Morgunblaðið - 06.04.2021, Page 15

Morgunblaðið - 06.04.2021, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 Ferðamannavitinn Akranesviti var baðaður í geislum sólar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá á dögunum. Vitinn er vinsæll á meðal ferðamanna enda er mikil prýði að honum. Eggert Þegar hálft ár er eft- ir af kjörtímabili ríkis- stjórnar Katrínar Jak- obsdóttur er fróðlegt að velta fyrir sér stöðu hinnar breiðu ríkis- stjórnar. Ríkisstjórnar sem stigið hefur ölduna í verstu alheimsplágu veraldar frá stríðs- lokum og eru þá útrásarárin og hrunið talið með. Ég heyri fáa vera með ein- hvern annan betri kost eða að ein- hver flokkur sjórnarandstöðunnar sé afgerandi eða boði eitthvað stór- brotið sem hrífur kjósendur. Hver er annars staða ríkisstjórnarflokkanna? Þær stallsystur Katrín og Svandís hafa fylgst að eins og gott tvíeyki. Katrín með mikinn styrk sem vinsæll forsætisráðherra, og komin í þá gömlu stöðu Framsóknarflokksins að ráða hvort stiginn verður vinstrisnú eða hægrisnú. Katrínu virðist líða vel, enda er þjóðfélagið allt að ríkisvæðast í kórónuplágunni, en hún er heppin og fátt að hennar störfum að finna. Hún hefur Guð- mund umhverfis til að flagga rauðum fánum og gömlum hugarórum villt- ustu flokksfélaganna. Framsóknarflokk- urinn er kominn í góða stöðu og býr við öflugt þríeyki; Sigurð Inga, Lilju Alfreðsdóttur og Ásmund Einar Daða- son. Þau öll eru á toppi vinsældarlista mæling- anna ásamt tvíeykinu þeim Katrínu og Svan- dísi. Sigurður Ingi í vexti sem samgöngu- ráðherra og lím milli stjórnarflokkanna. Lilja alltaf jafn stíl- hrein og sjálfri sér samkvæm, afger- andi menntamálaráðherra sem bæði kennararar og skólasamfélagið treystir. Ásmundur Einar, fyrsti ráð- herrann, sem gerist talsmaður barna og fólks sem hefur ekki átt sér mál- svara. Flokkurinn er farinn að upp- skera og fylgið stígur upp á við í hverri mælingu. Þá er það Sjálfstæðisflokkurinn. Þar trónir Bjarni Benediktsson sem farsæll fjármálaráðherra í afgerandi stöðu í flokknum. Honum ógnar eng- inn. Bjarni er umdeildur og eru það ættarfjötrar hinna duglegu Eng- eyinga sem menn finna honum helst til foráttu. Og hitt að í hann vantar meiri „Bjarna Ben,“ þá miða menn við skörunginn. Bjarni beitir fram ungum konum, þeim Þórdísi Kol- brúnu og Áslaugu Örnu en þær gera það gott og eru vaxandi. Guðlaugur Þór siglir beitivind, fyrsti utanrík- isráðherra síðustu 40 ára sem situr heima og er alls ekkert verri en fyrir- rennararnir sem eyddu 200 dögum árlega erlendis. Hvað er stjórnarandstöðumegin? Stjórnarandstaðan er ekki eitt afl, hún spannar einnig sviðið allt frá vinstri til hægri. Hvar er Samfylk- inginn stödd? Hún hefur hraðað sér frá miðjunni yfir á vinstri væng. Logi Einarsson er í samkeppni við Gunn- ar Smára Egilsson um hvor sé meiri sósialisti og þar logar Logi skærar. Katrín hefur tapað öfgavinstrafólki frá sér eins og þingmanninum Rósu Björk sem sumir kalla ,,rauðu“. Hún rann á roðann hjá Samfylkingunni. Kratarnir virðast vera eins og móðurlaus lömb í þessu róti og eiga meiri samleið með Katrínu en Loga. Og ekkert síður Framsóknar- flokknum þar sem bæði Lilja og Ás- mundur breikka flokkinn frá miðju til vinstri. Viðreisn er útfall úr Sjálfstæðis- flokknum sem gerir út á ESB- drauminn. Þeir kalla sig frjálslynda fólkið en jarma eftir evru og aðild þegar ESB á í nógu basli með þá sem í ríkjabandalaginu eru og nokkur lönd huga að útgöngu. ESB-aðild er hvorki á dagskrá hér né í Brussel, samt gráta lömbin við stekkjar- brotið. Miðflokkurinn var í upphafi hálfur Framsóknarflokkurinn, en nú er byrjaður að þyngjast róðurinn. Sig- mundur Davíð liggur undir feldi og hugsar djúpt hvaða mál trompar baráttuna, meðan karlarnir hans brýna vopnin. En Sigmundur Davíð er auðvitað flokkurinn og hefur keyrt Miðflokkinn nokkuð fast til hægri, og sækir að Sjálfstæðis- flokknum. Þótt Katrín verði að setja upp rauða grímu í kosningabaráttunni þá mun hún hugsa sig um tvisvar, hvort hún á að halda út í óvissuna með Pí- rötum, sósíalistum, Flokki fólksins, Viðreisn og Samfylkingunni. Þessu samstarfi hafnaði Kjói heim- ilishundur Sigurðar Inga síðast, gelti að hersingunni á fundinum fræga í Syðra-Langholti. Ég sé ekkert mál sem fellir ríkis- stjórnina, ef stjórnarflokkarnir eru klókir. Í Covid er stjórnarandstaðan að velta fyrir sér mistökum kringum landamæri, litakóðunarkerfi og bólu- efni. Ríkisstjórnin á hiklaust að fara að öllum tillögum Þórólfs og Kára í hverju máli. Landbúnaðarmálin hafa verið í vondri stöðu, en nú gefst tæki- færi að ræsta út, þar sem Kristján Þór Júlíusson er að hætta en hans vandi hefur verið sá að setja sjálfan sig í baráttu fyrir landbúnaðarráðu- neyti sem er ekki til. Það hefur verið raun að fylgjast með hrakningum ráðherrans og hvernig hann féll á prófinu. Bjarni hefur farið illa með Kristján Þór og bændur að leysa hann ekki frá þessum raunum. Staðan er þessi: Leiðtogar ríkis- stjórnarflokkanna búa við traust og eins og nú horfir munu þeir styrkja stöðu sína í kosningunum í sept- ember. Þetta staðfestir nýr þjóð- arpúls en yfir 60% landsmanna eru ánægð með ríkisstjórnina. En stjórn- arflokkarnir mælast með 46% fylgi. Þessi könnun staðfestir að stjórnar- flokkarnir eru með þetta, eins og krakkarnir segja. Eftir Guðna Ágústsson » Leiðtogar ríkis-stjórnarflokkanna búa við traust og eins og nú horfir munu þeir styrkja stöðu sína í kosningunum í september. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Fátt ógnar stöðu ríkisstjórnarflokkanna Í Morgunblaðinu 11. mars sl. birtist grein eftir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurð- ardóttur, undir fyrir- sögninni „Íslenska tungan og okkar kristnu rætur“ og áréttar biskup þar mik- ilvægi þess að kristni og íslensk tunga hald- ist í hendur. Þá kemur þar fram að lestur íslensks texta sé einn af hornsteinum grunnskóla- kennslu og að færni manns í móð- urmálinu sé skilyrði þess að hann geti lært aðrar tungur. Undir þetta hljóta allir að taka. Grein biskups er tilefni til þess að taka til athugunar annað málfarsefni sem snertir Þjóð- kirkjuna, „málfar beggja/allra kynja“ sem nú tíðkast í athöfnum kirkjunnar og er nýbreytni í ís- lensku. Þetta valdboðna málfar mun hafa komið til skjalanna árið 1998 eða þar um bil þegar ályktað var um jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Sem dæmi um aðrar ályktanir kirkj- unnar um þetta efni má nefna jafn- réttisstefnu frá árunum 2011 og 2012 sem gerð var að framkvæmdaáætlun kirkjunnar fyrir árin 2015 til 2017 og loks jafnréttisstefnuna frá 6. nóvember 2019. Ég hef leitað á vef þjóð- kirkjunnar að skil- greiningu á þessu mál- fari en án árangurs. Um tíma var fyrir lagt að fylgja biblíuþýðing- unni frá 2007 en það er ófullnægjandi vísbend- ing og ljóst er að þetta málfar fylgir henni alls ekki. Einkenni þess er það að hvorugkyn fall- orða hefur verið gert að almennu, hlutlausu kyni í stað karl- kynsins, þó einungis í fleirtölu eftir því sem heyra má. Prestar og messu- þjónar hafa reynt að fóta sig á þessu nýja málfari en tekist misvel og kem- ur það ekki á óvart því að það er ekki lifandi mál nokkurs manns. Hverfur fólk fljótt til óbrenglaðs móðurmáls- ins, einkum messuþjónarnir. Hinir vígðu halda aðeins lengur út en bila þó flestir áður en athöfnin er úti. Málkyn, lífkyn og hlutlaust kyn Óbjöguð málkennd kennir okkur að kyn fallorða er ekki það sama og líffræðilegt kyn. Í indó-evrópsku forntungunni, formóður íslensk- unnar, voru í upphafi tvö mál- fræðikyn. Annars vegar var „kyn“ orða um það sem lifandi er en hins vegar „kyn“ dauðra hluta. Málkyn er með öðrum orðum beyging og eng- um dettur í hug að kynferðis- eða virðingarmunur sé á dollu eða dalli, skáp eða skúffu. Hvernig má annars skýra „misvísandi“ kyn sumra nafn- orða yfir lifandi kynverur, orða eins og svanni (kk.) kapall (kk.), fljóð (hk.), fress (hk.) o.fl. eða þá það að karlmannsnöfnin Sturla og Skúta skuli beygjast eins og algeng kven- kynsorð? Þá finnum við að þegar vís- að er til allra eða óákveðins hóps á ís- lensku, enda þótt vitað sé eða ætla megi að fólk í honum sé af báðum kynjum, ber að nota karlkyn, hið al- menna og hlutlausa kyn. Sé vísað til tiltekins hóps af báðum kynjum er hvorugkyn notað. Þessar reglur málsins heyrast oft brotnar, t.d. í hinni almennu kirkjubæn og þá með þeirri raunalegu afleiðingu að flestir verða útundan í fyrirbænunum. Ein- kennilegt er það að þegar einn af óvissu kyni á í hlut er ekki notað hvorugkyn en karlkyninu haldið sem hlutlausu kyni. Á þetta reynir í sam- settum tölum, t.d. 21, 31. Verður von- andi seint sagt úr predikunarstóli: „Eitt tók sinnaskiptum.“ Það er svo eitt dæmið um vandræðagang í þessu málfari að tala orðs skuli ráða kyni þess. Loks tilfæri ég hér tilbúið og ótækt dæmi en þar er brotið gegn reglum málsins um samræmi í kyni eins og oft hendir í þessu nýja mál- fari: „Fagottleikarar eru í verkfalli og þau eru nú á fundi.“ Viljandi sótt að móðurmálinu Á tölvuöld er sótt að íslensku en sú aðsókn er vélræn og markmiðslaus. Aðsókn þjóðkirkjunnar er af annarri gerð því að markmið hennar er bein- línis að breyta tungunni í þágu hug- myndafræði. Þessi hugmyndafræði byggist hins vegar á röngum og vill- andi grunni, þeirri bábilju að málkyn og lífkyn sé eitt og hið sama en það rekst á almenna málvitund og mál- söguleg rök. Hlálegt er að jafnréttis- hugsunin að baki þessu málfari fellur þar með alveg um sjálfa sig. Ekki verður séð fyrir til hvers þetta fikt leiðir þegar til lengdar lætur. Í versta falli veiklast sjálft málkerfið. Skammtímaáhrifin af því sýnir okk- ur hins vegar þessi litla saga: Leik- skólabörn áttu að fara í smáferð næsta dag og sagði kennarinn þeim að „allir“ ættu að hafa með sér nesti. Olli þetta dálitlum kvíða hjá sumum stelpunum sem héldu að strákarnir einir mættu hafa með sér nesti. Af þessu sanna dæmi má sjá að skemmt hafði verið fyrir þessum börnum. Málvitund þeirra hafði verið slævð og móðurmál þeirra gert ónákvæm- ara. Til umhugsunar Að lokum þetta. Kristni og tunga hafa ávallt haldist í hendur hér á landi. Fagnaðarerindið var borið fram á íslensku frá fyrstu stundu og kirkjan leiddi íslensku til öndvegis með því að gera hana að ritmáli. Hef- ur kirkjan ásamt mæðrum, ömmum og fóstrum þessa lands varðveitt ís- lenskt mál lítt breytt fram á okkar tíma og því hefur fólk verið læst á texta frá upphafi ritaldar án þess að umritunar gerðist þörf. Mættu bisk- up og kirkjunnar menn, sem hafa boðið þetta nýja málfar, huga að því að málbreytingar sem það kann að hrinda af stað munu vísast gera þessa gömlu texta óaðgengilega fyrir komandi kynslóðir. Þar á móti er það óskapleg tilhugsun að minni kirkju- sókn ungmenna kunni að draga úr líkunum á því. Eftir Pétur Guðgeirsson »Hlálegt er að jafnréttishugsunin að baki þessu málfari fellur þar með alveg um sjálfa sig. Pétur Guðgeirsson Höfundur er fyrrverandi héraðsdómari. petrus@visir.is Þjóðkirkjan gegn móðurmálinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.