn er að ná sér á strik. Áætl-
uð verklok eru 2026.
- - -
Tafir eru á framkvæmdum
við eins metra hækkun og 50 metra
lengingu grjótgarðsins austan við
smábátahöfnina. Framkvæmdirnar
hófust í febrúar en þær eru nú stopp
vegna þungatakmarkana á veginum
út á Skaga, Skagavegi 745. Eftir
honum þarf að fara í námuna til að
ná í grjótið sem á að fara í garðinn. Á
þessari stundu er ekki vitað hvenær
hægt verður að halda áfram með
verkið. Þetta er bagalegt því þetta
mun líklega einnig verða til að mal-
bikun á athafnasvæðinu við smá-
bátahöfnina tefst sem þessu ófyr-
irséða stoppi nemur.
- - -
Ágætisafli hefur verið að und-
anförnu hjá smábátunum sem gerðir
eru út frá Skagaströnd. Þó er enginn
sérstakur kraftur í veiðunum því
kvótinn setur mönnum stólinn fyrir
dyrnar. Kvótaleiga á þorski hefur
verið 225 kr. kílóið að undanförnu
sem gerir útgerðina nokkuð áhættu-
sama þegar horft er á verðsveiflur á
markaði. Grásleppuveiðimenn eru
flestir að gera sig klára til að leggja
net sín en bíða með það þar til að af-
stöðnu hreti nú um páskahelgina.
- - -
Samstarfsnefnd um samein-
ingu sveitarfélaganna fjögurra í
Austur-Húnavatnssýslu hefur verið
að störfum síðan í október 2020.
Nefndin hefur nú skilað af sér og er
það tillaga hennar að kosið verði um
sameininguna 5. júní næstkomandi
að loknum kynningum á forsendum
sameiningar fyrir íbúum sveitarfé-
laganna. Kynningarnar eru áætl-
aðar í apríl og maí en þegar hafa ver-
ið haldnir tveir Zoom-fundir þar sem
forsendur voru kynntar og fólki gef-
inn kostur á að lýsa skoðunum sín-
um á þeim. Samstarfsnefndin leggur
líka til að ekki verði af sameiningu
nema það verði meirihluti fyrir því í
öllum sveitarfélögunum. Skiptar
skoðanir eru um sameininguna og
eru því spennandi kosningar fram
undan.
- - -
Slökkvilið Skagastrandar
fékk í vetur nýjan slökkvibíl af gerð-
inni MAN TGM, 2020 árgerð. Leysir
hann af hólmi Mercedez Benz-bíl frá
1977 sem þjónað hefur liðinu fram til
þessa. Til stendur að selja Benzinn
enda er hann í fullkomnu lagi og hef-
ur haft gott viðhald gegnum árin.
Nýi bíllinn er hinn glæsilegasti með
öllum nauðsynlegum búnaði til
slökkvistarfa. Slökkviliðið er rekið
sameiginlega af Sveitarfélaginu
Skagaströnd og Skagabyggð, sem
tók þátt í kaupunum á nýja bílnum.
Um sama leyti eignaðist björg-
unarsveitin Strönd Land Cruiser
bifreið, 2007 árgerð á 44 tommu
dekkjum, með öllum nauðsynlegum
búnaði til leitar og björgunar. Fyrir
á Strönd stóran 4x4 Econoline á
stórum dekkjum sem er einnig vel
útbúinn og getur flutt fleira fólk en
kemst í Land Cruiserinn.
- - -
Ekkert atvinnuleysi er á
Skagaströnd heldur þvert á móti
vantar fólk til starfa. Þannig aug-
lýsti Harbour restaurant, sem opnar
í sumar, nýlega eftir matreiðslu-
manni og öðru starfsfólki. Sveitarfé-
lagið vantar tvo til þrjá starfsmenn í
fastar stöður og fiskmarkaðurinn
bíður eftir að framhaldskólunum
ljúki til að fá sumarstarfsmenn. Þá
var líka nýverið auglýst eftir starfs-
fólki hjá greiðslustofu Vinnu-
málastofnunar.
- - -
Uppbygging glæsilegra bað-
lóna við Hólanes á Skagaströnd er á
áætlun sveitarfélagsins. Kostnaður
á tveimur árum gæti orðið um hálfur
milljarður. Unnið er að fjármögnun
verkefnisins, en stefnt er á að fram-
kvæmdir geti hafist 2022. Böðin
verða staðsett við sjávarmál þannig
að úr þeim verður órofið útsýni yfir
Húnaflóann.
Vonir eru bundnar við að til-
koma baðanna verði lyftistöng fyrir
ferðamennsku á svæðinu auk þess
að verða heilsusamleg viðbót við
þjónustu við heimamenn.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Skagaströnd Hætt er við að ásýnd Spákonufellsins muni breytast nokk-
uð á næstu árum með tilkomu mikillar skógræktar í suðurhlíðum þess.
Að breyta fjalli
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Óska eftir sumarbústað
til leigu í sumar
Góður sumarbústaður óskast í langtímaleigu í sumar.
Bústaðurinn þarf að vera í hóflegri akstursvegalengd frá
Reykjavík og leigjast í a.m.k. mánuð, jafnvel allt sumarið.
Hann þarf að vera rúmgóður fyrir hjón með tvö ung börn,
snyrtilegur og með helstu þægindum.
Áhugasamir sendi póst
á box@mbl.is merkt:
Sumarbústaður