Morgunblaðið - 03.04.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 03.04.2021, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 H ápunktur afþrey- ingar á mínu heimili í mars, áður en eldgos hófst í beinu streymi, var sjónvarpsklippa frá Suður- Kóreu. Þar flytja fjórir klass- ískir söngvarar lagið Húsa- vík – úr þeirri skrautlegu mynd Eurovision Song Con- test: The Story of Fire Saga – af slíkri innlifun að undrum sætir. Ef markmið Wills Fer- rells var að gera veröldina að einu þorpi lánaðist það um stund, suðurkóreskir áhorf- endur virtust djúpt snortnir af ástaróðnum til heimabæj- arins, raunar gráti nær. En mesta athygli mína í þessari viðhafnarútgáfu lags- ins vakti þó þornið, sem kvartettinum tókst að bera fram. Málfræðin í ís- lenskum hluta lagsins er auðvitað í fullkomnu skralli, Molly Sandén (upp- haflegur flytjandi) syngur hástöfum „í Húsavík“ en ekki „á“, segir „í heimabærinn minn“ o.s.frv. – allt í stíl við bjagaða mynd bíómyndarinnar af „all things Icelandic“. Koma þá óvænt þessir kór(eu)drengir og syngja „sem ég þrái“ og „vera með þér“ með ótrúlegu valdi á því óraddaða og tann- mælta önghljóði sem þorn vort er. Þetta bræddi samstundis mitt stálslegna hjarta, því marga fjöruna hef ég sopið með upphafsstaf föðurnafns míns, Þ- inu. Það hefur ítrekað komið mér í vandræði á flugvöllum, í miðasölum, á hótelum og jafnvel lögreglustöðvum heimsins. P? Ha? Th? Hér stendur eitthvað annað. Þetta vegabréf er gallað! Og svo framvegis. Mér þykir mjög vænt um nafnið mitt (og pabba minn) en Þ-ið er býsna oft fjötur um ferða- fót. Þetta hefur þó lagast ögn í seinni tíð. Æ fleiri tölvufontar skilja Þ og þreytandi umritanir veffanga (s.s. thriffelagid.is) heyra vonandi senn sög- unni til. Enn er þó á huldu hvers vegna suðurkóreski kvartettinn rambaði á réttan þ-framburð í þér og þrái, en gat svo ekki borið fram Skjálfanda (Skjelverna) til að bjarga lífi sínu. Fleira er til marks um yfirvofandi heimsyfirráð þornsins. Nú eru skap- arar íslenskra skraflleikja t.d. komnir á þá skoðun að Þ sé verðmætari staf- ur en áður var álitið. Þ gaf einungis 4 stig þegar Scrabble kom fyrst út á Ís- landi, en þegar tölvunirðir tóku sig til og endurmátu gildi bókstafanna miðað við algengi kom í ljós að tíðni Þ hafði verið ofmetin og virðið van- metið, enda hvergi að finna í miðju orði (nema samsettum, s.s. klóþari, lið- þófi). Þ gefur nú 7 stig í bæði borðspilinu Kröflu og Netskrafli. Wikipedia segir að Þ komi fyrir í 1,59% tilvika í íslenskum orðum, en al- gengustu stafir ku vera R – A – N og I (ég átta mig á því að verðgildi fleiri stafa var endurmetið í téðu ferli, þessi pistill er bara ekki um þá!) Og þá flýgur mér í hug bókin Ð, ævisaga, sem út kom um árið við ærinn fögnuð – hvar er ævisaga Þ? Í öllu falli er ljóst að sigurganga Þ um heiminn er að hefjast – ég kalla S- Kóreu til vitnis. Hitt er svo annað, að stigahæsti bókstafurinn í íslensku skrafli er víst enn X, 10 stig, svo enn er við það hex að etja með exi við öxl … Þarna þekki ég þig Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com Tungutak Heimsyfirráð þornsins Undrum sætir hversu vel klassíski söngkvartettinn frá Suður- Kóreu ber vel fram hið rammíslenska þorn í laginu Húsavík – my home town. Þ að rúma ár, sem er liðið frá því að heimsfar- aldurinn gekk í garð, hefur leitt í ljós að heilbrigðiskerfið er einn sterkasti þátturinn í velferðarkerfi okkar. Og það hefur verið fróðlegt að fá tækifæri til að kynnast því að tjalda- baki, þótt greinarhöfundur hafi vissulega ekki sótzt eftir því. Eftir fróðlegan fund um málefni Sjálfstæðisflokks- ins fyrir tæpum tveimur mánuðum í þingflokks- herbergi flokksins með tveimur gömlum samstarfs- mönnum af Morgunblaðinu, þingmönnunum Birgi Ármannssyni og Óla Birni Kárasyni, fór ég heim til mín, borðaði, hlustaði á hádegisfréttir og lagði mig. Þegar ég vaknaði síðan fann ég að ég gat hvorki hreyft hægri hönd né fót og ekki talað. Klukkutíma síðar var ég kominn upp á Landspítala í Fossvogi. Sjúkdómsgreining blóðtappi. Og síðar á Grensás, endurhæfingardeild. Að kynnast Landspítalanum úr þessari átt, þ.e. úr sjúkrarúmi, er stórfróðlegt og gagnlegt. Eitt af því sem kom mest á óvart er hve margir útlendingar úr mörg- um áttum eru þar starfandi. Þar eru starfandi sem hjúkrunarfræðingar há- menntaðir erlendir læknar með mikla reynslu, sem vilja fullnuma sig í íslenzku máli áður en þeir hefja störf sem slíkir hér. Meðal íslenzkra starfs- manna var reyndar skemmtilegt að rekast á verðandi óperusöngkonu, Veru Matsdóttur, sænsk í föðurætt, sem kýs að starfa á spítalanum meðfram námi. Sjúk- lingahópurinn er fjölbreyttur og á við margbreytileg vandamál að stríða eins og herbergisfélagi minn, Há- kon Skírnisson, bóndi úr Hornafirði, sem er að fá á sig nýjan fót. Vinnuálagið á starfsfólkið er bersýnilega gífurlegt og vanmetið. En fleira kann að gerast á Landspítala en sést með berum augum. Fyrir rúmri viku fékk ég upplýsingar frá miðli, sem ég þekki ekki persónulega en nokkuð til fjölskyldu hennar, þess efnis að það væri fylgzt reglulega með heilsufari mínu að handan og þar væri á ferð Bjarni heitinn Oddsson læknir sem dó of ung- ur snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Mér þótti gott að vita af því af ýmsum ástæðum. Bjarni var sonur Odds Bjarnasonar, skósmiðs neðst á Vesturgötunni, en Oddur var bróðir Guðmundar Bjarnasonar, gamla bóndans í minni sveit, Hæl í Flókadal, sem ég mat meir en aðra menn. Tveir bræður Bjarna voru nánir vinir föður míns á ung- lingsárum og svo fór að við Halldór sonur Bjarna urðum vinir til æviloka hans eftir að við vorum sam- an snúningastrákar á Hæl fjögur af þeim fimm sumr- um sem ég var þar. Þegar ég sagði lækni á deildinni frá þessari aðstoð að handan kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann hafði fengið slíkar fréttir. En hvað sem líður mismunandi skoðunum fólks á skilaboðum miðla frá hinum framliðnu skiptir máli að haldið verði áfram uppbyggingu heilbrigðiskerfisins en það verði ekki látið drabbast niður. Í því felst að halda áfram fjárveitingum til þess. Enn fremur að halda tæknivæðingu þess áfram, vegna þess að nýj- ungar á því eru stöðugar. Hinir svokölluðu heilbrigð- isverkfræðingar gegna þar lykilhlutverki. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að tímabært sé að byggja nýtt húsnæði yfir geðdeildina og að það eigi að gera á Vífilsstöðum. Geðdeildin við Landspítalann er barn síns tíma og kannski varla það. Það væru mikil mistök að heykjast á slíkum út- gjöldum. Það væri sambæri- legt við það að horfa að- gerðalaus á myglandi skóla. Með sama hætti væru það mistök að horfast ekki í augu við það, að við verðum líka að byggja upp heil- brigðiskerfið úti á landi. Í raun og veru þarf að grípa til sambærilegra að- gerða í heilbrigðismálum og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráð- herra hefur boðað í málefnum barna. Það verður að telja líklegt, að öll þessi mál verði til umræðu í kosningabaráttunni. Starfsfólk í heilbrigð- iskerfinu mun taka eftir því hvort svo verður. Þar er á ferð stór hópur kjósenda. Getur verið að einhverjir þingmenn hafi gleymt því. Heilbrigðismálin verða af þessum ástæðum öllum ríkur þáttur í kosningabaráttunni. Hinir ýmsu þættir velferðarkerfisins eru svo mik- ilvægir okkar samfélagi að þeir ráða úrslitum um það hvort hér ríkir sæmileg sátt. Þeir sem taka upp harða baráttu fyrir því að efla það og setja fram nýjar hugmyndir um eflingu þess, eins og Ásmundur Einar, munu njóta góðs af. Tilraunir annarra til þess að hverfa til baka til for- tíðar eru vonlausar og í engu samræmi við vilja þorra þjóðarinnar. Vissulega eru óleyst vandamál og þá ekki sízt fisk- veiðimálin. En skilningur á að þau verði að leysa fer vaxandi. Í lýðræðisríki er einföld aðferð til þess. Lýðræðið sjálft. Og varla snúast lýðræðissinnar gegn því. Það er löngu tímabært að lýðræðisleg samfélög sýni þann vilja sinn í verki. Hrunið varð til þess hér. Kannski verður veiran til þess sama. Verði veiran til þess að beint lýðræði verði að veruleika á Íslandi verða jákvæð áhrif hennar mikil. Aðstoð að handan Af innlendum vettvangi ... Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ég er þeirrar skoðunar að tímabært sé að byggja nýtt húsnæði yfir geðdeildina og að það eigi að gera á Vífilsstöðum. Geðdeildin við Landspítalann er barn síns tíma og kannski varla það. Liðin eru 409 ár, frá því að Arn-grímur lærði birti rit sitt, An- atome Blefkeniana (Verk Blefkens krufin), þar sem hann andmælti alls konar furðusögum um Ísland, sem þýski farandprédikarinn Dithmar Blefken hafði sett saman. Mér sýnist ekki vanþörf á að endurtaka leikinn, því að Þorvaldur Gylfason prófessor hefur farið víða um lönd og prédikað gegn þjóð sinni, sérstaklega útgerð- armönnum. Þorvaldur stofnaði sem kunnugt er stjórnmálaflokk um bar- áttumál sín, og fékk hann 2,5% í kosn- ingunum 2013 og engan þingmann. Í skýrslu, sem Þorvaldur tók nýlega saman um stjórnarfar á Íslandi fyrir Bertelsmenn-stofnunina í Þýska- landi, segir hann, að lög um fjármál stjórnmálaflokka hafi verið sett á Ís- landi, eftir að Ríkisendurskoðun hafi ljóstrað upp um, að útgerðarfyrirtæki hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn tífalt á við aðra flokka árin 2008-2011. Þetta er fjarstæða. Lög um fjármál stjórnmálaflokka voru sett árið 2006, fyrir það tímabil, sem Þorvaldur nefnir. Ég hef hvergi rekist á neina uppljóstrun um, að árin 2008-2011 hafi útgerðarfyrirtæki styrkt Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknarflokk- inn tífalt á við aðra flokka. Ríkisend- urskoðun kannast ekki heldur við málið. Þessi tala gæti að vísu verið nálægt sanni, því að útgerðarfyr- irtæki styrkja vissulega frekar þessa flokka en vinstriflokkana. En í lög- unum frá 2006 um fjármál flokka eru settar strangar almennar skorður um styrki fyrirtækja til flokka, og kemur meginhluti tekna flokkanna frá ríki og sveitarfélögum. Ég skoðaði málið á heimasíðu Rík- isendurskoðunar. Árin 2008-2011 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 804,8 millj. kr. í framlög, aðallega frá rík- inu, en 15,2 millj. kr. af þessu fé kom frá útgerðarfyrirtækjum, innan við 2% af heildarframlögum. Framsókn- arflokkurinn fékk 319,2 millj. kr. samtals, þar af 8,2 millj. kr. frá út- gerðarfyrirtækjum, um 2,5% af heild- arframlögum. Samfylkingin fékk 620,6 millj. kr. samtals, þar af 2,3 millj. kr. frá útgerðarfyrirtækjum. Vinstri-grænir fengu 402,3 millj. kr. samtals, þar af innan við 500 þús. kr. frá fyrirtækjum. Af tekjum stjórnmálaflokkanna kom með öðrum orðum aðeins brot frá útgerðarfyrirtækjum, um 2,5%, þar sem hlutfallið var hæst. Samtals námu framlög útgerðarfyrirtækja til Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks þetta tímabil 23,4 millj. kr., en til Samfylkingar og Vinstri- grænna á sama tímabili 2,7 millj. kr. Samtals voru því framlögin í þessu dæmi rösklega áttföld, ekki tíföld. En sú tala skiptir vitanlega engu máli, því að tekjur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks af framlögum út- gerðarfyrirtækja voru aðeins örlítið brot af heildartekjum þeirra. Það var lægra hlutfall en Þorvaldur fékk í kosningunum 2013, og var það þó lágt. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Uppljóstrun um fjármál flokka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.