Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
„Sóttvörnum hér á Tenerife er
sinnt svo til mikillar fyrirmyndar
er. Staðan er góð,“ segir Þórunn
Reynisdóttir, forstjóri Úrvals Út-
sýnar. Í síðustu viku fóru tvær
vélar Icelandair til Kanaríeyja
með farþega ferðaskrifstofunnar
en áætla má að nú séu á svæðinu
á bilinu 700-800 Íslendingar, sem
flestir dveljast einmitt á Tenerife.
Þar ræðir um fólk sem hefur kom-
ið á svæðið bæði á eigin vegum og
í skipulögðum ferðum. Flestir
dveljast á hótelum, en margir
leigja sér líka annars konar hús-
næði.
Borðin utandyra
Við innritun á hótelin á Tenerife
þurfa gestir að sýna sóttvarna-
vottvorð, ekki eldra en þriggja
sólarhringa, sem staðfestir að þeir
séu án veiru. Einnig er fólk hita-
mælt, sé talin ástæða til. „Hótelin
eru í góðu samstarfi við
heilbrigðisþjónustuna. Læknar og
hjúkrunarfræðingar koma oft á
staðinn og ganga úr skugga um að
allt sé í lagi. Fyrir heimför getur
fólk tekið próf á hótelinu til að
sýna landamæravörðum við heim-
komuna til Íslands,“ segir Þórunn
og heldur áfram:
„Annars er
fyrirkomulag
sóttvarna hér
svipað og gerist
heima. Grímu-
notkun er al-
menn regla,
spritt og hand-
þvottur og
tveggja metra
fjarlægðar-
reglan. Á veit-
ingastöðum mega ekki fleiri en
fjórir sitja við borð sem öll eru ut-
andyra. Slíkt er líka bara gott, því
síðustu daga hefur verið hér 20-25
stiga hiti og aðstæður allar hinar
bestu. Golfvellir eru opnir, sund-
laugar og fleira slíkt.
Ekki hááhættusvæði
Nokkuð er síðan Kanaríeyjar
voru teknar af lista sem há-
áhættusvæði vegna kórónuveir-
unnar, enda er staðan þar mun
betri en til dæmis á meginlandi
Spánar og í Mið-Evrópu. Þar
kemur til, að mati Þórunnar, að
sóttvörnum hefur verið sér-
staklega vel sinnt á Kanaríeyjum,
meðal annars með tilliti til þess
hve þýðingarmikil ferðaþjónustan
á svæðinu er. sbs@mbl.is
Gestir stundum
hitamældir á hóteli
- Sóttvarnir í sól - Hundruð Íslend-
inga á Tenerife - Veiran er ekki vandi
Ljósmynd/Aðsend
Tenerife Horft frá sundlaug út yfir garðinn og að hótelum úti við ströndina.
Þórunn
Reynisdóttir
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
Alexander Gunnar Kristjánsson
Alls greindust sjö með Covid-19
innanlands síðustu helgi. Þrjú smit-
anna greindust utan sóttkvíar og
þar af leiðandi voru fjórir þeirra
smituðu í sóttkví. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Almannavörnum
greindust fjögur
smit á laugardag-
inn 3. apríl og á
páskadag, 4. apr-
íl, greindust þrjú
smit. Annar
þeirra sem
greindist utan
sóttkvíar á laug-
ardaginn var á
leið úr landi og
fór því í PCR-
próf sem reynd-
ist síðan jákvætt. Auk innanlands-
smitanna greindist eitt smit á
landamærunum bæði á laugardag
og sunnudag. Þá var nýgengi veir-
unnar innanlands í gær um 23,3.
Vegna þeirra samkomutakmark-
ana sem nú eru í gildi fara færri í
sóttkví þegar smit koma upp en áð-
ur.
Kemur í ljós þegar nær dregur
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá Almannavörn-
um, sagði í samtali við blaðamann í
gær að þróun faraldursins yrði að
leiða í ljós hvort slakað verði á sótt-
varnareglum innanlands þann 15.
apríl þegar núgildandi reglugerð
fellur úr gildi. Það væri ekki hægt
að segja til um það á þessum tíma-
punkti.
„Það er bara eitthvað sem verður
að koma í ljós þegar nær dregur.
Við sjáum það í lok vikunnar hvern-
ig við komum undan páskunum,
jafnvel á næstu tveimur vikum,“
sagði Rögnvaldur.
Eins og áður segir greindust ein-
ungis þrjú smit utan sóttkvíar á
laugardag og sunnudag. Rögnvald-
ur sagði jákvætt að faraldurinn
hefði ekki náð að breiðast meira út
en bætti þó við að það væri alltaf
áhyggjuefni þegar fólk greinist utan
sóttkvíar.
„Ekki þægileg staða“
„Þetta er allavega ekki þægileg
staða þegar við erum enn að greina
smit utan sóttkvíar. Þá er það vís-
bending um að það séu smit sem við
erum ekki búin að finna. Það er allt-
af betra þegar við erum búin að
finna öll smit,“ sagði Rögnvaldur.
Hann sagði það hafa gengið upp
og ofan að rekja smit síðustu daga
en sagði þó að í flestum tilvikum
hefði gengið vel að finna þá sem
hafa verið í kringum viðkomandi.
Verr hafi gengið að finna uppruna
smitanna í einhverjum tilvikum, en
raðgreining hjálpi oft mikið til, því
þá finnist tengingar sem ekki voru
augljósar.
Þá hafði Rögnvaldur ekki upplýs-
ingar í gær um það hvaða afbrigði
veirunnar hafa verið að greinast
undanfarna daga en hið svokallaða
breska afbrigði hefur verið ríkjandi
undanfarnar vikur.
Smit utan sóttkvíar
alltaf áhyggjuefni
Rögnvaldur
Ólafsson.
- Ekki tímabært að segja til um tilslakanir á reglum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sýnataka Sjö smit greindust innanlands um helgina, fjögur á laugardag og
þrjú á sunnudag. Þrjú þeirra greindust utan sóttkvíar.
Karlmaður lést á laugardaginn á
Landspítala af áverkum sem hann
hlaut þegar ráðist var á hann fyrir
utan heimili hans í Kópavogi á föstu-
dag. Maðurinn hét Daníel Eiríksson
og var fæddur árið 1990.
Maður á þrítugsaldri var á sunnu-
dag úrskurðaður í Héraðsdómi
Reykjaness í fimm daga gæsluvarð-
hald í tengslum við rannsókn lög-
reglu á andláti mannsins. Þrír voru
handteknir í tengslum við málið en
tveimur hefur nú verið sleppt úr
haldi. Maðurinn sem úrskurðaður
var í gæsluvarðhald segir andlátið
hafa verið slys.
Margeir Sveinsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is
á sunnudag að málið sé hins vegar
ekki rannsakað sem slys, heldur
manndráp. Rannsóknin snúi fyrst og
fremst að því að komast að því
hvernig maðurinn hlaut þá áverka
sem leiddu til andláts. Lögreglan
vildi ekki tjá sig um málið í gær.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Lögregla Þrír voru handteknir í tengslum við málið en tveimur hefur verið
sleppt úr haldi. Málið er ekki talið tengjast skipulagðri glæpastarfsemi.
Andlátið rannskað
sem manndráp