Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
Snertifletir
sem draga
úr smitum
Kynntu þér nanoSeptic á hreint.is
Auðbrekka 8 s: 589 5000 hreint@hreint.is
Í Bretlandi er nú til
umfjöllunar frumvarp
til breytinga á hegning-
arlögum. Taka skal
harðar á grófum of-
beldisbrotum og árás-
um á þá er sinna neyð-
arþjónustu en halda
minni háttar brota-
mönnum utan fangelsa.
Einnig á lögreglan að
fá meiri völd til að
banna mótmæli sem valda almenn-
ingi óþægindum (jafnvel eins manns
mótmæli) og skemmdir á opinberum
minnismerkjum skulu varða allt að
10 ára fangelsi.
Í Bristol var mótmælt hressilega
hinn 21.3. og var sem menn vildu
sýna fram á þörfina fyrir þessi lög því
mótmælendur brenndu tvo lög-
reglubíla og skemmdu tíu aðra.
Tuttugu lögregluþjónar meiddust og
tuttugu til viðbótar slösuðust næstu
daga. Ekki er á hreinu hverjir skipu-
lögðu mótmælin (Extinction Rebell-
ion ber það af sér) en Antífa í Bristol
lýsti alténd yfir stuðningi sínum.
Bristol er Portland Breta segir
blaðamaðurinn Andy Ngo í grein í
Spectator en honum fannst ACAB-
krotið (All Cops Are Bastards),
brennandi ruslagámarnir, flugelda-
sprengjurnar, Antífa-fánarnir og
BLM-límmiðarnir minna mjög á
heimahagana handan Atlantsála.
Andy komst í heimsfréttirnar 2019
er Antífa-liðar réðust á hann heima í
Portland, Oregon, smávaxinn
homma, afkomanda Víetnama er
flýðu áþján kommúnismans á átt-
unda áratugnum, helltu yfir hann
mjólkurhristingi og börðu hann
ítrekað svo blæddi milli heilahimna.
Mörgum þótti þessi hegðun undarleg
en Antífa sér svo sem fasisma víða.
Nigel Farage fékk jú líka sinn mjólk-
urhristing. Antífa hefur einnig sést
ráðast gegn Querdenkers (fólki sem
mótmælti kóvídlokunum í Frankfurt)
og bandarískum hópi sem vill sem
minnst ríkisafskipti (Three Percent-
ers), sem sagt hópum sem tengjast
fasisma ekki neitt. Það að beita of-
beldi virðist stundum
aðalatriðið hjá þeim,
sem sést vel af einu
lógói þeirra sem sýnir
Antífa-liða lumbra á
liggjandi manni.
Nýlega gaf Andy út
bók um Antífa: „Un-
masked: Inside Antifa’s
Radical Plan To
Destroy Democracy“.
Þar segir hann m.a. frá
hinu skammlífa fríríki
þeirra, CHAZ, sem þeir
stofnuðu með BLM í
Seattle og var lagt niður eftir fjórar
skotárásir og tvö manndráp. Einnig
lýsir hann kennsluefni Antífa, upp-
byggingu samtakanna o.fl. Þær upp-
lýsingar koma mikið til frá uppljóstr-
ara sem gekk í samtökin.
Upphaf Antífa má rekja til sam-
takanna Antifascishe Action er stofn-
uð voru í Þýskalandi 1932 er fylk-
ingar sósíalista og kommúnista
sameinuðust – merki þeirra notar
Antífa enn í dag – en einnig sækir
Antífa innblástur til baráttusveita
gegn Franco og Mussolini. Frá Ítalíu
kemur þekkt slagorð Antífa, „no pas-
aran“, sem sjá má á bolum þeirra
(ásamt krepptum hnefa). Eftir að
Hitler náði völdum bannaði hann all-
ar stjórnmálahreyfingar nema sína,
en hugmyndirnar lifðu og blómstr-
uðu í A-Þýskalandi þar sem menn
reistu hinn „andfasíska“ múr til varn-
ar gegn „fasistum“ V-Þýskalands.
Andy sér hliðstæður milli Antífa
nútímans og Baader-Meinhof-
samtakanna; viljann til að beita valdi
og fullvissuna um að rétt sé að berj-
ast gegn hinum „fasísku“ stjórnvöld-
um V-Þýskalands, BNA og annarra
þjóðríkja.
Hann segir að höfuðvígi samtak-
anna sé í Berlín en að til BNA hafi
hreyfingin borist frá Bretlandi eftir
að hafa samlagast pönkhreyfingum
þar. Í BNA hafi Antífa svo orðið fyrir
áhrifum frá Frankfurtskólanum og
snúist nú um baráttu undirskipaðra
hópa gegn hinu hvíta, kapítalíska,
gagnkynhneigða feðraveldi. Því hef-
ur femínismi og LGBT-hug-
myndafræði háan sess innan samtak-
anna.
Með því að skoða heimasíðu Brist-
oldeildar Antífa má sjá sterk tengsl
við BNA. Því hefur verið haldið fram
að Antífa sé aðeins hugmynd en það
stenst ekki skoðun því eins og Andy
sýnir fram á hafa samtökin þétt þjón-
ustunet í BNA, lögfræðinga og fólk
innan stjórnkerfisins, kennarastétt-
arinnar og meðal fjölmiðlamanna.
Markmið Antífa er að koma
Bandaríkjunum og vestrænum þjóð-
félögum á kné – að koma af stað bylt-
ingu sem myndi leiða af sér útópískt
samfélag – landamæra- og lög-
reglulaust, undir stjórn nýrrar valda-
stéttar. Antífa er afar fært í upplýs-
ingastríði, enda hafa samtökin marga
blaðamenn á sínu bandi, segir Andy.
Fela þarf upplýsingar og dreifa
áróðri og ósannindum um andstæð-
ingana til að reyna að hrekja þá frá
völdum eða gera þá ótrúverðuga
(myndbandið sem á að sanna að
Andy sé í slagtogi með Proud Boys
sannar ekkert slíkt – ég horfði á það).
Sagan hefur tilhneigingu til að
endurtaka sig. Á Spáni komu vinstri-
sinnar Franco til valda með því að
lama landið í verkföllum og í Þýska-
landi hjálpuðu þeir Hitler til valda
með því að berjast gegn miðjuflokk-
unum. Stalín komst til valda í kjölfar-
ið á byltingu bolsévikanna. Í BNA
hafa BLM og Antífa enn grænt ljós
hjá Demókrötum en samtök sem
bera enga virðingu fyrir eignarrétt-
inum né rétti hins almenna manns til
að komast sinna ferða óáreittur
hljóta að lenda upp á kant við yfirvöld
fyrr eða síðar og þá er hætta á að
þrengt verði að mótmæla- og tjáning-
arrétti allra, eins og sjá má gerast
með þessu breska lagafrumvarpi.
Um Antífa og skerðingu á
mótmælarétti almennings
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur »Með ofbeldisfullum
mótmælum skapa
vinstriöfgamenn hættu
á að réttindi allra til að
mótmæla stefnu ríkis-
valdsins verði skert.
Ingibjörg Gísladóttir
Höfundur starfar við
umönnun aldraðra.
Kristnir menn hafa
byggt Ísland í meir en
þúsund ár. Fyrst voru
það kaþólskir, síðan
lúterskir og síðan hin-
ir fjölmörgu kristnu
sértrúarsöfnuðir. Allir
leggja þessir hópar
áherslu á ólík trú-
aratriði, sem aðskilja
þá frá öðrum. Sum
smávægileg.
Eitt eru þó allir sammála um og
það er trúin á Jesú Krist og end-
urlausn mannsins fyrir hjálpræðis-
verk hans á krossinum.
Í Jóhannesarguðspjalli standa
þessi frægu orð: „Því að svo elskaði
Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn, til þess, að hver sá sem á
hann trúir, glatist ekki, heldur hafi
eilíft líf.“ (Jóh. 3:16)
Það er oft vitnað til þessara orða,
sem Jóhannes þrír sextán. Í þeim
felst, að sá sem trúir á Jesú Krist sé
hólpinn. Hann er frelsaður/frelsuð.
Það þýðir, að enginn er meira eða
minna frelsaður en aðrir. „Í trúnni á
hann eigum vér öruggan aðgang að
Guði.“ (Efesusbréfið 3:12)
Eftir komu Krists gilda aðrir
hlutir, sem ekki voru teknir gildir
fyrir komu hans. „Kristur er enda-
lok lögmálsins, svo að nú réttlætist
sérhver sá sem trúir.“ (Rómverja-
bréfið 10:4)
Það er náðargjöf, vegna þess, að
vér mennirnir erum ófullkomnir og
getum ekki haldið lögmálið allt.
Samkvæmt kristninni er okkur gefið
fagnaðarerindið um
hjálpræðið fyrir Krist
Jesú. Enginn er þar
fremri öðrum. Lág-
launamaðurinn og hinn
ofríki eru hér í sama
flokki.
„Allir réttlætast án
verðskuldunar af náð
hans fyrir endurlausn-
ina, sem er í Kristi
Jesú.“ (Róm. 3:23-24)
Því svo elskaði Guð
heiminn, að „nú er eng-
in fordæming fyrir þá,
sem tilheyra Jesú Kristi.“ (Róm. 8:1)
Guð, hinn miskunnsami alvaldi
Drottinn, hefur umvafið þennan
heim gæsku sinni, náð og elsku.
Þökk sé honum, dýrðin og lofgjörðin
um aldir alda. Fyrirheitið er allra.
Það stendur öllum til boða, sem vilja.
Ekki einhverjum einum sér-
trúarflokki, heldur þeim öllum og svo
þeim líka, sem eru utan flokka.
Í orði Guðs segir: „Hver, sem
ákallar nafn Drottins mun hólpinn
verða.“ (Róm. 10:13)
Allir eiga þennan sama rétt, þessa
sömu náðargjöf. Það er hinn nýi
sáttmáli á milli Guðs og manna.
Jóhannes
þrír sextán
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi Magnússon
»Kristur er endalok
lögmálsins, svo að
nú réttlætist sérhver
sá, sem trúir.
Höfundur er áhugamaður
um mannlífið.
einar_ingvi@hotmail.com
Veistu hvers þú ert
megnugur, ein-
staklingur, hvar hvat-
irnar þínar geta endað
með þig? Þú vilt vel en
stundum fer illa, hvern-
ig er þá með það þegar
mest þörf er á? Hef-
urðu séð Menn og mýs?
Þekkirðu tölurnar um
heimilisofbeldi?
Skilurðu að það eru
menn sem elska konurnar sínar, sem
lemja þær og jafnvel drepa. Skilurðu
að þetta eru menn eins og þú? Hvað
geturðu gert til að lenda ekki í þessu,
til að vera sem lengst frá þessu? Mað-
urinn við stjórnvölinn sem lifir og
dafnar með allt á hreinu.
Miklu meiri kærleikur, einfaldlega.
Vinahópur sem stendur við bakið á
þér, bíður eftir þér í röð eins og segir í
laginu. Heilbrigt líferni og spennandi
framtíð. Auknar gáfur og betri sam-
skipti með meiri húmor og kynþokka-
fyllri tilveru. Við þurfum að tala sam-
an til að eygja um hvað lífið
raunverulega snýst þegar svona
margir fara út af.
Gandhi sagði að lífið snerist ekki
bara um að auka hraðann á því. Hann
er samt að benda á það að mikið sem
á sér stað í nútímasamfélagi snýst um
að fara hraðar. Meiri fullkomnun og
hraðar. Við sækjumst eftir því að
vera samkeppnishæf og lifa vel í lífs-
gæðakapphlaupinu. Ef við erum að
fara að slappa af viljum við helst flýta
okkur og slappa af strax.
Til er bókin Lifðu lífinu hægar,
sem fjallar um heilbrigði þess að stíga
úr þessu hamstrahjóli fyrir heilsuna
og lífsgæðin og virkilega njóta þeirra
ótal framfara sem mannkynið hefur
náð. Það gerir okkur kleift að sjá að
þegar við erum komin á ógnarhraða,
farið að líða illa, áfergjan að taka toll,
verður óhappið verra, eins og í bíl
sem er á mikilli ferð. Við eigum alltaf
að hafa í huga hvað það
er margt sem við getum
verið þakklát fyrir.
Þakklæti er ein mest
læknandi tilfinning sem
við getum hugsað upp.
Þá förum við síður að
taka áhættu í eltingaleik
við óreiðu og jarðlegar
eignir. Andlegir leiðtog-
ar segja að við eigum að
lifa fyrir eilífðina og sjá
að þetta líf er bara
augnablik þannig að
ekki falla fyrir freisting-
unni sem sál þín leggur fyrir þig.
Þú hefur val um að lifa með von um
betrun mannkyns og fylgjast með
kraftaverkum sem verða alla daga.
Þú þarft ekki að lifa í ótta og minni-
máttarkennd. Þú ert heilög vera,
bjargvættur og grínisti. Tölum meira
saman um hvernig lífið ætti að vera
og hvað gerir það vert að lifa því.
Hvað á maður að gera við reiðina?
Róa í hina áttina? Hefur þú hugsað
þína fallegustu hugsun? Geturðu stig-
magnað þá hugsun tífalt?
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað
það skiptir miklu máli að gera það
rétta. Hvert spor sem við tökum er
nýtt spor og við getum valið hvert við
förum. Við erum samsett úr ýmsum
hugmyndum en þær eru ekki óhagg-
anlegar. Kannski bætum við nokkrar
af þessum hugmyndum og gjör-
breytum heiminum til hins betra.
Miklu meira af öllu því besta; miklu
meiri kærleikur.
Eftir Valdimar
Garðar
Guðmundsson
Valdimar Garðar
Guðmundsson
» Þú hefur val um að
lifa með von um
betrun mannkyns og
fylgjast með kraftaverk-
um sem verða alla daga.
Höfundur er frumkvöðull.
valdimargardar@hotmail.com
Björgun