Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 40
Fræðimenn hafa lengi velt vöngum
yfir því hvernig breska leikskáldið
William Shakespeare leit út í lifanda
lífi þar sem frægustu málverkin af
honum voru máluð að honum látn-
um. Lena Cowen Orlin, ensku-
prófessor við Háskólann í George-
town, segist í viðtali The Guardian
hafa leyst ráðgátuna og því vita hvernig skáldið leit út í
raun. Hún telur sig geta sýnt fram á að styttan af
Shakespeare, sem stendur við gröf hans í Kirkju heil-
agrar þrenningar í Stratford-upon-Avon, hafi verið gerð
meðan skáldið var enn á lífi, en ekki löngu eftir andlát
hans eins og áður var talið. Orlin færir einnig rök fyrir
því að höfundur styttunnar sé Nicholas Johnson, en
ekki bróðir hans Gerard. Telur hún allt benda til þess að
Shakespeare hafi sjálfur pantað styttuna af Nicholas,
sem starfaði í næsta nágrenni við Globe-leikhúsið í
London þar sem mörg leikrita Shakespeares voru leikin.
Fræðimaðurinn John Dover Wilson skrifaði fyrir margt
löngu um umrædda styttu að maðurinn sem á henni
birtist væri eins og „sjálfsánægður grísaslátrari“.
„Sjálfsánægður grísaslátrari“
FER
M
IN
G
A
R
TILB
O
Ð
ÍFU
LLU
M
G
A
N
G
I
R
10.000 kr.
AFSLÁTTUR AF
HEILSURÚMUM
25%
AFSLÁTTUR AF
MJÚKVÖRU
VIÐ DÝNUKAUP
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kennarar og stjórnendur Austur-
bæjarskóla hafa lengstum haldið
gömlum munum, sem tengjast skól-
anum og starfinu, til haga. Afrakstur
umhyggjunnar
má sjá í sérstakri
skólamunastofu,
sem Hollvinafélag
Austurbæj-
arskóla hefur
útbúið í risi skól-
ans og þannig
bjargað verðmæt-
um frá glötun, en
borgaryfirvöld
vilja safnið burt
og óttast stjórn félagsins afleiðing-
arnar. „Safnið varðveitir söguna og
við megum ekki til þess hugsa að öllu
þessu starfi verði fórnað með einu
pennastriki,“ segir Pétur Hafþór
Jónsson, varaformaður Hollvina-
félagsins.
Hollvinafélag Austurbæjarskóla
var stofnað á 80. starfsári skólans
2010 og var Arnfinnur Jónsson fyrsti
formaðurinn en Guðmundur Sig-
hvatsson, fyrrverandi skólastjóri, tók
við að honum látnum 2016. Dagný
Marinósdóttir hefur verið formaður
frá því Guðmundur féll frá 2018. Til-
gangur félagsins er meðal annars „að
starfrækja skólamunastofu í Austur-
bæjarskóla sem heldur utan um sögu
skólans og varpar um leið ljósi á ís-
lenska skólasögu“ eins og fram kem-
ur á heimasíðunni (hollvinirausto.is).
Þar má líka lesa um sögu skólans,
sem Pétur Hafþór, sem var tón-
menntakennari við skólann í áratugi,
hefur unnið við að skrásetja í frí-
stundum, en hann styðst meðal ann-
ars við gögn úr safninu. Þeim gögn-
um hefur verið skilað til
Borgarskjalasafnsins.
Menningarverðmæti í hættu
Pétur segir að 2016 hafi Arnfinnur
samið við Kristínu Jóhannesdóttur
skólastjóra um að félagið fengið að-
stöðu í risinu fyrir skólamunastofu
enda hafi það alltaf verið stefna skól-
ans að halda utan um gamla muni.
Mikið sjálfboðaliðastarf hafi verið
unnið við að koma hlutum fyrir á að-
gengilegan hátt og mikilvægt sé að
standa vörð um verðmætin. „Frá
upphafi hafa allir tekið þátt í því með
glöðu geði að varðveita söguna, jafnt
skólastjórar, kennarar, starfsmenn,
nemendur og aðrir velunnarar skól-
ans,“ áréttar Pétur. „Safnið hefur
mikið kennslufræðilegt gildi og
krakkarnir hafa gaman af því að
skoða það, eru forvitnir um söguna.“
Að sumarlagi upp úr aldamótum
var unnið að viðhaldi í skólanum og
búið var að bera marga gamla muni
út til að fleygja þeim, þegar Pétur
átti óvænt leið um og gat ásamt Guð-
mundi skólastjóra, Héðni Péturssyni
aðstoðarskólastjóra og Jason Ívars-
syni kennara komið í veg fyrir að
menningarverðmæti glötuðust. „Við
björguðum þeim á ævintýranlega
hátt og nú þurfum við aftur á krafta-
verki að halda,“ segir Pétur. Borgin
vilji að íslenskuver fyrir erlenda
nemendur verði í húsnæði safnsins.
Hollvinafélagið og aðrir velunnarar
skólans hafi mótmælt fyrirhuguðum
breytingum með rökum án árangurs.
„Verði þessi illa ígrundaða geðþótta-
ákvörðun að veruleika verður merki-
legt grasrótarstarf eyðilagt.“
Pétur bendir á að eftir að kviknað
hafi í í risinu fyrir nokkrum árum
hafi yfirvöld sagt að ekki væri for-
svaranlegt að vera með félagsstarf í
rýminu vegna eldhættu. Það hafi ver-
ið flutt í Spennustöðina, sem skólinn
hafi jafnframt aðgang að á skólatíma
en nýti allt of lítið, nemendum hafi
auk þess fækkað og því sé nægt rými
í skólanum fyrir utan pláss safnsins.
Auk þess hafi komið fram að risið
væri ekki boðlegt kennsluhúsnæði og
þar væri ekkert aðgengi fyrir fatlaða.
„Við höfum útskýrt stöðuna skriflega
fyrir fulltrúum borgarinnar, meðal
annars borgarstjóra og formanni
skóla- og frístundaráðs, og boðið
þeim að skoða skólamunastofnuna,
en enginn þeirra hefur svarað. For-
maður félags grunnskólakennara og
formaður Kennarafélags Reykjavík-
ur eru þeir einu sem hafa þakkað fyr-
ir boðið.“
Standa vörð um sögu
og verðmæti skólans
- Borgin vill skólamunastofu Austurbæjarskóla burt
Ljósmyndir/Erling Aðalsteinsson
Skólamunastofa Austurbæjarskóla Handavinnumunir og gamlir munir
úr skrifstofu skólastjóra í bakgrunni. Saga í hverju horni.
Fræðsla Meðal annars gömul
kennslumyndaspjöld, málverk eftir
Jón E. Guðmundsson og kvik-
myndasýningarvél úr bíósalnum.
Pétur Hafþór
Jónsson
LAUGARDAGUR 3. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Áhugamannareglur bandaríska háskólaíþrótta-
sambandsins, NCAA, skaða konur mun meira en karla,
þar sem þær eru mun ólíklegri til að geta unnið sér inn
háar fjárhæðir í atvinnumennsku síðar. Þær geta því
ekki unnið sér inn tekjur af hæfni sinni þegar vinsældir
þeirra eru mestar. Þetta skrifar Gunnar Valgeirsson
m.a. í ítarlegri fréttaskýringu um þau umbrot sem eiga
sér stað varðandi bandarísku háskólaíþróttirnar þar
sem keppendur mega ekki þiggja greiðslur. »33
Áhugamannareglur háskólanna
skaða konur meira en karla
ÍÞRÓTTIR MENNING