Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-16
VÖNDUÐ LJÓS
Í ÚRVALI
Í
dymbilviku
fyrir ári,
n.t.t. á skír-
dag og
föstudaginn
langa, tók ég mig til
og gekk á milli allra
kirknanna í pró-
fastsdæminu mínu í
Reykjavík, byrjaði
við Seltjarnarneskirkju og end-
aði við Langholtskirkju og
hafði þá samtals komið við í 10
kirkjum. Þessi ganga, sem
kalla mætti pílagrímagöngu,
hafði ákveðið mark-
mið og tilgang fyrir
mig sem mig langar
til að greina frá. En
fyrst ber að minna
á að dymbilvika í
fyrra var á hápunkti
Covid-faraldursins í
marsbyrjun. Þá
voru flest smit,
flestir í sóttkví og
margir alvarlega
veikir. Kirkjurnar
voru lokaðar og
helgihald lá niðri.
En þótt kirkjurnar
væru lokaðar var öflug starf-
semi í gangi hjá prestum og
starfsfólki kirknanna sem fólst
m.a. í skipulögðum gæða-
samtölum í gegnum síma, eink-
um til eldra fólks og einangr-
aðra, að ógleymdu alls kyns
streymi frá helgistundum, sam-
talsþáttum og upptökum frá
menningarviðburðum.
Þar sem ég sat heima hjá
mér fann ég til mikillar og
djúprar einsemdar, vanmáttar
og söknuðar. Ég saknaði safn-
aðarfólks og samstarfsfólks,
samsöngs, altarisins og sakra-
mentisins. Ég hugsaði með
mér: Hvað get ég gert, hvað
get ég lagt af mörkum, hvað
kann ég, hvað er mér tamt að
gera? Þá fór ég út og ákvað að
fara til kirkju, ég skyldi stað-
næmast að kórbaki hverrar
kirkju, sem næst altarinu, þar
sem ég er vön að vera. Ég ætl-
aði að biðja þarna, eins og ég
er vön að gera hinum megin við
vegginn, við altarið. Biðja fyrir
prestum, starfsfólki, sókn-
arnefndarfólki og söfnuðum. Og
þetta gerði ég.
Á skírdegi var það fyrst Sel-
tjarnarneskirkja með unaðs-
legri fjallasýn til Akrafjalls,
Skarðsheiðar og Esju, þar er
öflugt kirkjustarf. Á leiðinni að
Neskirkju sungu þrestir og
tjaldar og á vegi mínum varð
fólk sem ég hafði ekki séð í háa
herrans tíð, gamall kennari
minn og vinir úr Hagaskóla og
minningar streymdu fram með
hjálp þessa góða fólks. Það eru
englar í Nessókn. Að kórbaki
Hallgrímskirkju heyrði ég með
innri eyrum mínum voldugan
og hrífandi lofsöng kóranna og
sá fyrir mér hundruð manna og
kvenna sem hafa gengið þar
inn og út. Á leiðinni upp í Há-
teigskirkju hitti ég litla stelpu
með fléttur sem sagði: „Manstu
þegar við vorum að skíra
bangsana?“ Og þar sem ég
signdi mig og bað aftan við
kirkjuna sem ég hef þjónað í 28
ár fylltist hjarta mitt friði og
þakklæti. Við sjávarsíðuna á
leiðinni niður í Dómkirkju kom
heimurinn á móti mér svo að
segja, Portúgalar, Ítalir, Danir,
Þjóðverjar, Englendingar, Kín-
verjar. Þeir voru hér sem sagt
nokkrir ennþá, ferðamennirnir.
Það er makalaust að ganga um
götur miðborg-
arinnar og heyra
öll heimsins tungu-
mál og sjá ólíkt
fólk – Guði sé lof
fyrir útlendingana,
ferðamennina sem
bera með sér fjöl-
breytni mannlífsins
í hinum stóra
heimi. Þarna var
menningin á sínum
stað, Þjóðleikhúsið,
Harpa og stjórn-
sýsla landsins, Arn-
arhvoll, Stjórn-
arráðshúsið, Alþingi og Ráðhús
Reykjavíkur. Að kórbaki Dóm-
kirkjunnar, sem var sókn-
arkirkja mín og fjölskyldu
minnar lengst af, minntist ég
sérstaklega allra
presta, kvenna og
karla, sem þar hafa
þegið vígslu sína til
sérstakrar köllunar
og nam staðar við
styttuna af sr.
Bjarna Jónssyni
sem var verðugur
fulltrúi alls þessa
fólks sem í Dóm-
kirkjunni hefur
hlotið prestsvígslu
sína en sr. Bjarni
þjónaði Dómkirkj-
unni á árunum
1910-1951, lengst allra dóm-
kirkjupresta, og var þjóðþekkt-
ur maður og virtur vegna
starfa sinna, t.d. þegar
spænska veikin geisaði.
Í rigningarsuddanum sem
var á föstudeginum langa var
búið að flagga í hálfa stöng í
kirkjunum. Ég byrjaði við Bú-
staðakirkju og þakkaði Guði
fyrir hið þróttmikla safn-
aðarstarf sem þar hefur verið
innt af hendi alla tíð. Á leiðinni
í vesturátt blasti Borgarspít-
alinn við með Covid-sjúklinga
og aðra sjúklinga, lækna,
hjúkrunarfólk og sálgæsluþjón-
ustu presta og djákna – og svo
blessuð Grensásdeildin þar sem
kraftaverkin gerast. Að kórbaki
Grensáskirkju fann ég áþreif-
anlegan bænaranda og nærveru
Drottins. Í Laugarneskirkju
var verið að streyma guðsþjón-
ustu og leikkona las og sókn-
arnefndarformaðurinn sinnti
kirkjuvörslunni. Á leiðinni í Ás-
kirkju laukst upp fyrir mér
hvað Laugardalurinn er mikil
vin í borginni með grænar
grundir, blóm og tré og ung
pör að spássera með litlu börn-
in sín í vagni. Borgin blasti við
í allri sinni fegurð frá litla
skotinu að kórbaki Áskirkju,
það var gott að tylla sér á
bekknum og biðja þar og þakka
fyrir trúfasta þjónustu prests
og starfsfólks. Langholtskirkja
beið mín að lokum, þegar ég
var orðin dauðþreytt, en þegar
ég sá allan myndarskapinn og
snyrtimennskuna við þessa
stóru kirkju og mér fannst ég
heyra óminn af söng barnanna
og unglinganna taka á móti
mér hresstist ég öll við. Bara
alveg eins og í lífinu yfirleitt.
Ég geng inn í kirkjuna, nýt
góðs atlætis til líkama og sálar
og fer svo aftur þaðan út,
margblessuð til að takast á
hendur þau verkefni sem lífið
færir mér í skaut. Kirkjurnar
eru vörður á vegferð okkar á
göngunni í gegnum lífið. Við
vitum af þeim, þær eru þarna á
sínum stað, þær eru heilagar,
fráteknar, það stafar góðu frá
þeim og fólkið hefur metnað til
að bera fyrir þeirra hönd.
Kirkjan til fólksins
Vörður á vegferð
Hugvekja
Helga Soffía
Konráðsdóttir
Höfundurer sóknarpretur í Há-
teigskirkju og prófastur í Reykja-
víkurprófastsdæmi vestra.
Helga Soffía
Konráðsdóttir
Kirkjurnar eru
vörður á vegferð
okkar á göng-
unni í gegnum
lífið. Þær eru
þarna á sínum
stað, þær eru
heilagar, það
stafar góðu frá
þeim.
Við erum orðin tíu
ára og hlökkum til
næstu tíu ára.
Að fylla fyrsta tuginn
er stórt fyrir alla og fyr-
ir okkur hjá Specialist-
erne er það líka svo. Við
erum gríðarlega stolt af
því að vera búin að
sanna tilverurétt okkar
og við erum komin til að
vera. Vera til staðar fyrir ein-
staklinga á einhverfurófinu, 18 ára og
eldri, sem kerfið hefur e.t.v. ekki
sinnt sem skyldi.
Sjálfseignarstofnunin Specialist-
erne á Íslandi var stofnuð haustið
2010, meðal annars í samstarfi við
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háa-
leitis og með stuðningi í gegnum
Leonardo-menntaáætlun ESB.
Formleg opnun starfseminnar var
síðan á alþjóðlegum degi einhverfu, 2.
apríl 2011. Frá þeim tíma hafa um
166 einstaklingar verið hjá okkur í
lengri eða skemmri tíma. Okkur hef-
ur á starfstímanum tekist að finna 75
störf fyrir 54 einstaklinga, en flestir
þeirra höfðu enga eða litla reynslu af
vinnumarkaði.
Þótt markmiðið hafi í upphafi ver-
ið, öðru fremur, að skapa atvinnu-
tækifæri fyrir skjólstæðinga okkar
hefur áhersla á félagslega þáttinn
orðið meiri og meiri eftir því sem tím-
inn hefur liðið. Við höfum lagt áherslu
á að hjálpa einstaklingum úr kyrr-
stöðu í virkni, að finna styrkleika og
hæfileika hvers og eins og finna rétt-
an farveg þeirra inn á vinnumark-
aðinn. Með því að rækta styrkleika,
frekar en að einblína á veikleika, er
hægt að skapa atvinnutækifæri fyrir
mun stærri hóp en í dag er að finna á
vinnumarkaði. Stjórnendur og starfs-
menn fyrirtækja gætu prófað að
hugsa störf í fyrirtækjum á nýjan
hátt, t.d. hvernig hægt sé að skapa, í
auknu mæli, fleiri störf fyrir starfs-
menn með sérstaka hæfileika eða
skerta starfsorku.
Síðustu ár höfum við komið fjölda
einstaklinga sem hafa verið langtíma-
atvinnulausir í vinnu. Þakklæti og
hvatning aðstandenda þeirra hvetur
okkur áfram, en hér eru dæmi um
hvatningu til okkar:
Úr þakkarbréfum foreldra til
Specialisterne
„Erum Specialisterne ævinlega
þakklát fyrir þeirra miklu vinnu fyrir
einstaklinga á einhverfurófi.“
„Það var ýtt undir þroska og sjálfs-
álit hjá mínum unglingi.“
„Specialisterne er stór þáttur í
framförum dóttur okkar.“
„Specialisterne hafa opnað nýja
mikilsverða möguleika sem byggja
þarf á til framtíðar.“
„Mikill sigur fyrir son okkar að
geta verið á vinnumarkaði, fá laun og
borga skatta og skyldur.“
„Aðkoma Specialisterne hefur haft
afgerandi og ómetanlega þýðingu
fyrir unga einstaklinga á einhverf-
urófi sem eru í atvinnuleit.“
„Specialisterne hafa hjálpað ein-
staklingum á einhverfurófi til auk-
inna lífsgæða.“
„Markmiðið hefði ekki náðst án
stuðnings Specialisterne.“
„Specialisterne opnuðu á tækifæri
fyrir dóttur okkar til að komast á
hinn almenna vinnumarkað.“
„Okkar ósk er að Specialisterne
geti starfað áfram um ókomin ár.“
Við vonum að þessi hvatningarorð
verði þér líka hvatning til að leggja
málstað okkar lið og styðja okkur inn
í framtíðina.
Fyrir hönd Specialisterne á Íslandi
þökkum við styrktar- og samstarfs-
aðilum okkar, en þeir stærstu eru
Vinnumálastofnun, Virk, Reykjavík-
urborg og önnur sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu og Reitir fasteigna-
félag. Þá hefur fjöldi fyrirtækja veitt
skjólstæðingum okkar atvinnutæki-
færi og það þökkum við sömuleiðis
vel fyrir. Fjöldi einstaklinga hefur
sömuleiðis stutt okkur fjárhagslega
svo eftir er tekið. Næsta haust mun-
um við bjóða til afmælisviðburðar
sem óhjákvæmilega er ekki hægt að
halda núna.
Eftir Bjarna Torfa
Álfþórsson og Hjört
Grétarsson
» Specialisterne fagna
10 ára afmæli og líta
yfir farinn veg
Hjörtur Grétarsson
Bjarni er framkvæmdastjóri Specia-
listerne á Íslandi. Hjörtur er stjórn-
arformaður Specialisterne.
bta@specialisterne.com
Bjarni Torfi Álfþórsson
Specialisterne á Íslandi 10 ára
ÁRBÆJARKIRKJA | Vegna samkomutakmarkana verður helgistund á
Föstudaginn langa streymt á heimasíðu kirkjunar kl. 11.
Páskadagsmorgunn kl. 8, streymt frá helgistund á heimasíðu kirkj-
unnar. Prestur. Þór Hauksson, organisti Krizstina K. Szklenár. Félagar
úr kór Árbæjarkirkju syngja.
BÚSTAÐAKIRKJA | Páskadagur. Hátíðarmessur kl. 8 og 9. Hólmfríður
djákni og sr. Pálmi annast þjónustu með kór og Jónasi Þóri.
55 manns geta komið í hvora messu og verið í tveimur hólfum í kirkju og
safnaðarheimili.
Fólk er beðið að skrá sig með tölvupósti palmi@kirkja.is og eða í síma
Bústaðakirkju 553 8500
Annar páskadagur fermingarmessur kl. 10.30 og 12.00
GRENSÁSKIRKJA | Páskahelgistund á FB-síðu Grensáskirkju og You-
tube-rásinni Fossvogsprestakall. Sr. María G. Ágústsdóttir og Daníel
Ágúst Gautason djákni þjóna ásamt Ástu Haraldsdóttur kantor. Ein-
söngvari er Marta Kristín Friðriksdóttir. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl.
12. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15-18.45, einnig á netinu.
HOLTASTAÐAKIRKJA Í LANGADAL | Á annan í páskum kl. 13 verður
fermingarmessa í Holtastaðakirkju. Fermdur verður Einar Pálmi Bjart-
marsson. Við syngjum saman við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgríms-
dóttur organista, Vanessa leikur á þverflautu.
SELTJARNARNESKIRKJA | Páskadagsmorgun kl. 8 er hátíðarhelg-
istund í streymi á Facebook-síðu Seltjarnarneskirkju. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Þóra H. Pas-
sauer syngur. Fólk þarf að hringja frá kl. 7 og skrá sig í síma 561-1550.
Tvö sóttvarnahólf, hvort fyrir 30 manns.
VÍDALÍNSKIRKJA | Páskadagur, 4. apríl. kl. 8. Hátíðarstreymi á Face-
book-síðu Vídalínskirkju. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur flytur
hugvekju. Einsöngur: Gissur Páll Gissurarson. Eiríkur Örn Pálsson leikur
á trompet. Organisti: Jóhann Baldvinsson.
Streymi kl. 12: Páskahlátur – gamansögur. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og
sr. Bolli Pétur Bollason segja gleði- og gamansögur.
Messur á morgun