Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 INXX II Glæsilegasta lína okkar til þessa. INXX II BLÖNDUNARTÆKI Brushed brass Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is 6. apríl 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.31 Sterlingspund 173.79 Kanadadalur 100.18 Dönsk króna 19.913 Norsk króna 14.818 Sænsk króna 14.466 Svissn. franki 133.78 Japanskt jen 1.1406 SDR 178.97 Evra 148.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.8939 Hrávöruverð Gull 1715.85 ($/únsa) Ál 2212.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.12 ($/fatið) Brent « Reuters greinir frá að á mánudag hafi samanlagt markaðsvirði allra rafmynta á markaði farið yfir 2.000 milljarða dala mark- ið og hafi aldrei verið hærra. Samkvæmt mælingu CoinGecko og Blockfolio myndar bitcoin langstærstan hluta af rafmyntahagkerfinu og er sam- tals um 1.100 milljarða dala virði. Þar á eftir kemur ethereum með samanlagt markaðsvirði upp á 244 milljarða dala. Það sem af er þessu ári hefur bitcoin hækkað í verði um 100% en ethereum um nærri 190%. ai@mbl.is Rafmyntir orðnar 2.000 milljarða dala virði STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hér á landi eru hafnar fyrstu tilraun- ir með þjálfun starsfólks með aðstoð sýndarveruleika. Það er ráðgjafar- og fræðslufyrirtækið Gerum betur sem stendur að verkefninu og er fyrsta útgáfa sýndarveruleikanáms- efnisins til þess gerð að æfa af- greiðslufólk í samskiptum við erfiða viðskiptavini. Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur, segir sýndarveruleika þegar hafa gefið góða raun við starfsmanna- þjálfun erlendis og geti gjörbreytt aðferðum fyrir- tækja við þjálfun á sviði þjónustu. „Wal-Mart-versl- anakeðjan notar svipaða tækni með mjög góðum árangri til að þjálfa milljón starfsmenn sína um öll Bandaríkin. Hafa erlendar mælingar leitt í ljós að með þessari aðferð lærir starsfólk fjórum sinnum hraðar en ef kennt væri með hefðbundnum hætti í kennslustofu. Þá öðlast þau margfalt meira sjálfsöryggi í samskiptum við viðskiptavini.“ Stýra atburðarásinni Í þjálfuninni er hermt eftir þrem- ur kunnuglegum aðstæðum sem kunna að koma upp í þjónustustörf- um: reiðum viðskiptavini, ósáttum viðskiptavini og viðskiptavini sem er orðinn ergilegur eftir að hafa ekki verið sinnt. Tekur um 10-20 mínútur að fara í gegnum sviðsmyndirnar þrjár. Framleiðsla þjálfunarefnisins var í höndum Árna Rúnars Hrólfs- sonar hjá Ár films en hópur leikara túlkar erfiðu viðskiptavinina. Í lok hverrar æfingar þarf starfsmaður- inn, sem upplifir sig sem þátttak- anda í atburðarásinni, að velja rétt viðbrögð við þeim aðstæðum sem hafa skapast í sýndarveruleikanum. Að æfingu lokinni fær starfsmaður- inn síðan endurgjöf í samræmi við frammistöðu sína. Sviðsmyndirnar sem sýndarveru- leikaþjálfunin tekur fyrir urðu fyrir valinu vegna þess einmitt að þar reynir sérstaklega á fimi í mannleg- um samskiptum og getur verið mjög krefjandi fyrir þann starfsmann sem í hlut á. „Þetta eru tilvik sem óhjá- kvæmilegt er komi upp og þegar það gerist getur það haft veruleg áhrif á ánægju viðskiptavina sem og starfs- andann og jafnvel dregið dilk á eftir sér í marga daga eða vikur,“ útskýrir Margrét. Eins og að vera á staðnum Sýndarveruleikinn hefur ótal kosti, að sögn Margrétar. Tæknin þjálfar m.a. virka hlustun, samvinnu, samskipti, frumkvæði og skapandi nálgun við lausn vandamála. „Þegar fólk setur á sig sýndarveruleikagler- augun kallar það fram þá upplifun að viðkomandi sé staddur í þessum krefjandi aðstæðum, sem fela í sér sérstaka áskorun við útfærslu þjón- ustunnar,“ segir Margrét. „Það er undir starfsmanninum komið að velja rétt viðbrögð og hann fær að upplifa bæði hvað gerist ef farin er rétt leið og málið leyst farsællega, en líka hvað gerist ef röng leið verður fyrir valinu.“ Sýndarveruleiki hefur einnig þann kost að hann fangar alla athygli fólks: „Það er sammerkt með þeim sem hafa farið í gegnum sviðsmynd- irnar þrjár að þeim þykir þjálfunin áhrifarík og jafnframt skilja þau mjög vel hversu óþægilegt það getur verið að lenda í þeim kringumstæð- um sem verið er að æfa.“ Margrét mælir með að tvinna saman sýndarveruleikaþjálfun og aðrar kennsluaðferðir og segir m.a. skipta miklu máli fyrir starfsfólk að fá að vinna úr því sem það fékk að upplifa í sýndarveruleikanum, og ræða um hvernig því leið á meðan. „Því fylgir eðlilega mikið álag að fást við erfiðan viðskiptavin og getur t.d. framkallað líkamleg viðbrögð eins og örari hjartslátt eða spennu í jöxlum,“ segir Margrét og bætir við að þau sem hafa farið í gegnum sýndarveru- leikaþjálfun Gerum betur hafi upp- lifað þessi líkamlegu streituviðbrögð. „Að ræða upplifunina þýðir líka að fólk á auðveldara með að beita þeirri þekkingu sem það öðlaðist í herm- inum. Þjálfunarefni sýndarveruleik- ans kveikir sterkar tilfinningar rétt eins og ef fólk lenti í sams konar at- vikum í raunheimi og festist þekk- ingin þannig betur í minni.“ Að sögn Margrétar eru miklar vonir bundnar við þjálfun starsfólks með sýndarveruleikatækni. Eigi það sérstaklega við um mannleg sam- skipti að sýndarveruleikinn er miklu öflugra kennslutæki en hefðbundinn fyrirlestur með glærum. „Að leysa rétt úr svona kringumstæðum er eitthvað sem varla er hægt að læra með því að lesa bók en sýndarveru- leikinn er það sem kemst næst því að fá að upplifa krefjandi aðstæður í eigin persónu, og læra t.d. að glíma við þá miklu streitu sem þessar kringumstæður geta skapað.“ Meira í vændum Margrét bendir á að þjálfun með þessu nýja formi henti ekki bara starfsfólki í verslunum og almennum þjónustustörfum heldur öllum þeim sem þurfa að eiga í beinum samskipt- um við viðskiptavini. Ávinningurinn felist í auknu öryggi og sjálfstrausti starfsfólks og ríkari fagmennsku í starfi sem síðan skili sér í færri kvörtunum, minnkaðri starfsmanna- veltu, aukinni starfsánægju og síðast en ekki síst ánægðari viðskiptavin- um. Segja 97% þeirra sem hafa farið í gegnum sýndarveruleikaþjálfun Gerum betur að þau telji að þjálfunin muni nýtast þeim í starfi. Verður áhugvert að sjá hvernig tæknin þróast. Gerum betur er þeg- ar með nýtt verkefni í smíðum til að þjálfa starfsfólk, með aðstoð sýndar- veruleika, í að taka á móti viðskipta- vinum frá ólíkum menningarheim- um. „Það mætti líka nota sömu nálgun til að æfa fólk mjög vel í að t.d. fást við enn meira krefjandi að- stæður, á borð við viðskiptavini sem sýna ógnandi hegðun eða búa fólk undir það álag sem fylgt getur ýmiss konar neyðartilvikum eins og ráni, eldsvoða, eða ef viðskiptavinur þarf á skyndihjálp að halda,“ segir Mar- grét. „Eins gæti það vel hugsast að nota mætti sýndarveruleika til að efla verklega kennslu af ýmsu tagi.“ Mæta erfiðum viðskiptavinum í hermi Átök Sviðsmyndirnar þrjár felast í því að reyna að leysa farsællega úr vanda mjög erfiðra viðskiptavina. Úr nokkrum kostum er að velja. - Sýndarveruleikinn býður upp á mjög raunverulega upplifun og getur framkallað sterk viðbrögð - Ákvarðanir starfsmanns stýra því hvernig atburðarásin þróast - Tæknin býður upp á ótal möguleika Margét Reynisdóttir « Jákvæðar fréttir af þróun bandarísks vinnumarkaðar og þjónustugeira urðu til þess að helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna styrktust um meira en 1% á mánudag. Á föstudag sýndu nýjustu hagtölur að í marsmánuði hefðu orðið til 916.000 ný störf í atvinnulífinu, að landbúnaði undanskildum, og er það langt umfram spár hagfræðinga sem væntu 647.000 nýrra starfa að meðal- tali. Þá virðist ríkja bjartsýni meðal fyr- irtækja og fjárfesta um horfurnar á komandi misserum bæði vegna þess hve vel gengur að bólusetja Banda- ríkjamenn gegn kórónuveiru og eins vegna fyrirhugaðra örvunaraðgerða ríkisstjórnar Bidens. Um miðjan dag á mánudag, að stað- artíma, hafði Dow Jones-vísitalan hækkað um 1,26% og stóð í 33.569,43 stigum sem er nýtt met. Svipaða sögu er að segja um S&P 500 sem hækkaði um 1,45% upp í 4.077,97 stig sem er líka met. Aðalvísitala Nasdaq hækkaði um 1,37% framan af degi og mældist 13.664,14 stig en vantar um það bil 4% til að ná fyrra meti frá því í febrúar síðastliðnum. Af einstökum geirum er það að frétta að flugfélagavísitala S&P 1500 hækkaði um 4% eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld sögðu að fullbólsettu fólki stafaði sáralítil hætta af að fljúga. Þá hækkaði hlutabréfaverð Tesla um 5% eftir að félagið sló met í afhend- ingu nýrra rafmagnsbifreiða. ai@m- bl.is Bandarískar vísitölur í hæstu hæðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.