Morgunblaðið - 03.04.2021, Síða 20
allra íslenskra
kauphallarfyrir-
tækja á síðasta
ári.
Jón G. Hauks-
son ritstýrir
tímaritinu og er
jafnframt útgef-
andi þess. Hann
segir þá breyt-
ingu áberandi á
milli ára að nær
allir innlánsreikningar bankanna
báru neikvæða raunávöxtun á síð-
asta ári en aðeins þriðjungur þeirra
árið 2019.
Hafði þar mest áhrif að verðbólga
hækkaði en á sama tíma lækkuðu
stýrivextir Seðlabankans og fóru úr
3% í ársbyrjun 2020 niður í 1% og
síðar 0,75%. „Verðbólga ársins
mældist 3,5% og því neikvæð ávöxt-
un á bankainnistæðum sem báru
lægri vexti en það.“
Verðtryggðir innlánsreikningar
allra banka voru með jákvæða raun-
ávöxtun en þar sem fjármagns-
tekjuskatturinn er einnig lagður á
verðbæturnar þá varð raunávöxtun
þessara reikninga neikvæð um brot
af prósenti þegar áhrif skatta eru
tekin með. Eina undantekningin á
þessu eru þrír af fjórum verð-
tryggðum innlánsreikningum Kviku
sem skiluðu 0,17 til 0,25% raun-
ávöxtun á liðnu ári.
Skattlagt þótt raunvirði rýrni
Jón segir svipaða sögu að segja af
öðrum löndum. Um allan heim hafa
seðlabankar lækkað stýrivexti í
þeirri von að hvetja til lántöku og
fjárfestinga í atvinnulífinu og þann-
ig örva hagkerfin til að vega upp á
móti samdráttaráhrifum
kórónuveirufaraldursins. Lægri
stýrivextir hafi alla jafna bein áhrif
á innlánsvexti. Hann segir þróun
síðasta árs líka vekja upp spurn-
ingar um hvernig fjármagnstekju-
skattur er lagður á vexti jafnvel
þótt raunvirði bankainnstæða hafi
rýrnað vegna verðbólgu.
Hjá bönkunum fjórum var versta
raunávöxtun innlánsreikninga
- 3,33%, s.s. á almennum tékk-
areikningum. Sá reikningur sem
skilaði skástri ávöxtun hjá Arion
banka var með -0,11% raunvexti,
hjá Íslandsbanka var það -0,20%,
hjá Landsbankanum -0,15% en hjá
Kviku jákvæðir raunvextir upp á
heil 0,25% eins og fyrr var getið.
Aðra sögu er að segja af þróun
verðbréfasjóða sem í langflestum
tilvikum báru jákvæða raunávöxtun.
Voru það einkum sjóðir tengdir við
innlend og erlend hlutabréf sem
flugu með himinskautum. Þannig
skilaði t.d. best rekni sjóður Akta
48,86% raunávöxtun eða 37,37%
raunávöxtun eftir að fjármagns-
tekjuskattur er dreginn frá. Hjá Ís-
landsbréfum var það sjóðurinn
EQUUS-hlutabréf sem kom best út
með 37,60% raunávöxtun en 28,58%
eftir skatt og hjá Íslenskum verð-
bréfum bar sjóðurinn Erlent hluta-
bréfasafn 45,62% raunávöxtun eða
34,84% eftir skatt.
Er rétt að taka fram að fjár-
magnstekjuskattur er reiknaður ár-
lega af vöxtum bankainnistæða en
skattar á hagnað verðbréfasjóða eru
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Tímaritið Fjármál og ávöxtun kom
út fyrr í vikunni. Er þetta í fjórða
skiptið sem tímaritið er gefið út en
þar má finna ítarlegt yfirlit yfir
ávöxtun allra þeirra innlánsreikn-
inga sem í boði eru hjá íslenskum
bönkum auk ávöxtunar sjóða þeirra
verðbréfafyrirtækja sem starfa í
landinu.
Þessu til viðbótar inniheldur
tímaritið samantekt á þróun hluta-
bréfaverðs yfir síðustu tólf mánuði
og yfirlit yfir helstu rekstrartölur
ekki greiddir nema þegar hagnaður
er innleystur.
Hlutabréf á fleygiferð
Jón segir hlutafjáreigendur geta
unað vel við sinn hag og hefur
hlutabréfaverð einstakra félaga í
Kauphöllinni hækkað verulega. Í
tímaritinu má finna yfirlit yfir gengi
hlutabréfa frá því í mars í fyrra, eft-
ir að gengi allra félaga tók væna
dýfu vegna kórónuveirufaraldurs-
ins, fram að miðjum mars í ár.
Hækkunin er allt að því ævintýra-
leg. Marel styrktist um rösklega
82%, Arion banki um nær 126%,
Síminn um ríflega 108%, Festi um
rúmlega 58%, Eik um 50% og Sjóvá
um 130%, TM um nærri 160% og
Kvika banki um 175% svo aðeins
nokkur dæmi séu nefnd. Úrvalsvíst-
ala Kauphallarinnar hækkaði um
26% á 12 mánaða tímabili frá 4. jan-
úar 2020 en eina félagið sem lækk-
aði í verði á þessu tímabili var Ice-
landair sem veikist um nærri 56%.
Jón segir það í samræmi við hefð-
bundnar hagfræðikenningar að
lægri stýrivextir leiði til hækkunar
hlutabréfaverðs enda færi fjárfestar
peninga sína frá bankainnistæðum
út á verðbréfamarkaðinn í von um
betri ávöxtun. Þróun hlutabréfa er
þó áhugaverð í ljósi þess að hag-
tölur hafa ekki verið góðar; lands-
framleiðsla dregist saman og at-
vinnuleysi aukist verulega. „Virðist
að töluverð bjartsýni sé um rekstr-
arhorfur þessara félaga þrátt fyrir
þau áhrif sem kórónuveirufaraldur-
inn hefur haft,“ útskýrir Jón.
Þá hækkaði fasteignaverð á höf-
uðborgarsvæðinu um 8% í fyrra og
segir Jón að þar spili væntanlega
saman lágir vextir og takmarkað
framboð á eignum. Þegar vextir
leita niður á við minnkar greiðslu-
byrði lána og getur gert fasteigna-
kaupendur viljugri til að hækka til-
boð sín í þær eignir sem koma á
markað.
Í árslok 2019 var eignastaða ís-
lenskra heimila þessi: 5.730 millj-
arðar króna voru bundnir í fast-
eignum, 830 milljarðar í
bankainnistæðum, 560 milljarðar í
verðbréfum og 320 milljarðar í bíla-
flotanum.
Raunávöxtun nær
allra innlánsreikn-
inga neikvæð
- Stýrivextir, verðbólga og fjármagnstekjuskattur leiddu til
þess að innistæður í íslenskum bönkum rýrnuðu að raunvirði
Lægð Hlutabréf flugu hátt en inn-
lánsreikningar áttu ekki gott ár.
Morgunblaðið/Golli
Jón G.
Hauksson
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
3. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.31
Sterlingspund 173.79
Kanadadalur 100.18
Dönsk króna 19.913
Norsk króna 14.818
Sænsk króna 14.466
Svissn. franki 133.78
Japanskt jen 1.1406
SDR 178.97
Evra 148.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6699
Hrávöruverð
Gull 1715.85 ($/únsa)
Ál 2212.5 ($/tonn) LME
Hráolía 64.13 ($/fatið) Brent
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Svartur/Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur).10 gíra
skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott-
asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlit-
aðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.380.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Litur: White Frost/Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.480.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Víninnflytjandinn Sante ehf. og
vindlainnflytjandinn ST ehf. hafa
sent Neytendastofu kvörtun vegna
notkunar Fríhafnarinnar ehf. á
nöfnunum „Duty Free“ og „Frí-
höfnin“.
Í kvörtuninni, sem útbúin var af
lögmannsstofunni LEX og send
Neytendastofu á fimmtudag, er
gerð sú krafa að Fríhöfninni ehf.
verði bannað að nota umrædd
nöfn ásamt lénunum www.duty-
free.is og www.frihofn.is í
tengslum við auglýsingar og sölu á
áfengi og tóbaki, auk þess að vera
gert að greiða stjórnvaldssekt fyr-
ir brot á ákvæðum laga um eftirlit
með viðskiptaháttum og markaðs-
setningu.
Er krafan sett fram með þeim
rökum að tóbak og áfengi sem selt
er í tollfrjálsum verslunum beri
lækkað áfengis- og tóbaksgjald.
Áfengið sem selt er í verslunum
Fríhafnarinnar ber 10% af fullu
áfengisgjaldi og tóbaksvörur 40%
af fullu tóbaksgjaldi. Greiddi Frí-
höfnin samtals um 673,5 milljónir
króna í áfengis- og tóbaksgjöld ár-
ið 2019 og um 693,7 milljónir árið
þar á undan.
„Varnaraðili hefur þannig rekið
starfsemi sína undir merkjunum
„Duty Free“ og „Fríhöfn“ þrátt
fyrir að [hafa] á sama tíma greitt
hundruð milljóna ár hvert í áfeng-
is- og tóbaksgjöld sem [Fríhöfnin
ehf.] hefur innheimt í gegnum
vöruverð í verslunum sínum. Þeg-
ar af þeirri ástæðu er ljóst að
verslanir varnaraðila eru ekki
verslanir með tollfrjálsan eða
„duty free“ varning að þessu
leyti,“ segir í kvörtuninni. Telja
Sante ehf. og ST ehf. að með þess-
um nafngiftum hafi neytendur ver-
ið blekktir um árabil og Fríhöfnin
ehf. skapað sér samkeppnisforskot
á óréttmætum grundvelli.
Guðjón Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, móðurfélags Frí-
hafnarinnar, segir kvörtunina ekki
enn komna á borð félagsins en
hún verði skoðuð þegar hún berst
og síðan í framhaldinu niðurstaða
Neytendastofu. ai@mbl.is
Segja Fríhöfnina
blekkja neytendur
- Gjöld lögð á „tollfrjálsar“ vörur