Morgunblaðið - 03.04.2021, Page 19

Morgunblaðið - 03.04.2021, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á dögunum var varðskipið Týr tekið niður úr Slippnum í Reykja- vík, þar sem það hafði verið í rúm- an mánuð. Unnið var að við- gerðum og greining gerð á skemmdum. Týr liggur nú við Faxagarð í Gömlu höfninni. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelg- isgæslunnar, var lokað fyrir skut- pípu annarrar skrúfu skipsins og er því aðeins önnur aðalvél þess í lagi. „Tekin hefur verið ákvörðun um að skipið verði lagað til bráða- birgða svo það geti að einhverju leyti gagnast í sumar meðan beðið er eftir varðskipinu Freyju. Þá er einnig ljóst að skipið verður ekki notað yfir vetrarmánuðina í núver- andi ástandi,“ segir Ásgeir. Alvarleg bilun kom í ljós Þegar Týr var tekinn upp í Slippinn í Reykjavík í janúar kom í ljós alvarleg bilun í aðalvél skips- ins. Landhelgisgæslan átti ekki nauðsynlega varahluti, smíði þeirra talin tímafrek og ljóst að ekki yrði um varanlega viðgerð að ræða. Einnig kom í ljós við slipptöku Týs í janúar að tveir af tönkum skipsins eru ónýtir sökum tæringar og sjókælikerfi skipsins lekur. Slíkur leki var talinn ógna öryggi skips og áhafnar. Því var ljóst að grípa varð til skjótra við- bragða. Sem kunnugt er tók rík- isstjórnin þá ákvörðun á fundi sín- um 5. mars sl., þegar þessi staða varð ljós, að kaupa notað skip sem komi í stað Týs við gæslustörf. Nýja skipið mun fá nafnið Freyja. Starfshópur þriggja sérfræð- inga, sem skipaður er fulltrúum dómsmálaráðuneytis, Landhelg- isgæslunnar og Ríkiskaupa, vinnur að undirbúningi og framkvæmd kaupanna. Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að forval verði auglýst á næstu dögum. Fram kom í til- kynningu ríkisstjórnarinnar að staða á mörkuðum fyrir kaup á nýlegum skipum, t.d. þjón- ustuskipum úr olíuiðnaðinum, sé talin einkar góð um þessar mund- ir. Hægt verði að fá gott skip fyrir 1-1,5 milljarða króna. Stefnt er að því að nýtt varðskip verði komið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í vetrarbyrjun 2021. Fyrir liggur að úthaldsdagar varðskipsins Þórs verða töluvert fleiri á þessu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna alvarlegrar bilunar í Tý. Áhöfnin á Tý hefur þegar verið færð yfir á varðskipið Þór og mun sinna gæslustörfum við landið á móti áhöfninni á Þór. Önnur aðalvél Týs er ónothæf - Gert við skipið til bráðabirgða svo það geti gagnast við gæslustörf í sumar Morgunblaðið/sisi Kominn úr slipp Varðskipið Týr liggur nú við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Gert verður við skipið til bráðabirgða svo það geti gagnast við gæslu í sumar. Rauðarárstígur 12–14, sími 551 0400 · www.uppbod.is LUMAR ÞÚ Á GULLMOLA? Við leitum að málverkum fyrir fjársterka aðila Þeir listamenn sem koma til greina eru Jóhannes S. Kjarval, Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Svavar Guðnason, Jóhann Briem, Alfreð Flóki, Þorvaldur Skúlason, Karl Kvaran og Kristján Davíðsson. Áhugasamir geta haft samband við Jóhann Ágúst Hansen, sími 8450450, netfang hansen@myndlist.is Sólveig Vilhjálmsdóttir, sími 6162530, netfang solveig@myndlist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.