Morgunblaðið - 06.04.2021, Page 4

Morgunblaðið - 06.04.2021, Page 4
ELDGOS Á REYKJANESSKAGA4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is LKINUGEFÐU DAGAMUN Rafn Valur Alfreðsson og Hjalti Jón Pálsson voru staddir um 200- 300 metra frá sprungunni sem opnaðist í Geldingadölum í gær. Þeir félagar höfðu farið þar á fjallahjólum rétt áður en sprungan opnaðist. „Það kom björgunarsveitarbíll á móti okkur á fullri ferð. Við vor- um bara rétt búnir að stoppa áður en við ætluðum upp síðustu brekk- una, sem er dálítið brött. Þá kom hann bara niður á milljón og allir gasmælar í botni og okkur sagt að verið væri að rýma svæðið,“ segir Rafn í samtali við mbl.is. Þá hjól- uðu þeir um hálfan kílómetra upp á hæð og sáu gufustrókana og hraunið flæða upp rétt við slóðann sem þeir höfðu hjólað nokkrum mínútum áður. Rafn segir þá hvorki hafa heyrt né séð sprunguna opnast. Þeir sögðust ekki heldur hafa fundið fyrir mikilli hræðslu heldur fund- ist þessi upplifun mjög skemmti- leg. Þeir hefðu dregið það á lang- inn að fara og skoða eldgosið og á endanum næstum því lent í gos- inu. sonja@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sprunga Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær. Voru um 200-300 metra frá sprungunni Að öllum líkindum verður dregið úr vöktun og viðveru björgunarsveita við eldstöðvarnar í Geldingadölum nú að loknum páskum. Eldgosið hófst 19. mars og síðan þá hefur verið stöð- ug gæsla á svæðinu. Björgunarsveit- armenn hafa vísað fólki veginn, stað- ið við lokunarpósta og aðstoðað fólk sem lent hefur í vanda; slasast, of- kælst eða örmagnast. Þetta segir Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. „Hvernig fyrirkomulagið verður er í höndum Lögreglustjórans á Suður- nesjum. Allar ákvarðanir þarf að taka eftir framvindu og þróun eld- gossins, sem getur breyst skyndilega samanber nýjustu fréttir,“ sagði Þór þegar Morgunblaðið ræddi við hann í eftirmiðdaginn í gær. Þá hafði stundu fyrr opnast ný sprunga nærri Geld- ingadölum. Okkar fólk staðið sig afar vel „Að björgunarsveitarmenn hafi verið á svæðinu hefur klárlega breytt miklu,“ segir Þór. „Núna þegar gosið hefur staðið vel á þriðju viku er lík- legt að umferð gangandi fólks um svæðið fari að dragast saman, að minnsta kosti á virkum dögum. Við munum auðvitað reyna að standa okkar plikt eins lengi og þess er ósk- að og við eigum ennþá talsvert inni. Þetta gos getur hins vegar staðið lengi og allt skipulag verður að taka mið af þeirri sviðs- mynd.“ Síðustu vikur hafa 30-40 björg- unarsveitarmenn verið á og við gos- svæðið. Mann- skapur þessi - með bíla, fjórhjól, dróna og fleiri tæki - hefur komið af öllu landinu, rétt eins og skipulag gerir ráð fyrir þegar umfangsmikil verkefni koma upp. Fyrir gæslu á svæðinu, sé vakt staðin í 72 klukku- stundir eða lengur, fá björgunar- sveitirnar sem verkefninu sinna greitt tímagjald úr opinberum sjóð- um skv. samkomulagi frá 2016 milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og almannavarnadeildar Ríkislög- reglustjóra. Sjálfur hefur Þór tekið þátt í verkefnum sem vettvangsstjóri aðgerða. „Nú er mikilvægt að minnka lang- varandi álag á björgunarsveitunum á Suðurnesjum. Mannskapurinn í Þor- birni í Grindavík og aðrar sveitir hafa staðið sig afar vel síðustu vikurnar og raunar allt okkar fólk,“ segir Þór. sbs@mbl.is Mikilvægt er að minnka álagið - Björgunarmenn komið af öllu landinu Þór Þorsteinsson Morgunblaðið/ Íris Jóhannsdóttir Eldgos Björgunarsveitarmenn við gossprunguna sem myndaðist í gær. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eldgosið í Fagradalsfjalli á Reykja- nesskaganum tók nýja stefnu um hádegisbil í gær þegar tvær nýjar gossprungur mynduðust um hálfan kílómetra norð- austan við gígana tvo í Geldingadöl- um. Sprungurnar eru 100 til 200 metra langar og frá þeim rennur hraðskreið hraunelfur, sem er um 5 til 6 rúm- metrar á sek- úndu, niður í svo- nefnda Meradali. Flugmenn sem voru á sveimi yfir gosstöðinni urðu þess fyrstir varir hvað væri að ger- ast og létu vita. Lögregla og björg- unarsveitir fóru þá strax í að rýma svæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks var á göngu. Framrás til yfirborðsins á nýjum stað Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við Morgunblaðið at- burðarás gærdagsins ekki þurfa að koma á óvart. Með sífellt meiri og þungum hraunmassa í Geldingadöl- um hækki vökvaþrýstingur í gíg- unum þar. Við slíkar aðstæður sé eðlilegt að nýr kvikugangur brjótist út til hliðar frá gosrásinni sem fyrir er. Hraunið nú komi upp í sprung- um sem fyrir voru í jörðinni og sést hafði djarfa fyrir á síðustu dögum. „Krafturinn í gígunum tveimur í gígkeilunni í Geldingadölum er mun minni en áður og virðist að tals- verðu leyti kominn í nýju sprung- urnar. Þessari framvindu svipar að nokkru leyti til þess sem gerðist í Kröflugosunum, sem hófust árið 1975 og urðu alls níu. Í fjórum þeim fyrstu gaus fyrst af talsvert miklum krafti, en síðan fékk kvikan framrás neðanjarðar svo gosin hættu nokk- uð snögglega. Núna er munurinn sá að kvikan fær framrás til yfirborðs- ins á nýjum stað,“ segir Páll. Þróun atburða í eðlisfræðilegum lögmálum Yfirstandandi umbrot á Reykja- nesskaga hófust í desember 2019. Síðan þá hefur mælst aragrúi af jarðskjálftum á svæðinu milli Reykjaness og Kleifarvatns, meira en 700 þeirra af stærðinni 3 og stærri, þar af 73 stærri en 4. Mælst hafa 4-5 kvikuinnskot á þessu um- brotatímabili, hið síðasta náði til yfirborðs í Geldingadölum þegar eldgosið hófst þar 19. mars síðast- liðinn. Umbrotin hafa verið kafla- skipt. „Hver kafli hingað til hefur rekið annan og umbrotin hafa alltaf verið að aukast eða sækja í sig veðrið,“ segir Páll Einarsson. „Þróun at- burða mætti í rauninni skilja út frá eðlisfræðilegum lögmálum, þegar litið er til baka, þótt erfitt sé að beita þeim til að segja eða spá fyrir um framhaldið. Ekkert sem gerst hefur hingað til er algjörlega á skjön við fræðin. Satt að segja hefur þróun þessara hræringa á Suður- nesjum verið, frá einum kafla til annars, eins og spennusaga sem enn hefur ekki náð hámarki.“ Spennusagan hefur ekki náð hámarki - Eldgosið og jarðskjálftarnir hafa fylgt lögmáli og fræðum Stóri-Hrútur Borgar- fjall N át th ag i Nátthaga- kriki Fagradals- fjall Suður strandarvegur Meradalir Nýjar gossprungur norðan við Geldingadali Geldingadalir Gossprunga Hraun Stikaðar gönguleiðir Grunnkort/Loftmyndir ehf. Hraun úr gos- sprungunum rennur austur í Meradali Páll Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.