Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 4
Grunlausir Íslendingar hafa fengið reiðileg símtöl frá fólki sem þeir hringdu aldrei í. Krakkarnir kjósa líka Krakkakosningar voru haldnar í grunnskólum landsins í gær í tengslum við alþingiskosningarnar næsta laugardag. Fengu grunnskólanemar þar að greiða atkvæði með þeim flokkum sem þeir vilja helst sjá í ríkisstjórn. Niðurstöður krakkakosninganna liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað en ljóst er að áherslur krakkanna eru oft allt aðrar en fullorðna fólksins. Kosningarnar eru haldnar á vegum umboðsmanns barna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is helenaros@frettabladid.is SAMFÉLAG Rann sókn á starf semi Vöggu stofunnar að Hlíðar enda og Vöggu stofu Thor vald sens fé­ lagsins getur ekki hafist fyrr en eftir al þingis kosningar. Árni H. Kristjáns son, sagn fræðingur og einn fimm menninganna sem skor­ uðu á borgar stjórn að rann saka mál vöggu stofa, segir að málið varði per­ sónu vernd og þurfi því að komu Al­ þingis. Ef björtustu spár gangi eftir geti rann sókn hafist í októ ber. Fimm menningarnir munu funda með borgar lög manni á mánu dag. Þar verður farið yfir rann sóknina og af mörkun á henni. „Við vorum að miða við rann sókn til 1973 þegar Vöggu stofa Thor vald sens fé lagsins hætti starf semi, en nú er að koma í ljós að börn voru vistuð á vöggu­ stofum lengur á vegum Reykja­ víkur borgar. Lík lega verður rann­ sóknin útvíkkuð eitt hvað í árum,“ segir Árni. Þá vilji þeir einnig láta rann saka af drif þessara barna. „Við höfum þegar vit neskju um það að fjöl margir eigi erfitt með að fóta sig í lífinu, sjálfs víg séu tíð sem og ó regla.“ n Vöggu stofur komast á dag skrá eftir kosningar Árni H. Kristjánsson Óprúttnir aðilar hafa verið að hringja í fólk í gegnum snjall­ símaforrit sem birtir annað íslenskt símanúmer á skjá þess sem hringt er í. Grun­ lausir Íslendingar hafa fengið reiðileg símtöl frá fólki sem það hringdi aldrei í. Forritin eru meðal annars notuð til að fela slóð hringjanda þegar verið er að hóta fólki. mhj@frettabladid.is FJARSKIPTI Ungur maður segir farir sínar ekki sléttar eftir að hringt var í hann af öðrum manni og hann sak­ aður um að hafa verið að hringja rukkunarsímtöl. Maðurinn þvertók fyrir að vera að hringja slík símtöl en símtölin komu öll úr símanúmerinu hans. Eftir stutta eftirgrennslan kom í ljós að óprúttnir aðilar hefðu verið að nota snjallsímaforrit til að breyta sínu símanúmeri í númerið hans. Þetta kemur fram í bréfi sem Fréttablaðið fékk sent en samkvæmt Theódóri Ragnari Gíslasyni, tæknistjóra hjá netöryggisfyrirtækinu Syndis, eru slík forrit þekkt fyrirbæri. Um svo­ kallaðar spoofing­þjónustur sé að ræða, sem eru gagngert til að herma eftir símanúmerum annarra. „Það er ekki búið að taka yfir símanúmerið, en síminn þinn heldur að þetta sé símanúmerið sem er að hringja í þig,“ segir Theodór og bætir við að forritin séu auðveld í notkun. „Þú nærð í snjallsímafor­ ritið og velur símanúmerið sem þú vilt tengjast frá og vilt að birtist. Þú borgar kannski eitthvað gjald í hvert skipti sem þú gerir þetta. Þetta er ekki kostnaðarsamt og er einfalt í dag, því miður.“ Theódór segir þjónusturnar sem bjóða upp á þetta opinberar og keyrðar á .com­lénum. Auðvelt er að nota forritin til að gera eitthvað ólöglegt, til dæmis að hóta einhverjum lífláti gegnum síma. „Þá er erfiðara að rekja síma­ númerið þitt,“ segir Theodór. Af ákvörðun Fjarskiptastofnunar frá árinu 2012 má draga þá ályktun að notkun slíkra forrita fari í bága við fyrirkomulag númerabirtingar samkvæmt 51. gr. fjarskiptalaga og reglugerð um númerabirtingar. Í þeim úrskurði stofnaði starfsmaður símafyrirtækis til símtals með núm­ eri frá öðru símafyrirtæki, en stofn­ unin taldi óheimilt að nota röng auðkenni eða númer til að villa á sér heimildir. Samkvæmt Guðmundi Jóhanns­ syni, upplýsingafulltrúa Símans, hefur þetta verið þekkt vandamál í nokkur ár en hefur oftast komið í hrinum. „Nú virðist sem einhver snjallsímaforrit eða vefsíður séu í tísku sem eru notuð til að gera símaat í grunlausu fólki. Þau munu svo detta úr tísku þangað til næsta forrit kemur,“ segir hann. „Stundum nota óprúttnir aðilar líka þessa leið til að fá notendur til að svara símanum með því að hringja erlendis frá, en þykjast hringja í gegnum íslenskt númer sem mörgum finnst meira traust­ vekjandi en ef eitthvað erlent númer hringir óvænt í fólk,“ segir Guð­ mundur og bætir við að það sé erfitt að stöðva þetta í stafrænum heimi. „Eftir að símtöl fóru að f læða úr gamla rásaskipta símakerfinu yfir í VoIP­kerfi sem er eðlileg tækniþró­ un fjarskiptakerfa, hefur erfiðleika­ stigið við að framkvæma svona fals­ anir snarlækkað. Þegar símtöl fóru í gegnum gamla kerfið var þetta tæknilega f lókið og á færi fárra að gera. En í nýjum stafrænum heimi er þetta einfaldara, eiginlega of ein­ falt,“ segir Guðmundur. n Símanúmer fólks misnotuð til hótana gegn öðru fólki Óprúttnir aðilar hafa verið að nota forrit til að fela slóð sína þegar þeir hringja til dæmis hótunarsímtöl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY urduryrr@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Gögn Geislatækni, hátæknifyrirtækis í Garðabæ, voru tekin í gíslingu af rússneskum tölvuþrjótum aðfaranótt föstudags. Þrjótarnir krefjast tvö hundruð þúsund dala í lausnargjald, eða um 26 milljóna króna og sögðu upp­ hæðina tvöfaldast á miðnætti 22. september. Grétar Jónsson, framkvæmda­ stjóri fyrirtækisins, segir af og frá að fyrirtækið borgi tölvuþrjótunum lausnargjaldið. „Það var hægt að klippa á allar tengingar, allt aftengt, þannig að þeir geta ekki aðhafst neitt frekar,“ segir Grétar. Fyrirtækið er búið að koma upp nýju kerfi sem er vistað annars staðar og nú er unnið að því að koma öllu í gang aftur. n Þrjótar krefjast hárra fjárhæða af íslensku fyrirtæki Tölvuárás var gerð á hátæknifyrir- tækið Geislatækni fyrir helgi. 2 Fréttir 23. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.