Fréttablaðið - 25.09.2021, Qupperneq 100
Porsche Cayenne E-Hybrid
er nú kominn með stærri raf-
hlöðu, sem eykur drægi hans
á rafmagninu eingöngu, upp
í 43 km. Hann er nú boðinn
með veglegu aukahlutatilboði
hjá Bílabúð Benna.
Það er ekki á hverjum degi sem
manni býðst Porsche bíll í reynslu-
akstur, satt best að segja er það allt-
of sjaldgæft hjá íslenska umboð-
inu. Því var boði um þriggja daga
reynsluakstur á Porsche Cayenne
E-Hybrid tekið með nokkurri til-
hlökkun. Tilefnið var uppfærsla á
rafhlöðunni sem gerð var á síðasta
ári, ásamt veglegu aukahlutatilboði.
Skemmtilegur í Sport Plus
Óþarfi er að eyða mörgum orðum í
útlit eða innanrými Cayenne, enda
engar breytingarnar þar. Meira er
hægt að segja um eiginleika hans
enda frábær akstursbíll hér á ferð-
inni, sem hefur betri aksturseigin-
leika en sumir sportbílar. Tvinn-
bíllinn er engin aukvisi, jafnvel án
rafmótorsins, en vélin er þriggja
lítra V6 vél með forþjöppu sem skil-
ar 335 hestöflum og 450 Nm togi.
Við vélina er átta þrepa sjálfskipting
og er 134 hestafla rafmótorinn milli
vélar og skiptingar. Með rafmótorn-
um er samanlagt afl vélbúnaðar 455
hestöfl og togið heilir 700 Nm, enda
er upptakið sekúndu betra í þessum
bíl, miðað við hefðbundinn V6 bíl.
Eins og gefur að skilja er skemmti-
legast að keyra bílinn í Sport Plus
stillingunni, en þá nýtir hann
best afl vélar og rafmótor og gefur
honum alvöru upptak.
Sameinar marga kosti
Bíllinn byrjar alltaf í EV still-
ingunni svo að skipta þarf um
akstursstillingu vilji maður nota
bensínvélina. Persónulega finnst
mér eðlilegra að bíllinn byrji alla-
vega í Hybrid stillingunni. Til að
koma fyrir 17,9 kWst raf hlöðunni
er tekið pláss frá bensíntankinum
sem samt er 75 lítrar. Hægt er að
keyra bílinn upp í 135 km hraða
á rafmagninu eingöngu og þannig
kemst hann allt að 43 km á hleðsl-
unni samkvæmt Porsche, sem
reyndar eru alltaf frekar íhalds-
samir þegar kemur að tölfræðinni.
Er því hægt að keyra bílinn tals-
vert á rafmagninu, sérstaklega
innanbæjar. Svo þegar bregða á
undir sig betri fætinum, jafnvel með
stóra hestakerru í eftirdragi, er það
vandkvæðalaust á þessum bíl sem
dregur 3,5 tonn eins og alvöru pall-
bíll. Þannig fær maður kosti rafbíls,
sportbíls og stórs jeppa í einum bíl,
sem ekki er alltaf raunin.
Dýr í samkeppninni
Helstu keppinautar hérlendis
myndu vera BMW X5 xDrive45e,
Audi Q7 TFSI e og Volvo XC90 Rech-
arge T8. Bimminn kostar í tengil-
tvinnútgáfu frá 12.890.000 kr., sam-
bærilegur Audi Q7 frá 11.190.000
kr. og Volvo XC90 Recharge frá
11.690.000 kr. svo að 14.990.000
kr. verðmiðinn á Porsche er ennþá
nokkuð yfir keppinautunum, þrátt
fyrir freistandi aukahlutatilboð. n
Meira stuð í snúru-Cayenne
Porsche Cayenne í tengiltvinnútgáfu er nú kominn með 17,9 kWst rafhlöðu í vopnabúrið. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
Sem áður er inn-
réttingin fáguð
og flott í Ca-
yenne en takki
fyrir hljóðstyrk
hefði gjarnan
mátt vera á
öðrum stað.
Án rafmótors skilar V6 vélin samt 335 hestöflum og 450 Nm togi.
Grunnverð: 14.990.000 kr.
Slagrými: 2.995 rsm
Rafhlaða: 17,9 kWst
CO2: 71 g/km
Hestöfl: 462
Tog: 700 Nm
Hröðun 0-100 km: 5 sek.
Hámarkshraði: 253 km/klst.
Eigin þyngd: 2.295 kg
Dráttargeta: 3.500 kg
L/B/H: 4.918/1.983/1.696 mm
Hjólhaf: 2.895 mm
Farangursrými: 645 lítrar
Með rafmótornum
er samanlagt afl vél-
búnaðar 455 hestöfl
og togið heilir 700
Nm, enda er upp-
takið sekúndu betra í
þessum bíl miðað við
hefðbundinn V6 bíl.
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 25. september 2021 LAUGARDAGUR
Porsche Cayenne E-Hybrid
KOSTIR
n Aksturseiginleikar
n Upptak
GALLAR
n Ræsir í rafstillingu
n Verð
Njáll
Gunnlaugsson
njall
@frettabladid.is
Reynsluakstur
Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan
FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR!
Nánar á fjallkona.is
BRJÁLÆÐISLEGA GÓÐUR
BRUNCH
LAUGARDAGA & SUNNUDAGA
11.30-14.30
NÝR OG SPENNANDI SEÐILL!