Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 25.09.2021, Blaðsíða 100
Porsche Cayenne E-Hybrid er nú kominn með stærri raf- hlöðu, sem eykur drægi hans á rafmagninu eingöngu, upp í 43 km. Hann er nú boðinn með veglegu aukahlutatilboði hjá Bílabúð Benna. Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst Porsche bíll í reynslu- akstur, satt best að segja er það allt- of sjaldgæft hjá íslenska umboð- inu. Því var boði um þriggja daga reynsluakstur á Porsche Cayenne E-Hybrid tekið með nokkurri til- hlökkun. Tilefnið var uppfærsla á rafhlöðunni sem gerð var á síðasta ári, ásamt veglegu aukahlutatilboði. Skemmtilegur í Sport Plus Óþarfi er að eyða mörgum orðum í útlit eða innanrými Cayenne, enda engar breytingarnar þar. Meira er hægt að segja um eiginleika hans enda frábær akstursbíll hér á ferð- inni, sem hefur betri aksturseigin- leika en sumir sportbílar. Tvinn- bíllinn er engin aukvisi, jafnvel án rafmótorsins, en vélin er þriggja lítra V6 vél með forþjöppu sem skil- ar 335 hestöflum og 450 Nm togi. Við vélina er átta þrepa sjálfskipting og er 134 hestafla rafmótorinn milli vélar og skiptingar. Með rafmótorn- um er samanlagt afl vélbúnaðar 455 hestöfl og togið heilir 700 Nm, enda er upptakið sekúndu betra í þessum bíl, miðað við hefðbundinn V6 bíl. Eins og gefur að skilja er skemmti- legast að keyra bílinn í Sport Plus stillingunni, en þá nýtir hann best afl vélar og rafmótor og gefur honum alvöru upptak. Sameinar marga kosti Bíllinn byrjar alltaf í EV still- ingunni svo að skipta þarf um akstursstillingu vilji maður nota bensínvélina. Persónulega finnst mér eðlilegra að bíllinn byrji alla- vega í Hybrid stillingunni. Til að koma fyrir 17,9 kWst raf hlöðunni er tekið pláss frá bensíntankinum sem samt er 75 lítrar. Hægt er að keyra bílinn upp í 135 km hraða á rafmagninu eingöngu og þannig kemst hann allt að 43 km á hleðsl- unni samkvæmt Porsche, sem reyndar eru alltaf frekar íhalds- samir þegar kemur að tölfræðinni. Er því hægt að keyra bílinn tals- vert á rafmagninu, sérstaklega innanbæjar. Svo þegar bregða á undir sig betri fætinum, jafnvel með stóra hestakerru í eftirdragi, er það vandkvæðalaust á þessum bíl sem dregur 3,5 tonn eins og alvöru pall- bíll. Þannig fær maður kosti rafbíls, sportbíls og stórs jeppa í einum bíl, sem ekki er alltaf raunin. Dýr í samkeppninni Helstu keppinautar hérlendis myndu vera BMW X5 xDrive45e, Audi Q7 TFSI e og Volvo XC90 Rech- arge T8. Bimminn kostar í tengil- tvinnútgáfu frá 12.890.000 kr., sam- bærilegur Audi Q7 frá 11.190.000 kr. og Volvo XC90 Recharge frá 11.690.000 kr. svo að 14.990.000 kr. verðmiðinn á Porsche er ennþá nokkuð yfir keppinautunum, þrátt fyrir freistandi aukahlutatilboð. n Meira stuð í snúru-Cayenne Porsche Cayenne í tengiltvinnútgáfu er nú kominn með 17,9 kWst rafhlöðu í vopnabúrið. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Sem áður er inn- réttingin fáguð og flott í Ca- yenne en takki fyrir hljóðstyrk hefði gjarnan mátt vera á öðrum stað. Án rafmótors skilar V6 vélin samt 335 hestöflum og 450 Nm togi. Grunnverð: 14.990.000 kr. Slagrými: 2.995 rsm Rafhlaða: 17,9 kWst CO2: 71 g/km Hestöfl: 462 Tog: 700 Nm Hröðun 0-100 km: 5 sek. Hámarkshraði: 253 km/klst. Eigin þyngd: 2.295 kg Dráttargeta: 3.500 kg L/B/H: 4.918/1.983/1.696 mm Hjólhaf: 2.895 mm Farangursrými: 645 lítrar Með rafmótornum er samanlagt afl vél- búnaðar 455 hestöfl og togið heilir 700 Nm, enda er upp- takið sekúndu betra í þessum bíl miðað við hefðbundinn V6 bíl. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 25. september 2021 LAUGARDAGUR Porsche Cayenne E-Hybrid KOSTIR n Aksturseiginleikar n Upptak GALLAR n Ræsir í rafstillingu n Verð Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Reynsluakstur Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! Nánar á fjallkona.is BRJÁLÆÐISLEGA GÓÐUR BRUNCH LAUGARDAGA & SUNNUDAGA 11.30-14.30 NÝR OG SPENNANDI SEÐILL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.