Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 40
Ástkær móðir mín, systir okkar og mágkona, Edda Svava Arnórsdóttir lést sunnudaginn 5. september í Osló. Ólafur Jónsson Víðir Kalmar Arnórsson Jóhanna Lúðvíksdóttir Guðlaug Sigríður Arnórsdóttir Okkar ástkæri Gunnlaugur V. Snævarr fyrrverandi kennari og yfirlögregluþjónn, lést á Landspítalanum 18. september. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 29. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/kwr390hhniw Auður Adamsdóttir Þórhildur Erla Pálsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björgvin Runólfsson bóndi á Dvergasteini, Lindasíðu 2, Akureyri, lést sunnudaginn 19. september á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 4. október klukkan 13.00. Benedikt Björgvinsson Vilborg Björgvinsdóttir Davíð Stefánsson Jón Björgvinsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri Þór Matthíasson Klapparstíg 3, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 11. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur senda alúðarþakkir fyrir frábæra þjónustu til líknardeildarinnar og HERU. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeildina í Kópavogi og líknarþjónustuna HERU. Yrja Þórsdóttir Janet Matthíasson, Freyja Matthíasdóttir Edda Matthíasdóttir Swan, Sif Matthíasdóttir og fjölskyldur. Við þökkum af alhug hlýjar kveðjur og samhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Steinars Geirdal Sérstakar þakkir fær starfsfólk heima- hlynningar, dagdvalar Ísafoldar og Skógar- bæjar ásamt frímúrarastúkunni Sindra. Vigdís Erlingsdóttir Sverrir Geirdal Lára Jóhannesdóttir Snorri Geirdal Christina Byö Dagný Geirdal Bergþór Haukdal Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, amma og langamma, Hlíf Helgadóttir Furugrund 70, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans þann 9. september. Hjartans þakkir til starfsmanna líknardeildar fyrir yndislega umönnun. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dís, börn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólína S. Guðmundsdóttir frá Grenivík í Grímsey, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 6. september, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 29. september klukkan 15. Erlendur Geirdal Kolbrún Matthíasdóttir Guðmundur Gísli Geirdal Linda Jörundsdóttir Halldóra Sæunn Sæmundsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Birna Friðgeirsdóttir Gunnólfsgötu 18, Ólafsfirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 16. september. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 24. september klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði. Sigurður Guðmundsson Valgerður Sigurðardóttir Rúnar Guðlaugsson Guðmundur Sigurðsson Sigurborg Gunnarsdóttir Friðgeir Sigurðsson Ragnhildur Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Einar Skúlason stofnaði göngu- hóp fyrir tíu árum til að sleppa við vesenið í kringum enda- lausar bílferðir. arnartomas@frettabladid.is Gönguhópurinn Vesen og vergangur fagnar tíu ára afmæli á næstu dögum. Í tilefni þess verður efnt til svokallaðrar Vesenispartíafmælisgöngu næsta föstu- dag, þar sem tímamótunum verður fagn- að með tilheyrandi göngu og gleðskap. „Þegar ég stofnaði þennan klúbb var tilgangurinn að fara lengri ferðir á borð við þjóðleiðir og þess háttar,“ segir Einar Skúlason stofnandi hópsins. „Það var búið að vera svo mikið vesen að skipu- leggja endalausar bílferðir á upphafs- og endastað ferðanna að ég vildi stofna klúbb svo við gætum leigt rútu og losnað við allt þetta skutl.“ Hópurinn var í fyrstu stofnaður sem Facebook-hópur þar sem Einar bauð 200-400 manns sem hann taldi að hefði áhuga á göngum og úr varð fyrsta ganga hópsins. Í kjölfarið fór fólk að sækja um aðild og í dag telur hópurinn um 15 þús- und meðlimi. Einar segir að góður félags- skapur skipti lykilmáli í gönguferðum. „Það skiptir auðvitað máli upp á örygg- ið að gera, ef eitthvað kemur upp á,“ segir hann. „Maður fær líka meira út úr hug- hrifunum ef maður deilir reynslunni með einhverjum og úr endurteknum göngum og samverustundum getur þróast góð vinátta. Fólk fær líka meira úr göngum þegar góður leiðsögumaður er með í för sem stýrir hraðanum, bendir á áhugaverða staði og segir sögur, það er toppurinn.“ Píslargöngur og dansilabb Einar segir að göngurnar þar sem eitt- hvað er að veðrinu séu yfirleitt minnis- stæðari en aðrar. „Ég man eftir rigningargöngu þar sem við gengum á móti vindi og regni allan daginn,“ segir Einar. „Hún var haldin á hvítasunnu og titluð sem píslarganga og hún stóð undir því nafni. Við fengum algjörlega það sem við báðum um – það var alveg sama hversu góður fatnaður fólks var, í svona veðri þá kemst vatnið í gegnum allar glufur og allir urðu gegn- sósa.“ Að lokum endaði gangan þó í kjötsúpu sem var göngugörpunum kærkomin. „Það er oft eitthvað í gangi eftir ferðirnar,“ segir Einar. „Maður spinnur þetta bara áfram og reynir að hafa þetta skemmti- legt, en oft þarf ekkert að spinna, þátt- takendur eru svo frjóir og skemmtilegir.“ Tíu ára afmæli félagsins verður svo fagnað í Elliðaárdal í fyrrnefndri partí- göngu. „Upphaflega átti að vera stórt ball en það eru auðvitað ekki aðstæður til þess í dag,“ segir Einar. „Í staðinn verður þetta undir berum himni með tónlist, söng og veitingum, eða það sem systir mín myndi kalla „dansilabb“. Við ætlum að reyna að skemmta okkur saman á sama tíma og við höldum smitmöguleikum í lágmarki.“ Áhugasamir geta kynnt sér Vesen og vergang betur á Facebook-síðu félags- ins. n Vesen og vergangur í tíu ár Frá göngu hópsins í Lónsöræfum. MYND/AÐSEND Það var búið að vera svo mikið vesen að skipu- leggja endalausar bílferðir á upphafs- og endastað ferðanna að ég vildi stofna klúbb svo við gætum leigt rútu og losn- að við allt þetta skutl. 1922 Oddur Oddsson, 74 ára, og Oddný Hannesdóttir, níræð, eru gefin saman í Reykjavík. Þar með verður hún elsta brúður landsins. 1941 Snorrahátíð er haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands í minningu 700 ára dánarafmælis Snorra Sturlusonar. 1943 270 kjósendur afhenda Alþingi áskorun um að ganga ekki frá sambandsslitum við Dani. 1973 Leifar fellibylsins Ellenar ganga yfir Suðvesturland og valda miklu tjóni á húsum, bátum og bílum. Í Reykjavík nær vindhraði 200 kílómetrum á klukku- stund. 1981 Hornsteinn er lagður að Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík Merkisatburðir Þjóbó TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 23. september 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.